Fritz und die Fledermäuse

...blogged wie der Wind...

2.3.06

Merkingar

Las í mogganum um daginn grein um að Bretar hefðu hneykslast á umbúðarmerkingum mjólkurvara og hneta þegar bætt var við viðvörun um að þessi matvæli innihéldu mjólk og hnetur. Fannst Bretum þetta svo skondið að þeir létu frá sér yfirlýsingar að hver heilvita maður vissi að mjólk væri mjólk og hnetur hnetur og því væri þetta vanvirðing við greindarfar viðskiptavinanna.

Ég bý hinsvegar í USA þar sem að lögfræðingar ráða ríkjum og heilbrigð skynsemi er ekki viðukennd. Fólk afneitar conceptinu um heilbrigða skynsemi ef það sér fram á gróðavon án hennar. Minnumst fitubollanna sem fóru í mál við McDonalds vegna þess að þeir trúðu statt og stöðugt að þeir væru að borða heilbrigðan mat og ekki rann á þá efasemdargríma þar sem þeir fikruðu sig rólega en örugglega í átt að 300 kílóunum!
Eða krakkanna sem héldu að mjólkin kæmi úr verksmiðjunni. Eða konunnar sem setti köttin sinn í örbylgjuna til að hlýja honum

Lögfræðingarnir eru þeir sem standa vörð um hagsmuni fólksins hér og fyrirtæki hafa komist að því að þeir geta ekki treyst á heilbrigða skynsemi notanda. Þannig, til að fara ekki á hausinn að þá er allt merkt í bak og fyrir.

Hingað til hef ég séð fyrrnefndar merkingar á mjólkurvörum og hnetum. Ég hef einnig séð:

1. Merkingar á plastpoka um að ekki megi setja hann á höfuðið og halda fyrir
2. Merkingar á hárblásara um að ekki megi henda honum í baðkar á meðan hann er í notkun
3. Merkingu á botni sælgætisdósar um að ég sé að halda á henni á hvolfi og ætti ekki að gera það ef hún er full.
4. Að öll lyf geti leitt mig til dauða
5. Þegar við keyrðum upp Mt. Washington fengum við geisladisk um hvernig ætti að keyra upp og niður brekkur.

og fleira og fleira. Eiginlega ætti ég að taka myndir af þessu og safna saman:)

Annars er ég veik heima núna, búhú. Reyni að hrista þetta af mér fyrir helgina því það gæti verið að ég fari með Finnunum tveimur úr vinnunni til Niagra Falls. Bara pæling, er ekki alveg viss hvort ég meiki 20 tíma í bíl með gaurum sem ég á nánast ekkert nema samnorræna menningu sameiginlega með. Ég gæti krufið múmínálfana með þeim... annar þeirra lítur út eins og múmínálfur anywho, á meðan hinn lítur út eins og rassálfur úr Ronju Ræningjadóttur.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home