Fritz und die Fledermäuse

...blogged wie der Wind...

7.1.05

Afhending íbúðar

púff púff... fékk íbúðina mína afhenta í dag og ég pabbi og Arnar tókum strax til verka... og ég var eins og barbiedúkka með verkfærin. Ég hef nú alveg tekið til hendinni... en þegar þessir tveir menn mættu á svæðið þá var þetta orðlaust mission. Annar tók upp Lethermanninn og fór að fjarlægja nagla og hinn fór að leita að rakaskemmdum með innbyggðum radar. Ég stóð með eitthvað verkfæri sem ég vissi ekki hvað hét og skildi þar af leiðandi ekki orðlausu skipanirar. Svo fór þetta að taka á sig mynd allt saman og þunglyndi mitt yfir rakaskemmdum og slæmu gólfefni breyttust yfir í spenning með útkomuna. Þegar ég skoðaði íbúðina fyrst sá ég alveg hversu slæmt ástandið var. Þegar svo var búið að fjarlægja teppi og skafa í burtu málningu þá fór ástandið versnandi.... en svo bættist það aftur þegar báðir verkamennirnir mínir tjáðu mér hverskyns kjarakaup ég hafði gert (knew it... innbygður radar) og að með smá vinnu gætum við snúið þessu uppí kósívesturbæjaríbúð með glans:)

Helgin fer í þetta... að gera upp íbúðina mína og skila henni til leigjandans og að pakka niður. Tíminn er af skornum skammti þannig að ég mun ekki ná að kveðja nánustu fjölskyldu eins og ég hefði kosið. Svo flýg ég út á mánudag með Bryndísi (sem er svo góð að nenna að hýsa mig fyrstu dagana), Sólrúnu og Óskari. Byrja að vinna næsta dag og leita mér að íbúð. Það lítur allt út fyrir að ég fari í flatshare og verður spennandi að sjá hvers kyns karakterum ég lendi á....mun reyna að standa mig í frásögnum næstu mánuði

TaTa for now...



0 Comments:

Post a Comment

<< Home