Fritz und die Fledermäuse

...blogged wie der Wind...

29.5.06

Ég kem bráðum heim for good:)

Já já, það er langt síðan ég bloggaði og það er mikið búið að gerast síðasta mánuðinn. Það markverðasta og í réttri röð er þetta:

1. Ég fékk vinnu heima á Íslandi
2. Ég sagði upp vinnunni minni hér
3. Ég mun eyða sumrinu í sólinni í Boston
4. Mun flytja heim upp úr miðjum Ágúst
5. Mun flytja inní íbúðina mína sem ég hef átt í tvö ár en aldrei búið í í September:)

Ég sagði að þetta ár yrði jafn viðburðarríkt og það síðasta var það ekki?

HAHAHA ... mikið elska ég þessa byggingu sem ég bý í, gæsluliðið í henni og einna mest íbúana. Nágranni minn, gyðingastelpan ungfrú Adler hefur verið í föstu sambandi síðustu 5 árin með gyðingastrák sem svo flutti til Californiu fyrir ári síðan til að vinna við comic writing hjá MAD ... áður en hann flutti heyrði ég hann reyna að sannfæra Adler um að hætta ekki með sér í gegnum eldhúsvegginn og svo yfir árið heyri ég reglulega í þeim þegar að hann kemur í bæinn. Svo fyrir viku síðan byrjuðu ný samfarahljóð, hærri og dramatískari en áður, líkt of heyra má frá pari sem er að hefja sína samfarasögu... eða leikurum í þýskri klámmynd.

Svo kem ég niðrí búð í kvöld og þar stendur Adler á tjatti við búðarstrákinn, sem er þvílíkt 7 ára písl. Ég spyr hana frétta og hún segir mér að hún sé að flytja til Californiu eftir tvo daga og sé að fara yfir um á stressi. Svo ég spyr hvort kærastinn sé kominn til að hjálpa henni, hafi séð aftan á þau á ganginum um daginn. Þá bendir hún á greyið búðarstrákinn og leiðréttir að ég hafi ekki séð kærastann heldur hann. Hún og kærastinn séu í pásu en ætli samt að láta reyna á þetta í Californiu!!! Svo að síðustu vikuna er ég búin að vera að hlusta á litla hrífuskaftið sem selur mér klósettpappír, tannkrem og twinkies taka í litla manic deppressíva söngfuglinn og wannabe leikritaahöfundinn Adler. Hættan við þessa vitneskju er sú að ég á ábyggilega eftir að bresta í hláturroku næst þegar þau gera það... sem verður líklegast eftir allar hans vaktir næstu tvo dagana, þangað til hún flytur suður og pásan við kærastann er búin. Go Adler:)

Þetta er búin að vera löng helgi, frí í dag út af Memorial day. Svo að ég og Kristín, sem er nýflutt í bæinn og er einmitt vinkona Auðar, dóttur Ástu sem mamma vann með (það er alltaf tenging)ákváðum að fara í road trip. Lögðum af stað á laugardaginn til Provincetown, sem ég hef bloggað um áður og er einn af mínum uppáhaldsstöðum.

Við fundum okkur mótel settumst við sundlaugarbarinn og nutum eftirmiðdagssólarinnar með væmna kokteila í hönd, allir hinir gestirnir voru stutthærðar stelpur. Svo röltum við niðrí bæ og ég sagði orðið 'trukkalessa' svona 40 sinnum á leiðinni. Við fundum svo veitingastað sem hafði allt sem Kristín vildi, sól, strönd, verönd og bjór. Veitingastúlkan var vinaleg og hjálpaði okkur að finna dragshow við hæfi og sagði okkur að þessi helgi væri 'Baby Dykes' helgi í Provincetown. Nó sjitting. Það er aðeins meira scary að sjá tvítugar trukkalessur með lipstick kærustunum sínum en bara gömlu góðu trukkalessurnar. Afhverju afhverju afhverju taka þær upp sömu broddgaltarhárgreiðsluna og lumberjackskyrturnar???? Er ekki hægt að vera trukkalessa án trukkahárgreiðslunnar?

Allavegana, við drifum okkur á dragshowið og drukkum cosmópolitans úr plastglösum meðan við horfðum á Dollý, Celine, Blondie, Patsy Kline, Judy Garland, Michael Jackson og Cher taka nokkra gamla og góða slagara. Stemmningin var rífandi og á tímabili var Blondie farin að minna á súludansara, það var búið að stinga svo mörgum dollaraseðlum í haldarann á henni. Svo tókum við hjólaleigubíl heim og fengum að horfa á stinn rass og læri í 10 mínútur fyrir 10 dollara :)

Daginn eftir keyrðum við eftir Cape Cod og fundum okkur góða strönd til að brenna á og svo brunuðum við í bæinn.

Í dag var ég svo skítblönk. Á ekki grænan aur með gati, svo að ég ákvað að skemmta sjálfri mér og æfa mig á línuskautum. Vegurinn og ég náðum ekki betur en svo að ég datt kylliflöt og held að úlnliðurinn hafi tognað. Ákvað að láta þetta gott heita í bili en neita að gefast upp. Skipti línuskautunum út fyrir handklæði, lagðist í sólbað í Fenway Park:)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home