Roadtrip með M&P
Ég er rennandi blaut! Hefði betur sleppt því að þurrka á mér hárið í ræktinni því á leiðinni heim byrjaði að rigna. Létt í byrjun en stigmagnaðist þangað til hárið á mér var orðið gegnsósa og klesst við kúpuna og lítill lækur hafði myndast sem rann í stríðum straumi frá enni niður á nef þar sem það sprautaðist líkt og lítill foss niðrá hökun og þaðan ofan í hálsmál og alla leið niðrí brjóstarhaldarann.
En það er ekkert jafn kósí og að henda af sér blautum fötum, klæða sig í náttfötin og leggjast uppí þennan yndislega vínrauða sófa minn:)
Í þetta skipti hef ég frá slatta að segja þar sem hversdagslíf mitt í Boston var brotið upp með 8 daga heimsókn foreldranna. Ég tók mér tvo daga frí í vinnunni og við héldum saman í 4 daga roadtrip.
Við byrjuðum á því að taka stefnuna á Niagara Falls, sem er 8 klukkutíma keyrsla frá Boston. Á leiðinni stoppuðum við í háskólabænum Syracuse, kúkapleis sem börnin mín munu aldrei fá að sækja um í. Þaðan keyrðum við svo til Rochester þar sem nóttinni var eytt í slagtogi við hótelmaura. Næsta dag keyrðum við niður að Lake Ontario og fundum sjóarabúð þar sem M&P eyddu alltof miklum pening til að spara pening:) Svo rúntuðum við með fram Lake Ontario í gegnum eplaekrur og fátæka bæi með hrynjandi hlöðum og mjög svo takkí páskaskreytingum. Það virðist vera regla að því fátækari og verr útlítandi sem þorp verður hér í USA, því fleiri kirkjur og jesúauglýsingar á vegunum!
Við komum til Niagara Falls upp úr hádegi og túristuðumst USA megin þangað til við föttuðum að Kanada var staðurinn til að vera á. Svo að við fórum fótgangandi yfir brúna til Kanada og allir fengu stimpil í passann sinn:) Það var ótrúlegur munur að koma til Kanada, allt hreint og fallegt og vel til haft á meðan Bandaríkja hliðin var niðurnídd og trist. Engin afsökun að Kanada er með betra útsýni á fossana.
Eftir fossana héldum við svo af stað til baka og keyrðum niður með einu vatnanna í Five Fingerlakes klasanum þar sem er víst blómstrandi vínhérað. Þar stoppuðum við í Trumansburg, keyptum local vín og settumst inn á veitingastað með live tónlist (tveir local gítaristar/söngvarar) og fengum bestu frönsku lauksúpu ferðarinnar og Ithöcu bjór. Héldum svo áleiðis til Ithöcu í leit að gistingu. Það reyndist erfiðara heldur en við höfðum gert ráð fyrir þar sem það voru háskóladagar í bænum og allt fullt af foreldrum og afkvæmum þeirra að kynna sér skóla.
Við pabbi höfðum djókað með það að við yrðum að finna eitthvert sleazy mótel til að fá alvöru amerískt fútt í ferðina mömmu til mikils ama. Sleazy var nú bara djókur hjá okkur, en þar sem allt var fullt í Ithöcu kom kaldhæðni örlaganna til sögunnar og það eina sem við gátum fengið var reykingarherbergi á Economy Lodge mótelinu... það vantaði lök og rúmin lyktuðu eins og öskubakkar. Það var einn hávær hitakassi í herberginu og á tveimur stöðum var búið að negla spónaplötur á veggina. Sjónvarpið var hins vegar mjög impressive. Við ákváðum að til að ná að sofna í þessu greni skyldum við nota local vínið sem við höfðum keypt sem svefnlyf. Af víninu að dæma á þetta hérað langt eftir þar til það getur kallað sig vínhérað, því sætara rauðvínspiss hef ég sjaldan smakkað:)
Næsta dag þrifum við okkur hátt og lágt til að losna við reykingarstybbuna og keyrðum niðrí bæ. Fundum þar alvöru amerískan diner og fengum okkur alvöru amerískan morgunverð. French toast, sausage, beikon og scrambled eggs og fullt fullt af maple sírópi... á allt saman:) Ég elska amerískan morgunmat!!! Með mettaðan maga fórum við að skoða Cornell háskóla sem er upp í hæðinni á Ithöcu. Það er skóli sem ég myndi pressa á barnið mitt að sækja um í. Gullfallegt svæði.
Svo brunuðum við í einni bunu yfir til Newport á Rhoad Island þar sem við tékkuðum okkar inn á Motel6 og foreldrarnir fengu aftur trú á mótelum. Við ákváðum að rölta niður í bæ og finna okkur einhvern góðan veitingastað en föttuðum á miðri leið að það voru engar gangstéttir og því torvelt að komast niðrí bæ. Í næsta spilavíti hringdum við á leigubíl, sem kom um hæl og skutlaði okkur. Leigubílsstjórinn okkar Eduardo söng og sprellaði og gaf okkur góð túristaráð og númerið sitt svo að við kæmumst örugg aftur heim. Við fórum á mjög góðan stað og borðuðum fylli okkar af franskri lauksúpu, humarbollum og hörpudisk og fengum svo Eduardo til að aka okkur heim á Motel6.
Síðasta daginn okkar notuðum við til að kynnast Newport. Newport er staður með sögu (ekki margir soleiðis hér) en þar byggði ríka fólkið sér glæsihallir sem voru notaðir sem sumarbústaðir í nokkrar vikur/mánuði á ári. Frægasta mansionið í Newport er 'the Breakers' sem Vanderbildt fjölskyldan byggði 1895. Það þýðir ekkert að lýsa glamúrnum en það er ótrúlegt hvað sumir hafa haft það gott:) Við renndum svo inn í Boston um kvöldmatarleiti og lentum í kaosi við að skila bílnum þar sem aðalgötunum hafði verið lokað útaf Boston Maraþon daginn eftir.
Þetta var í alla staði eðal roadtrip og mér sýnist á öllu að gamla settið hafi fengið góða æfingu í Ameríku ef þau einvherntíman ákveða að koma hingað aftur:)
En það er ekkert jafn kósí og að henda af sér blautum fötum, klæða sig í náttfötin og leggjast uppí þennan yndislega vínrauða sófa minn:)
Í þetta skipti hef ég frá slatta að segja þar sem hversdagslíf mitt í Boston var brotið upp með 8 daga heimsókn foreldranna. Ég tók mér tvo daga frí í vinnunni og við héldum saman í 4 daga roadtrip.
Við byrjuðum á því að taka stefnuna á Niagara Falls, sem er 8 klukkutíma keyrsla frá Boston. Á leiðinni stoppuðum við í háskólabænum Syracuse, kúkapleis sem börnin mín munu aldrei fá að sækja um í. Þaðan keyrðum við svo til Rochester þar sem nóttinni var eytt í slagtogi við hótelmaura. Næsta dag keyrðum við niður að Lake Ontario og fundum sjóarabúð þar sem M&P eyddu alltof miklum pening til að spara pening:) Svo rúntuðum við með fram Lake Ontario í gegnum eplaekrur og fátæka bæi með hrynjandi hlöðum og mjög svo takkí páskaskreytingum. Það virðist vera regla að því fátækari og verr útlítandi sem þorp verður hér í USA, því fleiri kirkjur og jesúauglýsingar á vegunum!
Við komum til Niagara Falls upp úr hádegi og túristuðumst USA megin þangað til við föttuðum að Kanada var staðurinn til að vera á. Svo að við fórum fótgangandi yfir brúna til Kanada og allir fengu stimpil í passann sinn:) Það var ótrúlegur munur að koma til Kanada, allt hreint og fallegt og vel til haft á meðan Bandaríkja hliðin var niðurnídd og trist. Engin afsökun að Kanada er með betra útsýni á fossana.
Eftir fossana héldum við svo af stað til baka og keyrðum niður með einu vatnanna í Five Fingerlakes klasanum þar sem er víst blómstrandi vínhérað. Þar stoppuðum við í Trumansburg, keyptum local vín og settumst inn á veitingastað með live tónlist (tveir local gítaristar/söngvarar) og fengum bestu frönsku lauksúpu ferðarinnar og Ithöcu bjór. Héldum svo áleiðis til Ithöcu í leit að gistingu. Það reyndist erfiðara heldur en við höfðum gert ráð fyrir þar sem það voru háskóladagar í bænum og allt fullt af foreldrum og afkvæmum þeirra að kynna sér skóla.
Við pabbi höfðum djókað með það að við yrðum að finna eitthvert sleazy mótel til að fá alvöru amerískt fútt í ferðina mömmu til mikils ama. Sleazy var nú bara djókur hjá okkur, en þar sem allt var fullt í Ithöcu kom kaldhæðni örlaganna til sögunnar og það eina sem við gátum fengið var reykingarherbergi á Economy Lodge mótelinu... það vantaði lök og rúmin lyktuðu eins og öskubakkar. Það var einn hávær hitakassi í herberginu og á tveimur stöðum var búið að negla spónaplötur á veggina. Sjónvarpið var hins vegar mjög impressive. Við ákváðum að til að ná að sofna í þessu greni skyldum við nota local vínið sem við höfðum keypt sem svefnlyf. Af víninu að dæma á þetta hérað langt eftir þar til það getur kallað sig vínhérað, því sætara rauðvínspiss hef ég sjaldan smakkað:)
Næsta dag þrifum við okkur hátt og lágt til að losna við reykingarstybbuna og keyrðum niðrí bæ. Fundum þar alvöru amerískan diner og fengum okkur alvöru amerískan morgunverð. French toast, sausage, beikon og scrambled eggs og fullt fullt af maple sírópi... á allt saman:) Ég elska amerískan morgunmat!!! Með mettaðan maga fórum við að skoða Cornell háskóla sem er upp í hæðinni á Ithöcu. Það er skóli sem ég myndi pressa á barnið mitt að sækja um í. Gullfallegt svæði.
Svo brunuðum við í einni bunu yfir til Newport á Rhoad Island þar sem við tékkuðum okkar inn á Motel6 og foreldrarnir fengu aftur trú á mótelum. Við ákváðum að rölta niður í bæ og finna okkur einhvern góðan veitingastað en föttuðum á miðri leið að það voru engar gangstéttir og því torvelt að komast niðrí bæ. Í næsta spilavíti hringdum við á leigubíl, sem kom um hæl og skutlaði okkur. Leigubílsstjórinn okkar Eduardo söng og sprellaði og gaf okkur góð túristaráð og númerið sitt svo að við kæmumst örugg aftur heim. Við fórum á mjög góðan stað og borðuðum fylli okkar af franskri lauksúpu, humarbollum og hörpudisk og fengum svo Eduardo til að aka okkur heim á Motel6.
Síðasta daginn okkar notuðum við til að kynnast Newport. Newport er staður með sögu (ekki margir soleiðis hér) en þar byggði ríka fólkið sér glæsihallir sem voru notaðir sem sumarbústaðir í nokkrar vikur/mánuði á ári. Frægasta mansionið í Newport er 'the Breakers' sem Vanderbildt fjölskyldan byggði 1895. Það þýðir ekkert að lýsa glamúrnum en það er ótrúlegt hvað sumir hafa haft það gott:) Við renndum svo inn í Boston um kvöldmatarleiti og lentum í kaosi við að skila bílnum þar sem aðalgötunum hafði verið lokað útaf Boston Maraþon daginn eftir.
Þetta var í alla staði eðal roadtrip og mér sýnist á öllu að gamla settið hafi fengið góða æfingu í Ameríku ef þau einvherntíman ákveða að koma hingað aftur:)
0 Comments:
Post a Comment
<< Home