Fritz und die Fledermäuse

...blogged wie der Wind...

29.1.06

Chicago

Þá er klukkutími í að ég leggi af stað í ferðalag. Förinni er heitið til Chicago á námskeið í Microstrategy, sem er svona datamining tól eitthvað, notað til að veiða upplýsingar uppúr gagnagrunnum til að nýta í skýrslur um hver sé að nota vörurnar okkar, hvenær, hvar og hvernig, sem við svo aftur notum til að markaðssetja vörurnar okkar á smartari hátt.

Ég er ekki alveg í gírnum fyrir ferðatösku hringl og 2 klukkutíma flug og svoleiðis. Svo er þetta ekki alveg eins spennandi og það hljómar. Námskeiðið byrjar á mánudegi, 9-5, og endar með prófi á föstudegi. Vei. Ofan á það eru höfuðstöðvarnar í Chicago á flugvallarsvæðinu sem og hótelið mitt. Þannig að ég býst ekki við að sjá mikið af þessari merkilegu borg. Gleymum því svo ekki að það er víst skítakuldi í Chicago. Vei.

En hei, þetta er þá allavegana frí frá daglegu vinnuamstri sem hefur ágerst síðustu vikurnar. Hótelherbergið mitt er stærri en stúdíóíbúðin mín og fylgir Nintendo tölva með. Þetta verður ágætis tilbreyting.

Í gær fór ég svo út á lífið með Díönu markaðsstjóra og vinum hennar. Tilgangurinn var held ég að reyna að koma mér saman með einhverjum af vinum hennar... hún er nota bene 38 ára svo að þetta var dáldið þroskaður hópur.

Þarna var amerískur olíbraskari í Kazakstan, nágranni hennar sem gerir eitthvað merkilegt og á mjög flott húsgögn, reið lesbía sem instantly líkaði illa við mig og átti það til að ganga burt þegar ég yrti á hana og svo 45 ára ferðalangur sem reglulega tekur sig til, selur aleiguna og siglir hringinn í kringum hnöttinn á seglbát eða klífur fjallstinda í Suður Ameríka.

Ég veit ekki hver þeirra var skotmarkið fyrir kvöldið, en ferðalangurinn ferðaðist á eftir mér hvert sem ég fór. Það var pínu óþægilegt, hann leit út eins og gamli forstjórinn Peter Larsen á E, gat aldrei staðið kjurr og talaði við mig um að hann langaði að fara planta rótum. Olíubraskarinn var öllu viðkunnalegri. Fór samt pínulítið í taugarnar á mér hvað hann sló mikið um sig. Það voru fyrirhuguð fasteignakaup í Vermont eða Frakklandi, ´eigum við ekki að skella okkur öll til Króatíu í næsta mánuði´, 'heyrðu..ég segi bara bílstjóranum mínum að koma og keyra okkur milli staða í kvöld', múturnar í olíuviðskiptunum og svo snobb snobb tal um alla veitingastaðina sem maðurinn borðar á. Svoldið svona Alfa lið allt saman. En þetta var gaman.

Leigubílstjórinn minn heim fór svo á trúnó um að hann hefði aldrei getað orðið neitt eins og systkini hans því hann gat ekki lært. Ég sagði honum frá lesblindu og hann sýndi mér hvernig hann skrifar... hann skrifar allt afturábak, þess vegna hefði honum gengið ágætlega að læra arabísku! Ég dæmdi hann með mjög sérstaka námsörðugleika.

En jæja... þá er best að hafa sig af stað...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home