Presidents Day
Í dag er einn af fáum frídögum í Bandaríkjunum. Presidents day. Ég veit ekki nákvæmlega söguna á bakvið hann eða hvað hann gerir, en ætla að spurja á morgun. Ég varð allavega ekki vör við nein hátíðahöld, skrúðgöngur eða breytta sjónvarpsdagskrá. Það eina sem gerðist var að útsölurnar byrjuðu aftur, en það gera þær alltaf á hátíðisdögum. Þannig að ég naut þess að eiga einn extra frídag og fór að versla og í ræktina.
Ég er búin að eignast nýja vinkonu í húsinu. Amber í íbúð 430. Fór með henni til Alyssu í 408 á föstudaginn þar sem við gerðum það sem allar stelpur gera þegar þær eru að drekka hvítvín saman. Dissuðum stráka. Amber hafði sagt upp kærastanum á þriðjudeginum, Valentínusardeginum, sökum minnkandi áhuga og natni hans sem kom að hennar sögn best fram í Valentínusargjöfinni frá honum. Hún fékk bara rós, reykelsi og geisladisk og búmm sambandið sprakk. Eftir að hafa huggað hana hélt ég litla ræðu um þýðingu sambanda í nútímasamfélagi óháð efnishyggju sem hafði þau áhrif að Amber þaut beinustu leið í símann við Ryan og eftir 45 mínútna spjall ákváðu þau að láta á það reyna á ný. Er soddan snillingur þegar ég kemst á skrið:)
Á meðan Amber var í símanum kynntist ég Alyssu aðeins betur. Alyssa er 24 ára rosalega sæt bítnik stelpa sem dreymir um að verða fatahönnuður, kvartar yfir mögrum lífeyri frá foreldrum sínum (svona 100 þús á mánuði !) og reykir soldið mikið hass, sem hún af einhverjum ástæðum fær gefins! Það ætti að skína í gegn að mér þykir hún soldið spillt barn. Nema hvað, fer stelpan að tala... Í fyrsta lagi er hún með heilaæxli sem hún vill ekki láta fjarlægja því það hefur ekki stækkað í eitt ár og ef það verður fjarlægt er mikil hætta á málörðugleikum hjá henni. Í öðru lagi hefur mamma hennar verið geðveik síðan hún var krakki. Englaralheimsins style. Hún er með IBS. Systir hennar fékk Lime-desease. Einhver í náinni fjölskyldu lenti í mögnuðu bílslysi á síðasta ári.... og listinn hélt áfram og áfram og áfram. Ég bað til guðs að Amber færi að koma úr símanum því ég var ekki með það á hreinu hvort ég hefði lent í krónískum lygara og athyglisfíkli eða ekki. Hún er víst athyglisfíkill en allt sem hún sagði var satt.
Annars er lítið að frétta. Hef bara verið dugleg í ræktinni og farið mikið út að borða með vinum og kunningjum.
Ég er búin að eignast nýja vinkonu í húsinu. Amber í íbúð 430. Fór með henni til Alyssu í 408 á föstudaginn þar sem við gerðum það sem allar stelpur gera þegar þær eru að drekka hvítvín saman. Dissuðum stráka. Amber hafði sagt upp kærastanum á þriðjudeginum, Valentínusardeginum, sökum minnkandi áhuga og natni hans sem kom að hennar sögn best fram í Valentínusargjöfinni frá honum. Hún fékk bara rós, reykelsi og geisladisk og búmm sambandið sprakk. Eftir að hafa huggað hana hélt ég litla ræðu um þýðingu sambanda í nútímasamfélagi óháð efnishyggju sem hafði þau áhrif að Amber þaut beinustu leið í símann við Ryan og eftir 45 mínútna spjall ákváðu þau að láta á það reyna á ný. Er soddan snillingur þegar ég kemst á skrið:)
Á meðan Amber var í símanum kynntist ég Alyssu aðeins betur. Alyssa er 24 ára rosalega sæt bítnik stelpa sem dreymir um að verða fatahönnuður, kvartar yfir mögrum lífeyri frá foreldrum sínum (svona 100 þús á mánuði !) og reykir soldið mikið hass, sem hún af einhverjum ástæðum fær gefins! Það ætti að skína í gegn að mér þykir hún soldið spillt barn. Nema hvað, fer stelpan að tala... Í fyrsta lagi er hún með heilaæxli sem hún vill ekki láta fjarlægja því það hefur ekki stækkað í eitt ár og ef það verður fjarlægt er mikil hætta á málörðugleikum hjá henni. Í öðru lagi hefur mamma hennar verið geðveik síðan hún var krakki. Englaralheimsins style. Hún er með IBS. Systir hennar fékk Lime-desease. Einhver í náinni fjölskyldu lenti í mögnuðu bílslysi á síðasta ári.... og listinn hélt áfram og áfram og áfram. Ég bað til guðs að Amber færi að koma úr símanum því ég var ekki með það á hreinu hvort ég hefði lent í krónískum lygara og athyglisfíkli eða ekki. Hún er víst athyglisfíkill en allt sem hún sagði var satt.
Annars er lítið að frétta. Hef bara verið dugleg í ræktinni og farið mikið út að borða með vinum og kunningjum.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home