Ógnir sumarsins
Það er sama hvað mogginn segir daginn í dag vera "besta dag sumarsins", eða lýsir því yfir að "ungir sem aldnir fækki fötum í nauthólsvík" eða klassísku lygina "Besta veðrið er á Akureyri". Það er alltaf betra veður hér! Það er ekki hægt að keppa við "33 gráður og 80% raki", og lúseralegt að reyna það.
Hér áður fyrr var ég blind og vissi ekki hvað almennilegur sumarhiti var. Nú, þegar ég svitna milli rasskinnanna á stuttu labbi mínu í vinnuna skil ég það. Þrátt fyrir að hitinn leiði mig inní áður hulinn heim kálfabuxna, tank-toppa og þar af leiðandi strapless brjóstarhaldara að ég talni nú ekki um þá nýju merkingu sem g-strengir hafa fengið í huga mínum að þá verður að taka það fram að þetta er ekki allt dans á rósum. Það er um 10 gráðu hitasveifla milli innanhúss og utanhúss hita, það er því mikil list að klæða sig svo báðum hitastigum sæmi. Svart dregur í sig hita og hvítt er fætt til að skitna út á hálfum degi. Hundaskítur á götum úti er mun hættulegri opnum skóm en lokuðum. Maður þarf að velja toppa eftir þeirri brúnkulínu sem maður sættir sig við. Heitir drykkir eru útilokaðir og hefur kaffilatte-inu verið sagt upp. Karlmenn hrópa á eftir fáklæddum konum...ekki bara fallegir karlmenn. Svitalyktaeyðir endist ekki alltaf í auglýsta 24 tíma. Matur myglar mjööög hratt á eldhúsborðinu. Áður óséð (af mér) skordýr rölta niður götuna (því þau eru stór og ljót og löt) og hræða úr sumum líftóruna, sérstaklega þegar sumir er í opnum skóm.
Þannig að þó að það sé alltaf betra veður hjá mér og ég sprangi um fáklædd í ameríkunni, þá er hér mun fleira sem ber að varast og taka tillit til. Því skal ekki öfunda mig eða hugsa illa til mín vegna þessa heldur senda mér góða strauma þar sem ég berst við áður óreyndar aðstæður og ógnir. Takk fyrir.
Hér áður fyrr var ég blind og vissi ekki hvað almennilegur sumarhiti var. Nú, þegar ég svitna milli rasskinnanna á stuttu labbi mínu í vinnuna skil ég það. Þrátt fyrir að hitinn leiði mig inní áður hulinn heim kálfabuxna, tank-toppa og þar af leiðandi strapless brjóstarhaldara að ég talni nú ekki um þá nýju merkingu sem g-strengir hafa fengið í huga mínum að þá verður að taka það fram að þetta er ekki allt dans á rósum. Það er um 10 gráðu hitasveifla milli innanhúss og utanhúss hita, það er því mikil list að klæða sig svo báðum hitastigum sæmi. Svart dregur í sig hita og hvítt er fætt til að skitna út á hálfum degi. Hundaskítur á götum úti er mun hættulegri opnum skóm en lokuðum. Maður þarf að velja toppa eftir þeirri brúnkulínu sem maður sættir sig við. Heitir drykkir eru útilokaðir og hefur kaffilatte-inu verið sagt upp. Karlmenn hrópa á eftir fáklæddum konum...ekki bara fallegir karlmenn. Svitalyktaeyðir endist ekki alltaf í auglýsta 24 tíma. Matur myglar mjööög hratt á eldhúsborðinu. Áður óséð (af mér) skordýr rölta niður götuna (því þau eru stór og ljót og löt) og hræða úr sumum líftóruna, sérstaklega þegar sumir er í opnum skóm.
Þannig að þó að það sé alltaf betra veður hjá mér og ég sprangi um fáklædd í ameríkunni, þá er hér mun fleira sem ber að varast og taka tillit til. Því skal ekki öfunda mig eða hugsa illa til mín vegna þessa heldur senda mér góða strauma þar sem ég berst við áður óreyndar aðstæður og ógnir. Takk fyrir.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home