Fake Fendis
Á laugardaginn risum við Steini, Kiddi og Jón úr rekkju klukkan 6:30 til að halda af stað í dagsreisu til NY. Jón Árni (bossinn minn) hafði planað að fara með okkur á Canal Street í China Town þar sem eftirlíkingar af merkjavörum seljast eins og heitar lummur.
Ég var ekki spennt þar sem ég er engin merkjamanneskja í mér. Það kom Jóni í uppnám og í heila viku reyndi hann að sannfæra mig um að draumur allra kvenna væri að ganga um með Louis Vutton töskur, með Dolce&Gabbana veski í ekta leðurhönskum með kanínufóðri og Prada skóm. Ég á móti reyndi að sannfæra hann um að þessi lífsspeki væri heldur lost on me og að munurinn lægi í því að hans kvk markhópur byggi á annarri plánetu far far away frá minni.
Alla vikuna mjatlaði svo með mér þankagangurinn um konur, merkjavörur og mig. Var ég þröngsýn að telja konur sem meta merkjavörur einfaldar sálir? Var ég sek um þröngsýni og fordóma í garð kynsystra minna? Mér varð þá hugsað til Moggastjörnuspárinnar minnar sem sagði að ég ætti að prófa að breyta út af vananum þetta árið...
Þegar við svo komum á Canal Street var það ekki spurning um hvort heldur hvenær ég myndi kaupa mér Fake Fenditösku. Þannig að þegar að lítil kínversk kona veifaði polaroidmyndum af Luis Vutton framan í andlitið á mér sagði ég já án þess að hugsa. Hún benti okkur þá að fylgja öðrum kínverja sem gekk ávallt 10 skrefum á undan okkur, leit svo flóttalega í allar áttir áður en hann opnaði hurðina ofan í litla kjallaraholu. Hann leiddi okkur svo í gegnum heila saumastofu fulla af kínverskum saumakonum inní bakherbergi þar sem .... tadaradara... var heilt herbergi fullt af fake-merkjavörum... eða alvöru merkjavörum sem týnast í verksmjiðunum??!!?? Ég er núna stoltur eigandi Pradatösku og Pradaveskis og Dolce&Gabbana beltis. Setti svo punktinn yfir i-ið með því að kaupa mér 'konu' ilmvatn! Þeir sem sáu manucure- og pedicure-ið mitt í sumar telja þetta kannski lógíska þróun. Ef svo fer sem horfir verð ég komin með sílíkon í brjóstin innan árs.
Eftir þetta ekta New York ævintýri skoðuðum við Ground Zero -sem er ekkert nema risastór hola- og keyrðum niður Broadway á leiðinni út úr bænum. Hélt litlujól uppí rúmi á sunnudagsmorgninum með poka fullan af gjöfum handa mér...bara mér.
Stóri bróðir kom svo snemma í bæinn í gær og urðu miklir fagnaðarfundir í úthverfi Boston og mikið Sushi borðað. Fór svo með honum, þremur samstarfskonum hans og Miriam í ítalska hverfið í kvöld þar sem við snæddum stóra skammta, þau töluðu dönsku og ég skildi! Svo gott að hitta fjölskyldu:)
Ég var ekki spennt þar sem ég er engin merkjamanneskja í mér. Það kom Jóni í uppnám og í heila viku reyndi hann að sannfæra mig um að draumur allra kvenna væri að ganga um með Louis Vutton töskur, með Dolce&Gabbana veski í ekta leðurhönskum með kanínufóðri og Prada skóm. Ég á móti reyndi að sannfæra hann um að þessi lífsspeki væri heldur lost on me og að munurinn lægi í því að hans kvk markhópur byggi á annarri plánetu far far away frá minni.
Alla vikuna mjatlaði svo með mér þankagangurinn um konur, merkjavörur og mig. Var ég þröngsýn að telja konur sem meta merkjavörur einfaldar sálir? Var ég sek um þröngsýni og fordóma í garð kynsystra minna? Mér varð þá hugsað til Moggastjörnuspárinnar minnar sem sagði að ég ætti að prófa að breyta út af vananum þetta árið...
Þegar við svo komum á Canal Street var það ekki spurning um hvort heldur hvenær ég myndi kaupa mér Fake Fenditösku. Þannig að þegar að lítil kínversk kona veifaði polaroidmyndum af Luis Vutton framan í andlitið á mér sagði ég já án þess að hugsa. Hún benti okkur þá að fylgja öðrum kínverja sem gekk ávallt 10 skrefum á undan okkur, leit svo flóttalega í allar áttir áður en hann opnaði hurðina ofan í litla kjallaraholu. Hann leiddi okkur svo í gegnum heila saumastofu fulla af kínverskum saumakonum inní bakherbergi þar sem .... tadaradara... var heilt herbergi fullt af fake-merkjavörum... eða alvöru merkjavörum sem týnast í verksmjiðunum??!!?? Ég er núna stoltur eigandi Pradatösku og Pradaveskis og Dolce&Gabbana beltis. Setti svo punktinn yfir i-ið með því að kaupa mér 'konu' ilmvatn! Þeir sem sáu manucure- og pedicure-ið mitt í sumar telja þetta kannski lógíska þróun. Ef svo fer sem horfir verð ég komin með sílíkon í brjóstin innan árs.
Eftir þetta ekta New York ævintýri skoðuðum við Ground Zero -sem er ekkert nema risastór hola- og keyrðum niður Broadway á leiðinni út úr bænum. Hélt litlujól uppí rúmi á sunnudagsmorgninum með poka fullan af gjöfum handa mér...bara mér.
Stóri bróðir kom svo snemma í bæinn í gær og urðu miklir fagnaðarfundir í úthverfi Boston og mikið Sushi borðað. Fór svo með honum, þremur samstarfskonum hans og Miriam í ítalska hverfið í kvöld þar sem við snæddum stóra skammta, þau töluðu dönsku og ég skildi! Svo gott að hitta fjölskyldu:)
0 Comments:
Post a Comment
<< Home