Fritz und die Fledermäuse

...blogged wie der Wind...

11.5.05

Ég veit varla hvar ég á að byrja, það er svo mikið af fréttum! Um síðustu helgi fór ég til Belfast til að hitta Kötu frænku. Eyþór bróðir kom kvöldinu áður til að millilenda á leið sinni til Austurríkis. Eftir að hafa farið með hann út að borða og drukkið tvö hvítvínsglös fattaði ég að ég myndi ná 3 tímum í svefn áður en ég þyrfti að leggja af stað í langreysu. Ég lagði af stað 4 að morgni þegar verið var að telja síðustu atkvæðin í kosningunum og samgladdist með bísltjóranum yfir nýja gaurnum í mínu hverfi þótt ég hafi ekki vitað fyrr en 2 dögum áður að það væru kosningar í aðsigi(kosturinn við að hafa ekki sjónvarp) og vissi ekki rass útá hvað hann gekk, en hann kunni að koma fyrir sig orði!

Ég kom á Gatwick klukkan fimm um morgun og hneykslaðist yfir ellilífeyrisþegum í vískísmökkun á þessum ókristilega tíma, sofnaði í flugvélinni og reddaði mér með naumindum á bus centralið í Belfast þar sem ég skildi ekki írskuna. Steinsofnaði í íbúðinni hennar Kötu á meðan hún fór að kenna. Tölti niðrí bæ eftir að ég vaknaði og varð furðulostin yfir öllum Sin Féin kosningaspjöldunum og Sin Féin solicitors og über bresku kosningaspjöldunum og írskum og breskum fánum sem blöktu á víxl milli hverfa. Ég verð að viðurkenna að ég taldi að þessi skitping væri ekki jafn drastísk á okkar dögum og hún var fyrir 10 árum síðan. Sadly mistaken.

Á laugardagsmorgninum var ég svo vakin af mömmu sem tilkynnti að hún væri bissí við að verða amma. Hildur var komin með hríðir...og við tók meira en hálfs sólarhrings fæðing sem fyrir mér og Kötu virkaði eins og afkaplega löng Eurovision keppni með öllu tilheyrandi. Halldór Kári Þórhallsson kom síðan í heiminn um 2 leitið að dönskum tíma. Ku hann vera íþróttalega vaxinn og vöðvastæltur líkt og faðir hans;) og rólyndur líkt og móðirin. Afinn ljómaði auðvitað eins og jólatré við að fá nafna:) Ég fékk svo sendar myndir í dag af þessum nýja fjölskylduskartgrip og verð að segja að hakan og augabrúnirnar eru alveg í föðurlegginn:)

Annars er það af mér að frétta að ég er að fara að flytja til Bandaríkjanna í næstu viku. Til Boston Massachusets að vinna á USA skrifstofu fyrirtækisins næsta árið. Þetta er búið að vera í burðarliðnum í nokkrar vikur og er loksins komið á hreint. Er ferlega spennt yfir þessu öllu saman en svitna eins og svín núna við að klára allt sem ég þarf að klára hér. Eins og það var erfitt að stofna reikninga hérna að þá er jafn erfitt að loka þeim aftur:) Ég flýg heim til Íslands föstudaginn 20 maí, næ einum dag með familíunni og flýg svo á sunnudeginum út til Boston, þannig að það er enginn tími til að dúlla sér með vinum og kunningjum. Hinsvegar kem ég heim í sumarfrí í Ágúst og ætla mér þá að ná quality tíma með öllum heima, synda laugardalslaugina þvera og endilanga og borða pulsur, þorsk og roast beef samlokur á hverjum degi:)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home