Brunarúst
Svo að við Miriam fórum til NY, og ég bætti tveimur eða þremur fleiri ríkjum í ríkjasafnið. Reglurnar eru líbó, ég þarf ekki að kyssa grund eða snerta, ég þarf bara að vera í einhverju sem framlengir mig við ríkið. Þannig að öll farartæki önnur en flugvélar teljast með. Rútuferðalagið var ansi skrautlegt þar sem það sprakk dekk klukkutíma fyrir NY og kínverjinn sem keyrði kunni enga ensku og sagði okkur ekki eitt eða neitt. Stöðvaði rútuna fimm sinnum, hljóp út, sparkaði í dekkið, hljóp inn hljóp út etc og bölvaði á kínversku á milljón....
MaxWax var lífsreynsla ... svipuð þeirri sem Carrie í Beðmálunum fékk þegar hafði ekkert betra að gera í Los Angeles ... og svo fer ég ekki meira útí þá sálma. En á leiðnni úr vaxinu komum við M. við í Sleepy's og lögðumst uppí hvert rúmið á fætur öðru, tókum skopputest og styrkleikatest þangað til ég hreinlega gat ekki hreyft mig úr tempur pedic rúminu og lét platast af sölumanninum sem sagði að "bara vegna þess hvað hann sæji hversu vel ég og rúmið næðum saman myndi hann hringja í yfirmann sinn og fá 30% afslátt". Það er nú eitt við ameríku að maður getur alltaf fengið díl....
Dreif mig svo í double decker strætótúr um NY og sat í 2 og hálfan tíma á efra dekki í steikjandi hita og brælu og skaðbrann. Svo að ég slökkti í brunanum um kvöldið með engu öðru en hvítvínsglasi í Regnbogasalnum í Rockerfeller center með alveg hreint stórkostlegt útsýni yfir borgina sem brenndi mig svo illa að ég sit núna viku seinna og slít af mér heilu húðlögin.
Flutti inní litlu stúdíóíbúðina mína, tempur rúmið er mitt eina húsgagn, ískápurinn minn er tómur og sturtuhengið er ekki komið upp. Stefnan er að finna sér sófa og stóran spegil, og þá held ég að þetta dugi barastasta...
Annað í fréttum er að Arnar minn hefur ákveðið að setjast aftur á skólabekk og taka Masterinn. Hann flytur úr íbúðinni minni um næstu mánaðarmót og inn flytur eitthvað ungt par með barn .... ef ég hefði ekki keypt mér þetta tempur rúm að þá svæfi ég ekki yfir áhyggjum af nýja fína parketinu mínu! Hefði betur spurt spákonuna í gær um það hahmha! Við M. spanderuðum 15 dollurum í lygalaup af spákonu að vera sem sagði mér að ég myndi finna ástina í lok árs (klassískt), mitt síðasta romance hefði ekki verið sá rétti (klassískt), ég myndi eignast stóra fjölskyldu (klassískt)og allir myndu öfunda mig frammí rauðan dauðan því ég er svo sæt og klár og sterk og stór gæti og flogið á eyrunum ef ég vildi....aha!
Allavegana ég á víst að vera í einhverju barbekjúi núna...en ég þori ekki útaf skrifstofunni því það er illa heitt úti en hérna inni er sweet sweet loftkæling:)
MaxWax var lífsreynsla ... svipuð þeirri sem Carrie í Beðmálunum fékk þegar hafði ekkert betra að gera í Los Angeles ... og svo fer ég ekki meira útí þá sálma. En á leiðnni úr vaxinu komum við M. við í Sleepy's og lögðumst uppí hvert rúmið á fætur öðru, tókum skopputest og styrkleikatest þangað til ég hreinlega gat ekki hreyft mig úr tempur pedic rúminu og lét platast af sölumanninum sem sagði að "bara vegna þess hvað hann sæji hversu vel ég og rúmið næðum saman myndi hann hringja í yfirmann sinn og fá 30% afslátt". Það er nú eitt við ameríku að maður getur alltaf fengið díl....
Dreif mig svo í double decker strætótúr um NY og sat í 2 og hálfan tíma á efra dekki í steikjandi hita og brælu og skaðbrann. Svo að ég slökkti í brunanum um kvöldið með engu öðru en hvítvínsglasi í Regnbogasalnum í Rockerfeller center með alveg hreint stórkostlegt útsýni yfir borgina sem brenndi mig svo illa að ég sit núna viku seinna og slít af mér heilu húðlögin.
Flutti inní litlu stúdíóíbúðina mína, tempur rúmið er mitt eina húsgagn, ískápurinn minn er tómur og sturtuhengið er ekki komið upp. Stefnan er að finna sér sófa og stóran spegil, og þá held ég að þetta dugi barastasta...
Annað í fréttum er að Arnar minn hefur ákveðið að setjast aftur á skólabekk og taka Masterinn. Hann flytur úr íbúðinni minni um næstu mánaðarmót og inn flytur eitthvað ungt par með barn .... ef ég hefði ekki keypt mér þetta tempur rúm að þá svæfi ég ekki yfir áhyggjum af nýja fína parketinu mínu! Hefði betur spurt spákonuna í gær um það hahmha! Við M. spanderuðum 15 dollurum í lygalaup af spákonu að vera sem sagði mér að ég myndi finna ástina í lok árs (klassískt), mitt síðasta romance hefði ekki verið sá rétti (klassískt), ég myndi eignast stóra fjölskyldu (klassískt)og allir myndu öfunda mig frammí rauðan dauðan því ég er svo sæt og klár og sterk og stór gæti og flogið á eyrunum ef ég vildi....aha!
Allavegana ég á víst að vera í einhverju barbekjúi núna...en ég þori ekki útaf skrifstofunni því það er illa heitt úti en hérna inni er sweet sweet loftkæling:)
0 Comments:
Post a Comment
<< Home