Fritz und die Fledermäuse

...blogged wie der Wind...

24.2.05

Túban

Þetta er bara orðin rútína! Ég vakna á morgnana, morgunverðast og sturtast, hendist nirðí túbuna, fer með hálftómri District línu uppá Mile End. Hleyp upp stiga og niður stiga og treðst inní Central línuna, stend svo þar eins og sardína í dós, nær 100 ókunnum manneskjum heldur en ég hefði nokkurn tíman kosið að vera, með hárið á einhverjum í nefinu og handakrikann á öðrum í andlitinu. Svo hangir maður á annarri hendinni í 10 - 15 mínútur og um leið og við komum á Holborn... þá fyrst hrúgast allir út!!! (sem sagt ekki mjög heppin með staðsetningu) og það myndast deadlock stemmning í litla stiganum sem leiðir uppað rúllustigunum. Á slæmum dögum tekur það 5 mínútur að ganga upp 15 tröppur!!! Svo hleyp ég vinstra megin upp rúllustigann því ég er auðvitað svo ógisslega bissí bissnessstelpa, kem við í Pret og kaupi mér Latte, dríf mig í vinnnuna sem er við hliðina.... segi svo "góðan daginn hvernig hefurðu það" við alla.... og svo bara vinnivinnivinn fram á kvöld....

Svo á leiðinni heim, þá tek ég upp bók í túbunni og les alla leiðina heim, held meira að segja áfram á meðan ég er að skipta. Það lesa ALLIR í túbunni. Svolítið magnað finnst mér, að sitja og lesa með 20 öðrum... það myndaðist ekki svona einbeitt stemmning í grunnskóla. Og þegar ég segi allir að þá meina ég að róninn og pönkarinn og heilalausu blondínubeibin (úps) og allir þar á milli mæta með eitthvað hámenningarlegt að lesa í túbuni.

Ég má alveg kalla þær heilalaus blondínubeib! Eða ungar stúlkur afvegaleiddar frá allri heilbrigðri skynsemi. Það eru til stelpur heima á klakanum sem mæta í nælonsokkabuxunum og pínupilsinu og þunna jakkanum í frosti og snjó á skemmtistaði. En þessi blondínubeib hérna... þær eru svona alltaf, á virkum dögum jafnt sem um helgar. Það virðist vera í tísku hjá þessum þjóðflokki núna að ganga ekki í yfirhöfnum, heldur bara peysunni/bolnum einum sér. Og þótt London sé sunnar en Reykjavík, þá er þetta nú enginn miðbaugsfílingur. Fyrir utan að það er vetur. Svo skjálfa þær á beinunum í biðröðum hálf bláar í framan greyin.

Annar þjóðflokkur sem mér finnst doldið skondinn eru gettógaurarnir í mínu hverfi. Þar sem ég bý í hverfi sem eitt sinn var pínu slömm og hefur þ.a.l. orðspor á sér sem slíkt...en er í raun núna skipt í slömm/millistéttarfólk (Er East Ender by the way) að þá er svona pínu rough neighborhood fílingur í gangi stundum...og held ég að það þyki pínu töff að vera gettógaur. Hinsvegar eru þessi svokölluðu gettógaurar brunandi um á Yaris og KA um götur East End blastandi Nelly úr græjunum yfir alla!!! Hvernig geturðu verið röff og mín ef þú virkilega fílar Nelly og vilt deila því með öllum heiminum??? Hinsvegar finnst mér þeir sem blasta Punjabi rappi þó hafa klassa...

Anywhos...best að drífa sig heim undir sæng áður en allar samgöngur detta niður og deyja klukkan tólf:)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home