Fritz und die Fledermäuse

...blogged wie der Wind...

1.3.05

Meira um túbur

Keypti mér bók sem listar allar túbustöðvarnar í London, með sagnfræðilegum bakgrunni og myndum. Fyndið að sjá að túbustöðin mín hefur ekki breyst síðan hún var gangsett 1902. Og ef manni finnst það langt aftur í tímann að þá skal ekki gleyma því að stöðvar eins og New Cross (þar sem Bryndís og Sólrún dvelja) var stofnuð 1884... þessi mannvirki virðast standast tímans tönn, annað en önnur mannvirki sem Bretar byggja.

Og það sem þessi mannvirki standast... mér finnst ég alltaf þurfa að stíga yfir eina ferska ælu á hverri stöð, pissupollir upp við veggi af og til, fjörugar rottur að leik á lestarteinunum, ávallt... og svo happ og glapp þvaglyktin inní lestunum. East-line túban lyktar af einhverjum ástæðum alltaf af hlandi. Með reglulegu millibili lyktar Central- línan eins og kattahland... og á þeim morgnum þá á ég mjög erfitt með að setjast í laust sæti...ef svo ólíklega vill til að ég nái í laust sæti. Ég fer alltaf að ímynda mér að þvaglyktin komi úr mínu sæti og að gallabuxurnar mínar séu hægt og rólega að soga í sig þvag einhverrar fyllibyttu sem ákvað að láta það gossa...smekklegt...

En utan túbunnar er það að frétta að Arnar kíkti til mín af leiðinni frá Lotus forritunarkennslu í Shropshire og áttum við góða daga í Lundúnarborg. Borðuðum mikið mikið af indverskum mat, kíktum á Sherlock Holmes safnið og týndumst inní stærstu bókabúð Londonar, ásamt því að kaupa okkur raftæki og ilmandi klósettpappír á helmingsverði á Mile End Road markaðnum. Besti prísinn er á Mile End:)

Annað markvert í fréttum er að ég er loksins komin með netið heim!!! Jibbífokkingjei:) Ég er búin að vera sjónvarps- og útvarpslaus í heila tvo mánuði, og það böggar mig lítið sem ekkert... bara búin að lesa fyrir svefninn í staðinn. Hinsvegar finn ég mikinn mun að geta opnað glugga útí umheiminn þegar ég kem heim á kvöldin. Mikinn mikinn mun:) Er reyndar búin að ákveða að kaupa mér ekki sjónvarp... hef ekkert við það að gera...

Svo komu Bryndís og Sólrún í mat í kvöld eftir vinnu til að flýja einhverja ólykt sem ríkir í híbýlum þeirra eftir kínverskt matarboð sem samsvarar íslenskri skötuveislu. Þannig að ég sér-eldaði fyrir þær (hitaði upp) brokkólíböku og spínatpizzu með salati og sósu... toppaði það svo með heitum súkkulaði möffins með jarðaberjum, bönunum og ís.... og svo american chocolate cookies líka því þær voru óseðjandi í sykrinum dömurnar....:) Er svo mikil Hustru...

Nenni engan vegin í vinnuna á morgun... but everyone has their devil to drag as we say in Iceland:)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home