Fritz und die Fledermäuse

...blogged wie der Wind...

24.1.05

Cup of Tea

Í Beikon&Egg eru allir miklu kurteisari heldur en heima. Gott eða slæmt, því þegar þeir vilja ekki vera dónalegir þá verða þeir svo kurteisir að það í sjálfu sér er dónalegt. Ég er mjög ókurteis á þeirra mælikvarða... það hefur verið staðfest. Fyrstu dagana í Holborn að þá voru allir að spurja hvort ég vildi ekki te þegar þeir fóru að laga sér te. Voða góð þjónusta. En þegar ég fékk mér te, þá datt mér ekki í hug að bjóða neinum... klakinn hefur kennt manni ýmislegt... Sé Brynjar í anda, standa upp frá borðinu sínu og bjóðast til að laga handa mér te því að hann sé á leiðinni... haha! Eftir viku af tei þá kallar Tim á eftir mér þegar ég er á leiðinni í eldhúsið "don't offer to make anyone else a cup Steinunn"... og þá hrökk úr eigin heimi and entered the world of kurteist fólk. Tim var sá eini sem þorði að segja þetta því hann er hvort sem er alltaf dáldið fúll á móti...fyrstu dagana eftir þetta þá vildi enginn te þegar ég bauðst til að laga, vitandi innst inni að mig langaði ekki að laga handa þeim te. Þetta er orðið betra núna og fólk er farið að treysta mér fyrir þessu og viðurkennir að ég hafi séð að mér...
Ég er samt ennþá ekki komin uppá lagið með "hvernig hefur þú það"....og ég nenni því varla...fimmtán manns á hverjum einasta degi og öllum er hvort sem er sama... tímasóun...
Og hvað er málið með að fara eins og köttur í kringum heitan grautinn? Það vantar allt sem heitir hreinskilni, að tala tungutæpilaust, eyða ekki orðum, hitta beint í mark og svo framvegis... því allir eru að passa svo vel uppá að vera ekki leiðinlegir við aðra...tímasóun númer tvö...
En þetta lið gerir samt ágætt te:)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home