Fritz und die Fledermäuse

...blogged wie der Wind...

17.1.06

E!

Ég var að átta mig á því í gymminu áðan þar sem ég horfði á fræga fólkið á rauða teppinu tala um hvaðan fötin þeirra kæmu, hver nýjasta myndin þeirra væri og hvaða leikstjórarnir og producerarnir hefðu breytt lífi sínu að ég veit meira um hvaða fræga fólkið í Hollywood er að gera en hvað er að gerast í alheimsmálunum!

Ég veit að Will og Grace eru á loka sísoninu sínu, Steven Spielberg er svooo gefandi karakter að vinna með að allir sem það gera fyllast auðmýkt í garð meistarans, Lindsey Lohan er að jafna sig eftir anorexíu og áttaði sig ekki á hve hætt hún var komin, Paris Hilton er að stofna næturklúbbakeðju og Mariah Carey er alltaf sluttí við öll tækifæri. Döh... ég er alveg á hraðri leið til helvítis og heilastopps!

Ég veit að ég get horft á Espn en ekki E! heima hjá mér... en alls staðar annarsstaðar bombarderar þetta mig og er orðið að eðlilegum veruleika. Þetta er auðvitað ástæðan fyrir því að mér finnst ég ekki getað talað um heimsmál við neinn. Það fylgist enginn með þeim, og ekki ég heldur. Skilnaður Jessicu Simpson við Nick og vandræðin í sambandi Britney Spears og Federlines geta hins vegar allir kommentað á!

Ég hefði betur gert eins og í London og verið sjónvarpslaus í 6 mánuði.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home