eitt update til
Þá er komið að mánaðarlegu bloggi mínu:) Hef heyrt að ég sé lélegur bloggari. Ég neita því ekki. Ég sökka:) En hei, batnandi mönnum er best að lifa. Verst að þegar maður bloggar ekki í langan tíma að þá kemur ein stór update færsla á eftir annarri og þegar henni er lokið strýkur maður svitann af enninu yfir að rifja upp alla atburði síðastliðins mánaðar og finnst maður hafa yfirbloggað sig og aðra. Þannig að hér verður stiklað á stóru.
Anna og Ingunn komu í heimsókn... slæptumst, borðuðum og versluðum og fórum saman á sunnudeginum á Emilíönu Torrini í Bushhall-Shepherd's Bush. Ég æpti yfir mig af ánægju þegar upphitunargaurinn kynnti sig og sagðist heita Mugison!!!! Ég var alveg hreint frá mér af kæti og raulaði með. Hann var stórfyndinn og sagi kúka- og guinnesstónlistartúrasögur milli þess sem hann framkvæmdi snilld sína. Emilíana var alveg jafn fyndin, svaka kjút að vanda og söng eins og engill. Eftirá fórum við svo baksviðs því Ingunn og E. eru gamlar vinkonur og þar fór Mugison að spjalla og ég auðvitað tjáði honum að þetta hefði verið pjúra snilld og þá sagði hann að hann hefði verið með mér í MH. Alveg fór það framhjá mér! Þar með lauk samræðunum:)
Á mánudeginum fóru Ingunn og Anna til E. í Brighton og ég fór pínu ponsu oggulítið lítið út sofin að leita að hóteli á Tottenhamcourt Rd. til að ná í Madda og Ramesh úr vinnunni minni. Tottenhamcourt Rd. er lengri en ég hélt. Maddi var svo í tvær vikur í London og heimtaði pöbba og hamborgara á hverju kvöldi og ég með glöðu geði varð við óskum hans. Mikið rosalega var gott að fá manninn í heimsókn og hafa til halds og trausts. Alveg það sem ég saknaði frá vinnunni heima. Einhvern til að segja leim brandara sem bretar hafa ekki húmor fyrir milli tarna. Seinni vikuna kom svo annar fugl frá Íslandi að vinna með okkur, en það var ofurakureyringurinn Friðrik. Hann var jafn hrifinn af bjór og hamborgurum á the square pig eins og Maddi. Þeir fóru svo á föstudaginn og ég fór beinustu leið heim í bólið.
Ráfaði svo um á Oxford Street í gær og verslaði mér fyrir næsta mánaðarkaup, sumarföt, því ég sem Íslendingur hef ekki haft mikil not fyrir slíkt hingað til. En nú er maður farin að svitna í svörtu bolunum þannig að þetta var allt saman mjög nauðsynlegt:) Fór svo með Bryndísi í dag í Camden Town og við slepptum okkur í glingurkaupum. Ég fékk svo vægt sjokk þegar hún sagði mér að hún færi heim eftir níu daga. Hef haldið því fram statt og stöðugt síðustu tvær vikur að hún fari heim eftir þrjár vikur og gleymt að draga frá. Púff púff, þá verður maður bara helt alene í stórborginni, búhú!
En framundan er þó nóg að gerast. Vigdís er á leiðinni til London og ætlum við á Kings Road rölt næsta laugardag. Svo er planið að kíkja eina helgi á Kötu í Belfast í næsta mánuði. Eyþór litli kemur svo og gistir hjá mér eina nótt á leiðinni til Austurríkis og hugsanlega mun Arnar sjá sér fært að kíkja eina helgi. Ofan á þetta gæti verið að vinnufélagarnir kíki í aðra heimsókn:)
Og .... og og og og... ekki má gleyma því allra allra mikilvægasta, sem er að Þórhalls og Hildarafkvæmi er due á þriðjudaginn næsta... allir munu öðlast spánýja titla í kjölfar fyrsta afkvæmissins í þessari fjölskyldugrein:) Ég verð loksins tante/aunt/föðursystir... Þórhallur er farin að verða stressaður með að þetta gæti dregist og "sett heimsóknarplan og vinnuplan úr skorðum"... sem er annað orð yfir að vera überspenntur yfir því að verða pabbi og geta ekki beðið:) Ég hló mikið. Verst að ég mun ekki sjá barnið fyrr en við skírnina í júlí... sona eretta að allir þurfi að vera flakkandi um í úglöndum.
púst púst... Best að fara í bólið. Planið er að vakna sex og drífa sig í ræktina fyrir vinnu og vinna af sér bjór og hamborgara síðustu tveggja vikna:) Wish me luck!
Anna og Ingunn komu í heimsókn... slæptumst, borðuðum og versluðum og fórum saman á sunnudeginum á Emilíönu Torrini í Bushhall-Shepherd's Bush. Ég æpti yfir mig af ánægju þegar upphitunargaurinn kynnti sig og sagðist heita Mugison!!!! Ég var alveg hreint frá mér af kæti og raulaði með. Hann var stórfyndinn og sagi kúka- og guinnesstónlistartúrasögur milli þess sem hann framkvæmdi snilld sína. Emilíana var alveg jafn fyndin, svaka kjút að vanda og söng eins og engill. Eftirá fórum við svo baksviðs því Ingunn og E. eru gamlar vinkonur og þar fór Mugison að spjalla og ég auðvitað tjáði honum að þetta hefði verið pjúra snilld og þá sagði hann að hann hefði verið með mér í MH. Alveg fór það framhjá mér! Þar með lauk samræðunum:)
Á mánudeginum fóru Ingunn og Anna til E. í Brighton og ég fór pínu ponsu oggulítið lítið út sofin að leita að hóteli á Tottenhamcourt Rd. til að ná í Madda og Ramesh úr vinnunni minni. Tottenhamcourt Rd. er lengri en ég hélt. Maddi var svo í tvær vikur í London og heimtaði pöbba og hamborgara á hverju kvöldi og ég með glöðu geði varð við óskum hans. Mikið rosalega var gott að fá manninn í heimsókn og hafa til halds og trausts. Alveg það sem ég saknaði frá vinnunni heima. Einhvern til að segja leim brandara sem bretar hafa ekki húmor fyrir milli tarna. Seinni vikuna kom svo annar fugl frá Íslandi að vinna með okkur, en það var ofurakureyringurinn Friðrik. Hann var jafn hrifinn af bjór og hamborgurum á the square pig eins og Maddi. Þeir fóru svo á föstudaginn og ég fór beinustu leið heim í bólið.
Ráfaði svo um á Oxford Street í gær og verslaði mér fyrir næsta mánaðarkaup, sumarföt, því ég sem Íslendingur hef ekki haft mikil not fyrir slíkt hingað til. En nú er maður farin að svitna í svörtu bolunum þannig að þetta var allt saman mjög nauðsynlegt:) Fór svo með Bryndísi í dag í Camden Town og við slepptum okkur í glingurkaupum. Ég fékk svo vægt sjokk þegar hún sagði mér að hún færi heim eftir níu daga. Hef haldið því fram statt og stöðugt síðustu tvær vikur að hún fari heim eftir þrjár vikur og gleymt að draga frá. Púff púff, þá verður maður bara helt alene í stórborginni, búhú!
En framundan er þó nóg að gerast. Vigdís er á leiðinni til London og ætlum við á Kings Road rölt næsta laugardag. Svo er planið að kíkja eina helgi á Kötu í Belfast í næsta mánuði. Eyþór litli kemur svo og gistir hjá mér eina nótt á leiðinni til Austurríkis og hugsanlega mun Arnar sjá sér fært að kíkja eina helgi. Ofan á þetta gæti verið að vinnufélagarnir kíki í aðra heimsókn:)
Og .... og og og og... ekki má gleyma því allra allra mikilvægasta, sem er að Þórhalls og Hildarafkvæmi er due á þriðjudaginn næsta... allir munu öðlast spánýja titla í kjölfar fyrsta afkvæmissins í þessari fjölskyldugrein:) Ég verð loksins tante/aunt/föðursystir... Þórhallur er farin að verða stressaður með að þetta gæti dregist og "sett heimsóknarplan og vinnuplan úr skorðum"... sem er annað orð yfir að vera überspenntur yfir því að verða pabbi og geta ekki beðið:) Ég hló mikið. Verst að ég mun ekki sjá barnið fyrr en við skírnina í júlí... sona eretta að allir þurfi að vera flakkandi um í úglöndum.
púst púst... Best að fara í bólið. Planið er að vakna sex og drífa sig í ræktina fyrir vinnu og vinna af sér bjór og hamborgara síðustu tveggja vikna:) Wish me luck!
0 Comments:
Post a Comment
<< Home