Fritz und die Fledermäuse

...blogged wie der Wind...

4.5.06

Bossaskipti

Það kviknaði í lögnum í holræsinu á Westland Av. um daginn þannig að öll lengjan handan við götuna varð rafmagnslaus. Fyrst var gatan lokuð af löggubílum og viðgerðarmönnum. Svo settu þeir upp vararafstöðvar hús og eftir það hefur allt verið krökt af viðgerðarmönnum og gröfuköllum og gaman. Vararafstöðin suðar mjööög hátt. Eins og að sofna með óþreytandi fiskiflugu. En fiskiflugur eru jú í eðli sínu mjög óþreytandi.

Nú er fyrsta vikan án Jón Árna að verða liðin. Hann flaug endanlega heim á föstudaginn. Við kvöddum hann á ýmsan hátt í heila viku. Við eyddum heilum laugardegi saman heima hjá nýja managernum mínum Kevin, spiluðum Softball, grilluðum og lékum svo 'scene it' sem er einskonar Trivial Pursuit bíónördanna. Kúl parturinn er sá að meiri hluti leiksins er leikinn á DVD. Á miðvikudaginn héldum við svo Pool mót á Gillian's, sem er í næstu götu við mig. Fyrirtækið borgaði drykkina og allir urðu veeel ölvaðir. Mín var skynsöm og fór heim áður en skotin byrjuðu. Og svo á föstudeginum mætti bróðurpartur vinnunnar í jakkafötum og Promkjólum. Meistari Jón Árni leit út eins og Björgúlfur í sínum.

Og nú er hann horfinn á braut frá Boston og haldinn á vit nýrra ævintýra heima í Reykjavík. Mín stærsta áhyggja er að húmorinn í vinnunni muni fara niður um nokkur þrep og allir munu verða of alvarlegir. Það er enginn lengur sem gengur um með poka af hnetum og spyr 'do you want to nibble on my nuts' lengur... :)

So is life!

Fór með Bonnie í kvöld og fékk mér eldrauðar táneglur og franskar neglur. Bjútífúl. Mun toppa þetta með því að hakka í mig Lean Cuisine réttinn minn sem var einmitt að verða tilbúinn og inniheldur einungis 250 kaloríur. Bjútífúl:)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home