Vika í brottför
Það er alveg rosalega erfitt að vera vinsæll og ómissandi! Ég stend núna í stappi við að kveðja alla vini og vinkonur og pakka áður en ég fer sem og að gera allt sem ég átti að gera í Boston en gerði ekki... eins og að borða stóran rauðan humar og fara í Top of the Hub!
Það er ekkert grín að mæta í vinnuna í átta tíma, hendast í ræktina í tvo, fara út að borða... taka nokkra kveðjudrykki og trúnósamtöl og hendast svo heim og pakka og svo sofa. Ég er fyrir vikið orðin vansvefta sem aftur gerir mig frekar út á þaki í vinnunni sem og tuskulega út lítandi... alveg þangað til ég kem hress og til í tuskið úr ræktinni. Ég viðurkenni þó að þetta er gaman en ég er alveg til í jóga, hugleiðslu og detox þegar ég kem heim til Íslands:)
Ég nenni ekki neinu í kvöld og er með magapínu. Við Kristín, Steini og Hreinsi ætluðum til Martha's Vineyard í dag. Við lentum svo í 5 mílna umferðarteppu rétt hjá Sagamore brúnni. Þegar hún losnaði þá keyrðum við í 5 mínútur og lentum í umferðarteppu hjá næstu brú. Svo að við snerum til baka og lentum í annarri umferðarteppu. Þegar við komum til Wood's Hole þaðan sem ferjan átti að fara var okkur sagt að við ættum að leggja bílnum í um 7 kílómetra fjarlægð á þar til gerðu bílastæði, taka svo rútuna og kaupa miða í bátinn. Á þessum tímapunkti voru allir nema ég orðnir virkilega pirraðir. Flestir voru þunnir og svangir. Ég var voða Pollýanna sem aftur þýddi að ég fór ábyggilega ógurlega í taugarnar á restinni af bílnum.
Við fórum að borða og ákváðum því að keyra bara um Cape Cod og fara til Hyannis Port. Við villtumst... kortinu að kenna. Stoppuðum stutt á einum stað og ákváðum að gefast bara upp og fara til Boston. Það sem átti að verða 2 tíma keyrsla endaði í 9 tíma keyrslu fyrir grey Stínu.
Og núna sit ég hér í þvílíku drasli. Ég er búin að pakka meirihluta eigna minna... og það er ekki mikið. Hef farið í þetta með skipulagt kaos í huga. Í kvöld ætti ég að pakka 'toiletteries' ... þ.e. öllum hálf kláruðum naglalökkum, bodysprayum, baðsöltum, ilmvötnum etc, sem ég gæti hent en tími ekki. Svo kíki ég kannski á Stínu, Steina og Hreinsa. Eða sef í 21 tíma til að safna svefnforða fyrir næstu viku.
Það er 1 vika í brottför gott fólk. Ekki alveg að fatta það auðvitað.
Það er ekkert grín að mæta í vinnuna í átta tíma, hendast í ræktina í tvo, fara út að borða... taka nokkra kveðjudrykki og trúnósamtöl og hendast svo heim og pakka og svo sofa. Ég er fyrir vikið orðin vansvefta sem aftur gerir mig frekar út á þaki í vinnunni sem og tuskulega út lítandi... alveg þangað til ég kem hress og til í tuskið úr ræktinni. Ég viðurkenni þó að þetta er gaman en ég er alveg til í jóga, hugleiðslu og detox þegar ég kem heim til Íslands:)
Ég nenni ekki neinu í kvöld og er með magapínu. Við Kristín, Steini og Hreinsi ætluðum til Martha's Vineyard í dag. Við lentum svo í 5 mílna umferðarteppu rétt hjá Sagamore brúnni. Þegar hún losnaði þá keyrðum við í 5 mínútur og lentum í umferðarteppu hjá næstu brú. Svo að við snerum til baka og lentum í annarri umferðarteppu. Þegar við komum til Wood's Hole þaðan sem ferjan átti að fara var okkur sagt að við ættum að leggja bílnum í um 7 kílómetra fjarlægð á þar til gerðu bílastæði, taka svo rútuna og kaupa miða í bátinn. Á þessum tímapunkti voru allir nema ég orðnir virkilega pirraðir. Flestir voru þunnir og svangir. Ég var voða Pollýanna sem aftur þýddi að ég fór ábyggilega ógurlega í taugarnar á restinni af bílnum.
Við fórum að borða og ákváðum því að keyra bara um Cape Cod og fara til Hyannis Port. Við villtumst... kortinu að kenna. Stoppuðum stutt á einum stað og ákváðum að gefast bara upp og fara til Boston. Það sem átti að verða 2 tíma keyrsla endaði í 9 tíma keyrslu fyrir grey Stínu.
Og núna sit ég hér í þvílíku drasli. Ég er búin að pakka meirihluta eigna minna... og það er ekki mikið. Hef farið í þetta með skipulagt kaos í huga. Í kvöld ætti ég að pakka 'toiletteries' ... þ.e. öllum hálf kláruðum naglalökkum, bodysprayum, baðsöltum, ilmvötnum etc, sem ég gæti hent en tími ekki. Svo kíki ég kannski á Stínu, Steina og Hreinsa. Eða sef í 21 tíma til að safna svefnforða fyrir næstu viku.
Það er 1 vika í brottför gott fólk. Ekki alveg að fatta það auðvitað.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home