Fritz und die Fledermäuse

...blogged wie der Wind...

1.2.11

Fyrsti hlaupatúrinn

Fyrsti hlaupatúrinn búinn í nýrri borg. Ég er að gæla við þá hugmynd að gera þá ekki fleiri, en það kallast víst að gefast upp of snemma. Gef þessu tvö skipti í viðbót.

Þetta virðist ekki vera góð borg til hlaupa og sérstaklega ekki svæðið sem ég bý á. Það eru til hlaupasvæði, mjög stórir garðar nær ánni (Palermoskógar), en það meikar ekkert sens að taka neðanjarðarlestina niðureftir, labba síðan nokkurn spotta til að byrja svo að hlaupa. Það gæti orðið sparitúr um helgar, en hlaup fyrir mér eiga að hefjast þegar maður labbar út um hurðina.

Svo að ég labbaði út um hurðina klukkan átta í kvöld og röltií spandexinu með mannþrönginni upp að næstu ljósum, skokkaði svo niður Belgrano og þurfti að stoppa á rauðu eftir cirka hverja götublokk, líklegast á 300 metra fresti. Þurfti að passa mig á holunum og reyna að sirka út lausu götuhellurnar sem frussa upp vatni þegar maður er svo óheppinn að stíga á þær.

Þegar ég var komin niður á breiðustu götu heims bættist mengunin við 30 stiga hitann. Hljóp upp Avenido de Mayo að Congreso þar sem allir hinir hlaupararnir í hverfinu hlaupa hring eftir hring í kringum minnismerki. Þar þakkaði ég fyrir að porteñoar eru ekki töff hlauparar því ég var orðin hálf lúin. Þeir eru ekki í smart göllum með GPS græjur og vatnsbelti eða sólgleraugu eða tásluskó. Svo skokka þeir smá og labba, en enginn virðist vera að taka þetta alvarlega, ná ákveðnum kílómetrafjölda eða hraða.

Ég náði sem sagt fimm lásí kílómetrum og fékk í hnéð í fyrsta sinn á ævinni... spurning um að fara frekar að æfa tangó?

2 Comments:

  • At 10:49 PM, Anonymous Gyða said…

    Klárlega tangó :D

    Þú ert skemmtilegur penni mætti taka þetta saman í bók :)

     
  • At 1:05 PM, Blogger Unknown said…

    Ógurlega gaman að fylgjast með þér á blogginu. Verst að BA sé ekki góð hlaupaborg. Við förum samt í 21 km í haust - ég mun minna þig stanslaust á það!

     

Post a Comment

<< Home