Fritz und die Fledermäuse

...blogged wie der Wind...

23.12.04

Vestfirsk skata

Þá hef ég í fyrsta skiptið á ævinni smakkað skötu. Og ekki neina designerskötu heldur hardcore vestfirska skötu hjá Súðavíkurclaninu... alvöru Vestfirðingar, alvöru skata. Skata lítur út eins og blaut úrsérgengin tuska í tægjum. Hún bragðast eins. Ég óð cirka 7 metra af skötufílu að borðinu þar sem heita blauta tuskan með hlandbragðinu beið mín. Ég kom niður tveimur bitum. Þetta var svosum ekki slæmt, en ég fann það á mér að þetta yrði ekki betra. Ég starði í korter á systkyni pabba japla á henni með sælusvip og rifja upp löngu gleymd skötumóment í Álftafirðinum. Ég gafst upp þegar ég þurfti að fara á klósettið og gekk á skötufíluvegginn hjá eldhúsinu. Kvaddi pent og fór í Kringluna að versla jólagjafir og mig sveið í augun lengi á eftir.

Þar sem ég hef haft cirkabout 4 klukkutíma til þess að versla jólagjafir síðan ég kom heim, vegna vinnu og veikinda, þá er ég ekki undir það búin að einhverjir aðrir en stórfjölskyldan splæsi á mig pakka. Þannig að ef þú sem vinur minn hefur eytt í mig monný þessi jól, þá verður jólagjöf mín til þín frí gisting og félagsskapur in Londres á næstu sex mánuðum... ég er excellent tourguide:)

Annars er af vinnumálum það að frétta að ég mun flytjast búferlum til London í byrjun janúar, fyrsti vinnudagur í High Holborn er 10. jan. Ef einhver þekkir einhvern sem veit um herbergi eða íbúð innan w1 eða w2 á þokkalegu verði þá má sá hinn sami eeeendilega hafa samband....

0 Comments:

Post a Comment

<< Home