Fritz und die Fledermäuse

...blogged wie der Wind...

19.6.05

Gay Haiku

Ég held ég sé búin að finna sófann minn og rúmumgjörðina. En ef svo er að þá verður litla stúdíóið mitt afskaplega fjólublátt... ef ég kem þessum blessaða sófa fyrir...hmmm. Fyrir utan rúmið er ég komin með einn stól sem ég skemmti mér í heilan klukkutíma að setja saman og skrúfann svo allan í sundur og setjann aftur saman... mitt annað húsgagn...(unaðsstuna)

Helgin hefur farið í framtíðarplön, markmiðasetningar og húsgagnaleit. Ég er komin með markmiðin, er að vinna í framtíðarplaninu og er búin að finna húsgögnin, og búin að panta mér kapal og internettengingu. Neitaði 250 stöðva gagnvirka TV-inu þar sem ég gat tekið upp þætti hægri vinstri, spólað fram og tilbaka og basically gerst heiladauð amerísk kartafla... fór svo og skoðaði gym nr 2(tengist markmiði 1) og gerðist Barnes&Noble félagi, keypti mér orðabók og smásögur á spænksu (markmið nr. 5 á listanum) og ... ogogog það besta .... bókina "Gay Haiku" eftir Joel Defner, sem í kjölfar erfiðs skilnaðar við kærasta sinn ákvað að tjá tilfinningar sínar með Haiku forminu. Ég læt hér nokkrar uppáhalds fylgja:

You were perfection.
Then you misspelled "embarrassed."
Don't call me again.

See the eight-year-old
Knitting mittens on the bus.
Does his mother know?

I'm not judgemental.
It's just that I have standards
You will never meet.

Þessi síðasta minnir mig svo innilega á einhverja ónefnda vini mína.... hmmm... hmmmm.... :)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home