Fritz und die Fledermäuse

...blogged wie der Wind...

23.7.05

Blindur maður á tröppunum

Kem ég heim í gær og ákveð að fá mér rettu á tröppunum fyrir svefninn. Situr á hinum endanum sætur strákur. Ég er ekki fyrr sest niður en hann startar samræðum, með spurningunni: "Hvað heitirðu?"...sem samræðuljón eins og ég sjálf vita að er ekki besta leiðin til að kynnast fólki, nema að þú sért sex ára á róló. Betri leið er einfaldlega að leiða samræðurnar að veðrinu og svo í beinu framhaldi, hvað þú hafir verið að gera í þessu veðri í dag(take notes!). Svo að ég svara, vitandi að hann á aldrei eftir að geta borið nafnið fram eða munað það. Nema hvað, kemur næsta spurning: "Býrðu hérna" sem ég svara játandi. Þar strax á eftir kemur: "Hvað ertu gömul"... og ég tek eftir slikjunni á augunum á honum. Hugsa að hann sé annað hvort virkilega freðin að fá hvítuna eða skitsó á geðlyfjum. Hugsa einnig að ef hann spyr næst um íbúðarnúmerið mitt og hvort ég búi ein að þá sé mín besta vörn að hlaupa æpandi fyrir næsta bíl. Er alveg að fara að dömpa rettunni og tilkynna dyraverðinum að það sé sykkópat á tröppunum þegar hann segir "ég sé þig ekki svo vel, þú fyrirgefur, ég er hálfblindur".... sem ég svara svo virkilega inappropriately "ahh...ok, það útskýrir margt". Gefið að skilja hrekkur maðurinn í baklás og ég redda mér naumlega með útskýringunni að hann hefði ekki spurt mig um aldur ef hann hefði séð mig almennilega. Eftir það áttum ég og Billy góðar samræður um heima og geima og næst þegar að ég sé hann en hann ekki mig, á ég að kalla "Hey Billy, tall blond and icelandic female walking your way..." :)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home