Fritz und die Fledermäuse

...blogged wie der Wind...

14.3.06

Síðasta helgi

Það er byrjað að vora. Skítakuldinn hvarf á braut og við tóku gráir hlýjir rigningadagar. Fuglarnir eru að komast á kreik sem og mýsnar... um leið og þær fara að spígspora um göturnar veit maður að það er að koma vor. Hinn óopinberi vorboði hér í landi.

Það hafa engin undur og stórmerki gerst síðan ég bloggaði síðast.. er í rauninni allt við það sama. Hjónaband mitt við ræktina hefur gengið vel, Amber og Ryan eru búin að hætta og byrja saman í þriðja sinn, Alyssa á ennþá við mörg vandamál að stríða, það er alltaf nóg að gera í vinnunni og Bandaríkjamenn setja ennþá jafn mikinn gervisykur í kaffið sitt.

Um helgina fór ég út á lífið með vinnunni, hitt Geff aftur og fór á Club Café, sem er annar mjög gay staður. Ég dreif mig svo heim en hann hélt afram á The Machine sem við fórum á síðast. Gaman að nefna það að efri hæðin á þeim stað heitir Ram Rod, en þangað fórum við líka á fyrrnefndu djammi.

Á laugardeginum tók ég því svo rólega þangað til um kvöldið, en þá fórum við Jón Árni og Díana (marketing directorinn í fyrirtækinu) til North-End (litla Ítalía). Þar voru allir staðir pakkaðir og með eins og hálfstíma bið, en það hjálpaði að segjast hafa verið sendur af Luigi á Strecca til að fá borð hjá Andrea á Strezza. Minnkaði biðina um hálftíma. Við enduðum samt á að dissa biðina og borða pasta á barnum hjá Strecca sem var skolað niður með eðalrauðvíni og samræðum um aldur sálanna. Mjög skemmtilegt og indælt kvöld í alla staði:)

Á sunnudeginum dreif ég mig svo á Sinatra live jazz brunch á Luckies Lounge með MIT og íslendingagrúppunni. Rebeca, sem er nú á vinnuflakki um heiminn, lét sjá sig með sænska kærastanum sínum Erik. Þau eru sem betur fer hætt öllu sambandaveseninu sem einkenndi þau í byrjun og farin að hafa það gott saman, eins og nýskotið par á að gera. Eftir það fór ég með Margréti á Vox þar sem við ræddum um munin á íslenskum og amerískum karlmönnum - íslenskum mönnum í hag - meðan við skoluðum niður einu hvítvínsglasi... og eftir það var það bara ræktin og þvottahúsið... mjög vel heppnað allt saman.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home