Fritz und die Fledermäuse

...blogged wie der Wind...

21.1.11

Gullhamrar

Eins og allir vita fara suðrænir karlmenn mjög frjálslega með gullhamra og bera lof á allt kvenkyns sem verður á vegi þeirra. Ég viðurkenni að ég fíla þetta í fyrsta skipti á ævinni.

Þegar ég var sautján ára og fór í bekkjarferð til Rómar þá gengu heilu torfurnar af ítölskum strákum á eftir manni öskrandi „bionde,bionde“. Það var sandspólað á ströndinni á litlum vespum, togað í hárið á manni þegar færi gafst og meira að segja klipið í nefið á mér einu sinni á spænsku tröppunum. Ég var ung og vitlaus þá og gerði mér ekki grein fyrir því að þessi athygli myndi ekki endast að eilífu. En aðallega fannst mér þetta dónaleg framkoma þannig að ég var með miðfingurinn á lofti næstum alla ítalíuferðina. Þá fyrst urðu ítalskir karlmenn dónalegir.

Mörgum árum seinna á Íslandi var staðan orðin sú að einu mennirnir sem sögðu að ég væri falleg og fönguleg voru pabbi minn, giftir menn og rónar. Fyrir utan þetta tríó þá man ég eftir einum öðrum. Sorlegt?

Hérna fæ ég gullhamra allan daginn og það er ekki uppáþrengjandi eins og á Ítalíu forðum. Ég er einfaldlega á gangi niðurgötuna. Karlmaður stendur og er að selja blöð. Ég labba framhjá, hann lítur upp og segir „qué linda“ og heldur svo áfram við iðju sína. Bíður ekki eftir viðbrögðum . Ég stend og bíð eftir ljósunum og leigubílstjóri kallar út um gluggann „hermosa“ þegar hann keyrir framhjá og einbeitir sér svo aftur að götunni eins og hann hafi aldrei séð mig. Áfram labba ég einhver muldrar „divina“ og strunsar framhjá.

Og bensínmælirinn sem var farinn að blikka gulu ljósi tikkar upp á við með hverjum deginum sem líður.

2 Comments:

  • At 10:21 AM, Blogger Bryndis said…

    Bíddu, bíddu, bídduuuuuu... þú semsagt telur bara ef karlmenn segja að þú sért falleg?
    :* Mér finnst þú vera gordjös!
    :)

     
  • At 11:06 PM, Blogger Fritz said…

    Já stelpum finnst það almennt ;) Strákarnir þegja... og hey, maður þarf að fá smá jákvæða kk athygli...

     

Post a Comment

<< Home