Fritz und die Fledermäuse

...blogged wie der Wind...

20.1.06

Pub Tour

Fór á Pub-Tour (MIT-bjórkvöld) í kvöld með Rebekku og Veru og eyddum kvöldinu í að spila pool. Ég var hundaheppin og kom út eins og skandínavískur pool-pro í fyrstu umferð, skaut niður kúlur hægri vinstri! Var svo impressive að þrír þýskir ofurnördar, höfðinu lægri en ég, báðu mig um að vera fjórði maður í liði. Sem ég auðvitað þáði.

Ég þurfti ekki að gera mikið. Meðspilari minn var rafmagnsverkfræðingur frá München, reiknaði út kósínus og sínus á kúlurnar og skaut þær niður hverja á eftir annari með mjög svo þýskri nákvæmni á meðan vinur hans, Master í stærðfræði frá München, reiknaði út skriðþungann frá hvítu kúlunni á þær tvíleitu. Þetta var afar tvísínt á köflum, en leikurinn gekk fyrir sig eins og stutt hnitmiðuð tveggja manna rökræða og var búinn á innan við tíu mínútum. Ég fékk að gera tvisvar og skaut enga kúlu niður. En þeir fóru gersamlega hjá sér yfir hæð minni, skandínavískri valkyrju ímynd og einstaklega vel talaðri þýsku.

Allt í allt kósí kvöld.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home