Fritz und die Fledermäuse

...blogged wie der Wind...

16.12.04

jólahlaðborð

Næstsíðasti dagurinn minn í London Baby. Vaknaði veik og alein í dýrustu borg í heimi, fór í varabirgðarnaríurnar vegna þess að ég bjóst ekki við að vera hérna lengur en í viku. Það er g-strengur, það er ekki gott. Dröslaðist aum í undergroundinu uppí vinnu og bjóst við að jakkafatagaurarnir myndu að breskum sið og þekktri kurteisi segja mér að fara heim og jafna mig og þakka mér fyrir dvölina og vonast til að ég yrði ekki veik yfir jólin. En ó nei... enda er ég að vinna að deadline verkefni...sem ég var að klára... veik ! Hah... enda sagði Stuart við mig minnst fimm sinnum í dag "Steinunn, you're a star" (lesist stahhhh).
Allavegana...jólahlaðborð með liðinu á eftir og ég fékk engan tíma til að skitpa um föt,þannig að ég verð eins og meðlimur í lesbíska pólóliðinu í kvöld... eina sem gefur til kynna að ég sé kvennkyns er guðdómlega fagur vöxtur minn. Allt annað er crap, crapcrapcrap.
En ætli maður fari ekki samt ... kynnist markaðsliðinu kannski aðeins.... þar sem ég er nú að fara að flytja hingað mun vinna, lifa, borða og skíta innan um þetta fólk næstu sex mánuðina... drullast heim á hótelið og skipti um föt og spreyja uppí nefið á mér og drullast svo niðureftir.... hahmha

0 Comments:

Post a Comment

<< Home