Thanks Giving
Þá er þórhallur kominn og farin í fríðu föruneyti þriggja samstarfskvenna. Þriggja mjög skandínavískra og þögulla kvenna. Það tók þær 4 kvöld af mat og drykk til að halda uppi fullum samræðum... en nú er ég að vera nastý... þær voru yndislegar og ég fékk bara að tala meira í staðin. Einnig hitti ég færaska yfirmanninn sem getur borðað hvern sem er undir borðið.
Við fórum í 2 Sushi veislur, borðuðum ítalskt í Northend, tókum Miriam með og enduðum svo í tapas á Tapeo á Newbury. Þórhallur varð ástfanginn af heilsudýnunni minni og tók aktívt demontration til að sanna að hægt væri að geta börn í Tempur rúmi. Ég leit undan en apparently þá sökkva hnén aðeins lengra niður. Á fimmtudeginum var næstum því allt lokað í bænum vegna Thanks Giving og fórum við í langan langan göngutúr til Cambridge í skítakulda að skoða MIT og Harvard.
Eftir það hélt Þórhallur heim á leið, búinn að vera spenntur allan daginn yfir að fá að prófa löglegt svefnlyf í fluginu og ég hélt yfir í til Miriam þar sem við íslendingarnir og Graham vinur Miriam fögnuðum Thanks Givin, Kalkúnn, trönuberjasósa, gravy og allt. Strákarnir sátu svo og horfðu á amerískan fótbolta á meðan við stelpurnar vesenuðumst í eldhúsinu. Heppnaðist allt einstaklega vel!
Föstudagurinn var annar í Thanks Giving og ég fór með Rebekku í leftovers hjá Ernu og Hjalta í Cambrigde. Við tókum sama göngutúrinn og deginum áður, í sama skítakuldanum. Kíktum svo aðeins út á lífið umkringd Harvardstrákum og MIT stelpum.
Á laugardeginum fór ég svo til Providence... já Providence, þaðan sem melankólíska, krullhærða læknakonan kemur. Þar fékk ég mér göt í eyrun. Jújú.... þá er ég komin með neglurnar og pradatöskuna og eyrun... sílíkonbrjóstin nálgast óðfluga!
Á sunnudeginum tókst mér svo að gera næstum því ekkert annað en að lesa og hugsa og slappa af.... ég er ennþá þreytt eftir allt þetta frí!
Við fórum í 2 Sushi veislur, borðuðum ítalskt í Northend, tókum Miriam með og enduðum svo í tapas á Tapeo á Newbury. Þórhallur varð ástfanginn af heilsudýnunni minni og tók aktívt demontration til að sanna að hægt væri að geta börn í Tempur rúmi. Ég leit undan en apparently þá sökkva hnén aðeins lengra niður. Á fimmtudeginum var næstum því allt lokað í bænum vegna Thanks Giving og fórum við í langan langan göngutúr til Cambridge í skítakulda að skoða MIT og Harvard.
Eftir það hélt Þórhallur heim á leið, búinn að vera spenntur allan daginn yfir að fá að prófa löglegt svefnlyf í fluginu og ég hélt yfir í til Miriam þar sem við íslendingarnir og Graham vinur Miriam fögnuðum Thanks Givin, Kalkúnn, trönuberjasósa, gravy og allt. Strákarnir sátu svo og horfðu á amerískan fótbolta á meðan við stelpurnar vesenuðumst í eldhúsinu. Heppnaðist allt einstaklega vel!
Föstudagurinn var annar í Thanks Giving og ég fór með Rebekku í leftovers hjá Ernu og Hjalta í Cambrigde. Við tókum sama göngutúrinn og deginum áður, í sama skítakuldanum. Kíktum svo aðeins út á lífið umkringd Harvardstrákum og MIT stelpum.
Á laugardeginum fór ég svo til Providence... já Providence, þaðan sem melankólíska, krullhærða læknakonan kemur. Þar fékk ég mér göt í eyrun. Jújú.... þá er ég komin með neglurnar og pradatöskuna og eyrun... sílíkonbrjóstin nálgast óðfluga!
Á sunnudeginum tókst mér svo að gera næstum því ekkert annað en að lesa og hugsa og slappa af.... ég er ennþá þreytt eftir allt þetta frí!
0 Comments:
Post a Comment
<< Home