Fritz und die Fledermäuse

...blogged wie der Wind...

19.5.05

Síðasta kvöldið í London

Ef ég væri með sjónvarp, þá væri ég að horfa á undankeppni Eurovision núna. En ég er ekki með sjónvarp og ég er að fara að flytja út á morgun. Ég á að vera að þrífa. Ég var að þrífa og tók þessu aðeins of alvarlega og nú er allt í klessu. Ískápsskúffur í vaskinum og hreingerningargræjur uppá öllum tveimur borðunum. Ætla ekki að vera lásí leigjandinn sem rétt strýkur af gólfunum. Fyrir neðan mína virðingu. Neinei, ég er ÜberSteinunn, ég geri ekkert með hálfri hendi. Geri þetta bara með einni hendi því að hvítvínsglasið þarf að vera í hinni svo að ég geti actually gabbað sjálfa mig í að halda að það að þrífa sé partý.

Fékk kveðjupartý í gær, það var nú meira stuðið:) Fékk svaka sætt kort sem allir höfðu skrifað undir, hamingjuóskir og fyrirfram saknaðarkveðjur og allt. Hafði keypt mér RISA-stóra ferðatösku um daginn eftir að hafa prufupakkað (nörd) og komist að því að ég átti of mikið af dóti! Þannig að það var sjón að sjá mig í túbunni um kvöldið pínu létt að drattast með heilt fjall af tösku að vera.

Úff úff ég hlakka svo til að setjast upí vélina á morgun og kveðja þessa tedrykkjumenningu, hitta mömmu og pabba og arnar og familíuna og henda mér svo uppí næstu vél til Bandaríkjanna, þar sem ég veit ekkert hvað næsta ár ber í skauti sér. Kannski verður gaman, kannski verður leiðinlegt, kannski kem ég heim með hamborgararass, kannski giftist ég kana og eignast amrísk börn ... eða eitthvað! Hvað sem verður að þá eru allir einstaklega velkomnir að heimsækja mig og fá gistingu eigi þeir/þær leið um Boston. Það er nú eitt sem ég á eftir að sakna frá London, allur gestagangurinn.

Allavegana.... íbúðin þrífur sig ekki sjálf...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home