Fritz und die Fledermäuse

...blogged wie der Wind...

25.1.05

The Buttless day

Uppástunga mín um að Bretar ættu að taka frá einn dag á ári hverju þar sem þeir mættu ekki segja orðið "but" féll í kramið. Hann myndi auðvitað vera kallaður "The Buttless day". Þetta var eftir bankaferðina, þar sem ég mætti með vegabréf, ljósrit af vegabréfi, meðmæli frá vinnuveitanda, staðfestingu á árstekjum, staðfestingu á heimilisfangi frá leiguskrifstofunni sem og leigusamninginn minn... og var tjáð að það var gott að ég mætti með þessar upplýsingar. "BUT", bankinn okkar viðurkennir ekki vinnuna þína þótt hún sé hér í næsta húsi við okkur, því að þeir eru ekki í viðskiptum við okkur. "BUT" þrátt fyrir að vera með staðfestingu á heimilisfangi þá verðurðu að mæta með reikning sem er stílaður á þig á þessu heimilisfangi. Ég beið bara eftir að vera tjáð að mamma mín hefði þurft að hafa tekið við fyrsta Tinnabauknum við opnun útibúsins í Shropshire til að teljast verðugur viðskiptavinur.
Þá sagði ég mjög svo brosandi og hlessa: "Mælirðu því með því að ég fari í viðskipti við sama banka og vinnan mín, ráðleggur þú mér það". Og hún sagði já!!! Og þá sagði ég að ég væri með uppástílaða reikninga á sjálfa mig heima hjá mér og að nei ég væri ekki í skuldum, bara mjög vel stæð, forritari jájá og benti á árstekjurnar mínar og sagðist myndu taka hennar ráðum. Þá kom annað "BUT" í skrokkinn og hún tók niður allar upplýsingar....þannig að ef það kemur ekkert annað "BUT" á morgun, þá er ég víst verðug bankareiknings.
Þessi "BUT" eru auðvitað bara toppurinn á ísjakanum. Á tveimur vikum hef ég fengið svo mörg "BUT" að ég býst aldrei við því lengur að nokkuð geti gengið fyrir sig eins og smurt. Það er eins og þessar elskur vantreysti því ástandi. There has to be a "BUT" and then we are safe! Um daginn fékk ég fyndnasta "BUT" ever ... en það var þegar að vinnan mín tjáði mér að þeim þætti leitt að ég væri dáldið blönk vegna þess að ég væri ekki búin að fá útborgað frá þeim en ég yrði að vera með bankareikning. Þá sagði ég "BUT" á móti á þeim forsendum að ég væri með reikning á Íslandi, þeir væru með útibú á Íslandi... þannig að! Þá sögðu þeir "BUT of course.... BUT" máttu ekki millifæra á mig nema ákveðinn Pétur væri staddur á skrifstofunni! "BUT those are the rules".

0 Comments:

Post a Comment

<< Home