Fritz und die Fledermäuse

...blogged wie der Wind...

15.6.05

Brrr....

Og allt í einu varð bara kalt! Eða ekki alveg kalt á íslenskan mælikvarða, meira svona mildur íslenskur sumardagur. Nema hvað.... komumst við ekki að því að það er slökkt á hitanum í byggingunni á sumrin. Þannig að núna sitjum við öll uppdúðuð og skjálfum inná skrifstofu...og já það er heitara úti en inni....og þess vegna er ég að blogga vegna þess að heilinn á mér er svo frosin að ég get ekki unnið...

Brrr.... ég verð að fara að kaupa mér húsgögn í stúdíóið.... þetta er aðeins of minimalískt eitthvað.... og það er ennþá málningarlykt inní íbúðinni og ég er ekki einu sinni búin að hengja upp sturtuhengið...

Þetta er mjög svo örugglega stúdentagata sem ég bý í... ekkert nema ungt fólk út um allt....ogogog alternativ staðir. Eins og súpermarkaðurinn í mínu hverfi "Wholefoods" sem býður uppá endalausar tegundir af nýrnabaunum og gulrótarsafa. Fann Yogi-tein mín þar og alls konar umhverfisvæna uppþvottalegi og miso súpuduft. Keypti mér jarðaber og kirsuber og te...Ég held ég muni ekkert elda hérna....spurning um að kaupa sér blender og prófa alla grænmetismixtúrurnar hennar Dr. Gilligan. Þá get ég hafa sagst drukkið gúrku....

Það var sölufundur hérna á mánudag og þriðjudag.... og í tilefni af því fórum við öll sömul á hafnaboltaleik...minn fyrsta:) Mér leið eins og ég sæti í bíómynd, náði ekki reglunum alveg og mistókst að finna dansandi lukkudýrið.... þetta var þrælgaman ...

En jæja já... ég er ekki ennþá komin með heimasíma...og býst ekki við að ég fái mér einn slíkan... þannig að, ef einvhern langar að spjalla að þá er ég steinunnmaria á skype og er með gemsann 001-703 624 6784. Auk þess vil ég taka það fram að Bandaríkin og Bretland eru á nákvæmlega sama mínútugjaldi hjá símanum... þannig að þó að ég sé lengra í burtu að þá er ekki erfiðara eða dýrara að ná í mig (veit að það hljómar lógískt þó)...nema útaf tímamun of course

0 Comments:

Post a Comment

<< Home