Fritz und die Fledermäuse

...blogged wie der Wind...

26.1.11

Klístur

Hitinn komst upp í 41 stig í dag.

Ég er sveitt og klístruð og ógeðsleg með flatt hár og ósamræmdar sólarrendur. Ég er með fjólublátt bit á miðfingri og klæjar í það, fjólublátt bit á bakinu, 4+ bit sem eru að gróa og 3 bit á vinstri fæti af spánýrri tegund; stórar vatnsfylltar blöðrur. Ég er með fituna og ljótuna og til að toppa þetta allt saman þá skeit á mig dúfa í dag!

Ég var í sakleysi mínu að labba heim úr skólanum framhjá röð af kaffihúsum þegar það gossaði yfir mig brúnleitt vatn öðru megin og ég horfði bara upp og sagði „¡Qué!“ og sneri mér í hringi rosa ringluð. Hélt að einhver hefði tekið íslendinginn á þetta og ælt út um glugga eða að þetta væri skítugt loftræstingarvatn. Þegar ég var búin að snúa mér í nokkrum sinnum og reyna að finna skýringu miskunuðu einhverjir empanada sölumenn (fylltar bökur) sig yfir mig og buðu mér að nota baðherbergið. Þegar ég kom heim og var búin að skrúbba mig hátt og lágt fattaði ég að einu hreinu fötin sem ég átti voru nike ministuttbuxur, gegnsær toppur og kjóll.

Til að toppa þetta allt gekk loksins myndarlegur, hávaxinn karlmaður hingað inn í eldhús rétt áðan, nemandi tangókennarans. Ég gaf Javier, danspartner tangókennarans og meðleigjandi, habahaba-bendingu og hann hristi hausinn tilbaka. Gay.

Til að lýsa þessu í bakkelsi og eftirréttum. Ef allt væri í lagi liði mér svona:


En mér líður einhvernveginn svona:



0 Comments:

Post a Comment

<< Home