Fritz und die Fledermäuse

...blogged wie der Wind...

19.1.11

Dulce de leche dagur

Ég labbaði í skólan í dag í helli-helli-dembu með regnhlíf og fannst það ótrúlega rómantískt og heimsborgaralegt á sama tíma. Svo gerði meiri dembu og ennþá meiri dembu og smá vind, þannig að það eina sem blotnaði ekki var hárið á mér, sem var þegar blautt eftir sturtuna. Svo komu þrumur og eldingar og það fossaði meðfram öllum gangstéttum og allir stóðu undir búðarskyggnum nema við regnhlífarfólkið. Opnu skórnir mínir breyttust í sundlaugar og ég skautaði fram og tilbaka. Ég hafði engar áhyggur af því að detta, meiri áhyggjur af því að ég myndi stíga ofan í eina af þessum holum sem eru út um allt í gangstéttunum og að þar væri hundaskítur í bland við rigningarvatnið. Hér er mikið af hundaskít á gangstéttunum, meira í sumum hverfum en öðrum. Það gerðist ekki í þetta sinn sem betur fer ...

Við erum níu saman í morguntímum í skóla niðrá Urugay götu, í cirka korters fjarlægð frá mér. Þetta er allt fólk á mínum aldri ótrúlegt nokk og allir mjög fínir. Hér koma svo nokkrar skemmtilegar staðreyndir:

  • 7 af 9 sögðu upp vinnunni á síðasta ári!
  • 5 af 9 ætla sér að taka rúmt ársleyfi og ferðast annaðhvort um Suður Ameríku eða heiminn bara.
  • 2 af 9 ætla sér að síðan að skipta algjörlega um atvinnugrein.
  • 5 af 9 eru grænmetisætur ... sem er bilun í Buenos Aires ...

Við erum sem sagt öll um þrítugt í einhverskonar existensíalískum pælingum ...

Boris er 33 ára tölvunarfræðingur frá Króatíu sem hefur unnið í mörg ár í sölu- og markaðsráðgjöf í Vín fyrir Nokia. Hann ætlar að ferðast um Suður Ameríku. Hann elskar heiminn. Aðalsetningin hans er „Hjúróp, hjits só bóríng“.

Clair er þrítugur breskur læknir . Hún er búin að fá nóg af því að vera læknir og ætlar að svissa yfir í viðskiptagreinar. Afhverju? Henni finnst sjúklingar væla of mikið! Og nei, hún er ekki kaldrifjuð tík. Hún sagði mér að það hefði komið sér á óvart allt fólkið sem lifir fyrir það að fara til læknis og reyna að finna eitthvað að sér til að kvarta yfir. Og henni fannst allt of mikill tími lækna fara í það og það gerði hana þunglynda. Hún ætlar að ferðast um Argentínu og fara svo til Asíu. Því miður því miður því miður þá get ég ekki sleppt að segja frá því að hún er með skegg! Ofvöxt í andlitshárum, já. (Afhverju þurfa breskar konur alltaf að falla inní þessa stereótýpuímynd. Afhverju? )

Derrick frá Kanada hætti í vinnunni og ætlar að ferðast um og sjá svo til.

Edna hætti í vinnunni sinni og fylgdi kærastanum sínum hingað (Joel). Þau ætla að vera hér um óákveðin tíma og hann mun mála listaverk á veggi utandyra. Hingað til hefur hann ekki málað neitt því það byrjar alltaf að rigna þegar hann kemur á staðinn.

Það voru svo allir hundblautir í skólanum og útaf rakanum þornaði ekki þráður á þessum fjóru tímum. Eftir tíma rölti ég um í rigningunni sem var orðin rólegri og stoppaði við í bakaríi. Tók mér skál,labbaði um og tíndi ofan í hana. Þvílíkt bakkelsisfrelsi! Ég keypti mér tvær smjördeigssúkkulaðibollur með dulce de leche, stolti S-Ameríkubúa. Þetta er eins og karamella, en bara miklu miklu mýkri og rjómaðri.Þetta er svolítið eins og borða himnaríkiJ

2 Comments:

  • At 9:59 AM, Anonymous Anonymous said…

    Pabbi þinn er örugglega grænn af öfund yfir öllu bakkelsinu!
    Hildur Ó

     
  • At 11:07 AM, Blogger Bryndis said…

    Æ, sendu mér eina svona dolce-bollu... ég er akkúrat að fá mér kaffi í rigningarsömu, köldu Reykjavík - væri alveg til í að setja með þér í gott spjall í BA!!

     

Post a Comment

<< Home