Fritz und die Fledermäuse

...blogged wie der Wind...

16.7.05

amríka á sólardegi

Settist útá tröppur áðan. Á ljósunum voru tveir bílar. Annar var með ameríska fánann í glugganum. Hinn var pikkup-trukkur með Coke-sjálfssala á pallnum. Yfir þessu öllu flaug svo lítil rella með risastóra McDonalds auglýsingu aftan úr sér! Það er ekki spurning, ég er komin heim til Boston:) Bilað lið, stórbilað lið:) Enda er ég ekki nema 16% ameríkani. Ég er í prósentum talið þó ennþá minni Breti komst ég að... á 5 mánuðum. Hinsvegar, þótt þetta kóksvelgjandi, sykurviðbætandi, byssueigandalið sé stórbilað séð með augum manneskju sem ætti að vera frekar í Kaíró... að þá fíla ég það í botn:)

Ég er búin að vera hérna í rúman mánuð og er komin á spjalllistann hjá um 10 manns í húsinu. Ég man ekki hvað neinn af þeim heitir, en allavegana 4 af þessum vita hvað ég heiti og hvað við vorum að tala um síðast þegar við spjölluðu! Stórbilað lið. Ef ég ber þetta saman við Bretland að þá spjallaði ég við nágrannann við hliðina á mér, Pete, en hina eingöngu þegar þeir voru búnir að fá sér nægilega margar pintur. Annars var það bara afskaplega kurteist hæ á stigaganginum í þau fáu skipti sem vegir okkar mættust.

En nóg um blogg... blogga betur seinna þegar veðrið er ekki svona stórglæsilegt. En nú þarf ég að hlaupa niðrí vinnu, restarta drasli og svo til James, sem er gyðingurinn sem ég spurði um þjóðarmorðin, því að hann er búin að bjóða mér að sóla mig á sundlaugarbakkanum hjá sér... ójáójá

0 Comments:

Post a Comment

<< Home