Fritz und die Fledermäuse

...blogged wie der Wind...

31.5.05

Boston

Þetta er eins og himinn og haf, Boston og London, fyrir utan að nöfnin eru eingöngu með 'o' sérhljóðum. Hér er hljóð á skrifstofunni. Hér talar fólk ekki í hringi allan daginn. Hér borðar fólk mikinn mikinn sykur. Hér fær maður stóra skammta...

Á einni viku hefur mér tekist að finna mér pínulitla stúdíóíbúð í hjarta Boston, beint á móti Boston RedSox stadíuminu ef það hringir bjöllum hjá einhverjum öðrum en mér. Auk þess hefur mér tekist að komast yfir a room with a view OG kennaratöflu nota bene á skrifstofunni:) Hljómar svaka fancy en á hana ekki ein. Hinir tveir eru samt heima á Íslandi í sex vikur svo að ég hef pleisið út af fyrir mig og ég fékk besta staðin því kollegum mínum líkar illa við víðáttu og tóku skýrt fram að þeir vildu veggútsýni. Svo að á heitum dögum sit ég í blástrinum frá glugganum, næ smá base tan-i á hnakkan og get fylgst með innkaupurum. Bjútífúl! Ég get líka hrækt á kollin á fólki ef ég er í vondu skapi og falið mig svo undir sillunni. Bjútífúl!

Um helgina fórum við Miriam og Jón Árni í óvissuferð um norðurhéruð Bandaríkjanna. Við byrjuðum á að fara á gífurlega sérstakan Diner, keyrðum svo til White mountains og fórum í skíðakláf uppá Canon fjall, keyrðum svo þaðan í gegnum sveitahéruð New Hampshire, villtumst og fundum okkur svo Mótel í einhverju litlu krummaskuði. Á leið okkar frá mótelinu yfir á matsölustaðinn komumst við svo að því að það var mjög svo hávær lest sem keyrði í gegnum bæinn, og lestarteinarnir voru beint fyrir utan bakgluggann okkar. Við fylltumst skelfingu. Seinna um kvöldið á stuttri leið frá mótelinu yfir í sjoppuna hinum megin við götuna var 'jíha-að' tvisvar sinnum frá mismunandi áttum á mig og Miriam. Sami pikkuptrukkurinn samt. Gaurinn gerði sér svo ferð í sjoppuna og við földum okkur bakvið hvítvínsrekkann. Þegar við komum að afgreiðsluborðinu spurði afgreiðslustúlkan okkur hvort að hann Jack hafi verið að abbast upp á okkur, við sögðum henni frá jíha-inu. Þá sagði hún "Ohhh, That Jack, he's no good, and when him and Tim get together....ohhh their nothing but trouble" og við tókum eftir því hvað hún var með ljótar tennur. Svo við brostum, hlupum yfir götuna og læstum okkur inní herbergi.

Daginn eftir keyrðum við svo hálfa leið uppá Mt. Washington. Fengum geisladisk með frásögn. Frásögnin var nú ósköp lítil en við fengum ansi góða kennslu í því hvernig á að keyra upp óslétta vegi, og hvernig best er að höndla bremsurnar á leiðinni niður! Magnað. Svo fengum við bumpersticket með "I've climbed Mt Washington" og skírteini sem lýsir Jón Árna "King of the montain". Magnað!

Þar sem við vorum á undan áætlun var látið undan hlóðlátri en ákveðinni bón minni um að fara til Kanada. Svo að við keyrðum í gegnum óbyggðirnar til Kanada, fengum stimpil, sáum hvar jólatréin eru ræktuð og borðuðum köku í Courticook. Á leiðinni heim týndumst við svo og vorum loks tekin fyrir of hraðan akstur! Mér fannst þetta auðvitað bara frábært því þetta toppaði þessa amerísku daga mína. Við sluppum við sekt og fögnuðum með því að fara á al-amerískan skyndibitastað.

Þannig að, eftir vikudvöl í USA er ég búin að fara til 4 fylkja og Kanada! Ansi vel af sér vikið bara:)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home