Fritz und die Fledermäuse

...blogged wie der Wind...

27.6.05

RoadTrip II

mmmm.... helgar eins og þessar! Það var strönd, og það var sól, það var steikjandi hiti og við sleiktum sólina á Cape Cod. Sumir vildu vera karlmenn og neituðu sólavörn, létu þar af leiðandi sólina sleikja sig aðeins of mikið. Jamm, bílstjórinn okkar Miriam breyttist úr því að vera síðhærður miðaldra maður í að vera humar. Rauður sem humar. En humar er einmitt eitt af því sem Cape Cod er frægt fyrir!

Cape Cod er einnig frægt fyrir strandbæinn Provincetown, sem var gististaður okkar um nóttina. Bærinn á sér stóra og mikla sögu og er markverðast að þetta er fyrsti landnámsstaður pílagrímanna frá evrópu í hinum svokallaða "nýja" heimi. Núna er Provincetown þó helst þekktur fyrir að vera by far mest gay staður Massachussets og alveg örugglega samkynhneigðasti staður BNA. Hvert sumar flykkjast þangað samkynhneigðir alls staðar að úr heiminum og vorum við í æpandi minnihluta í bænum. Maður þurfti ekkert að velta því fyrir sér hvort einn eða neinn væri metró... meira hver væri karl og hver væri kona (ekki bara útaf öllu draginu heldur líka trukkalessunum) og hverjir í öllum þessum fjölda væru hugsanlega straight. Við litum ekkert sérstaklega straight út sjálf. Ég og Miriam deilandi rúmi í Randall's house sem flaggaði öllum regnbogafánunum og humarinn okkar íklæddur hvítum buxum og skærbleikum bol. Þetta var magnaður staður með frábæra sjávarréttarstaði, unaðsstrendur, yndislegt fólk og skemmtilega örðuvísi búðarnöfn eins og "spank the monkey" (art gallery, who would have thunk it!) og Burger Queen. Við ætlum þangað aftur, alveg bókað.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home