Fritz und die Fledermäuse

...blogged wie der Wind...

14.5.05

Arnar í heimsókn

Frekar leiðinlegtveður í dag, stefnir allt í rigningu. Samkvæmt veðurspánni þá á þetta að vera svona þangað til að ég fer. Ég kýs að líta á það sem svo að guðirnir séu að gráta mig út úr Bretlandi. Skal veðja að þeir taki á móti mér með sól og lúðrablástri í Bandaríkjunum;)

Arnar er kominn í heimsókn í 3 daga verðskuldað frí. Hann fór að mínum óskum og tók bara með sér eitt outfit til skiptanna svo að ég þyrfti ekki að borga formúgu fyrir að senda kassa heim. Svo treð ég töskuna hans stútfulla og mæti svo sjálf heim á föstudaginn með litlu flugfreyjutöskuna í eftirdragi. Algjör prinsessa. Djók, ég er búin að kaupa nóg hérna úti til að fylla töskuna hans og mína og fleiri til.

Fórum í gær niðrí Canary Wharf, sem er eins og litlu Bandaríkin í London. Ekkert nema massív háhýsi, risa kringla og áin Thames. Yndislegur staður, því þetta er svo nýtt að það er eiginlega engin umferð eða hávaði. Svo liggur CW við Thames, þannig að maður getur setið við vatnið í sólinni, eða farið á bátaveitingastaði og fleira og fleira. Við röltum um svæðið, fengum okkur að borða og drifum okkur í bíó á "The interpreter"... sem byrjaði vel, en leystist svo upp í væmna klisju. Hakan á Sean Penn titraði og hann grét og allt saman. Myndin var bara svo ferlega ótrúverðug. Hún hefði verið trúverðugri ef Nicole Kidman hefði verið svört, Sean Penn hefði misst konuna sína 6 mánuðum áður en ekki 2 vikum áður, þau hefðu ekki hegðað sér eins og þau væru ástfangin eftir 2 daga kynni og ef Nicole hefði sem túlkur sameinuðu þjóðann ekki verið með clearance inní öruggasta öryggisherbergi í byggingunni. Því ef hún var með það, þá voru allir hinir 200 túlkarnir með það líka... og þá er þetta ekki beint öruggasta öryggisherbergið...hahmha. Nú ætla ég að vona að ég hafi ekki skemmt myndina fyrir einhverjum, en ef svo er, þakkiði mér þá fyrir og fariði frekar á "Hitch Hiker's Guide to the Galaxy"...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home