Fritz und die Fledermäuse

...blogged wie der Wind...

23.1.05

Frystiklefinn minn

Nú er ég búin að vera al...al...alein í íbúðinni minni í viku. Íbúðin mín er fín, kósí og hugguleg en algjör íshellir. Ég ímynda mér frystiklefa beint fyrir neðan mig því hin auglýstu viðargólf (plastparkett) eru ávalt undir frostmarki, glerið er einfalt og ég á þriðjuhæð og ég finn gust frá glugganum þótt hann sé lokaður. Ég þakka guði fyrir að klósettið er með viðarsetu. Ég sem laug að móður minni þegar hún sagði mér að taka með ullarsokka vegna þess að það væri svo kalt í London. Já ég laug... og nú sé ég eftir því. Svanadúnssængin mín hefur rembst við að halda á mér hita og þrátt fyrir að vera uppdúðuð undir henni að þá var gærnóttin fyrsta nóttin sem mér var hlýtt uppí rúmi og þurfti ekki að sofa í náttbuxum.

Enda var ég alveg búin að fá nóg. Reif greyið Bryndísi uppúr rúminu þunna eftir að hafa staupað slatta af Brennivíni í íslendingabondingi kvöldið áður og héldum við beinustu leið í næstu IKEA verslun. Sem var langt langt í burtu. Við fylltum heila innkaupakörfu af gólfefnum og rúmdóti og fundum svo eitt risastórt grænt og þykkt tveggja metra langt teppi og sannfærðum hvor aðra að við myndum alveg redda þessu í gegnum einn sporvagn, eina lest og tvær túbur. Við tókum sporvagninn niðrá lestarstöðina þar sem ég fann síðan leigara til að keyra okkur beinustu leið uppað dyrum í Stepney Green. Leigubíllinn kostaði einn þriðja af öllu sem við keytpum í IKEA, en ég borgaði hann brosandi:)

Sólrún og María Aminustelpur komu svo til okkar í húsverming og hjálpuðu mér og Bryndísi að koma mér betur fyrir...og svo hjálpuðumst við allar við að drekka rauðvín og hvítvín og bjór og borða indverskt partýsnakk og kex...og ég komst að því í morgun að einn af ókostunum við að búa einn, er að vakna upp einsamall og þunnur með engan til að hugga sig nema íbúfen og vatnsglas. Og því hef ég strengt heit þess efnis að ég mun ALDREI drekka meira en tvo bjóra NEMA að það gisti einhver hjá mér. Þetta er kannski pínu hættuleg regla ef misnotuð á hinn veginn...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home