Fritz und die Fledermäuse

...blogged wie der Wind...

5.2.11

Kúreki sléttunnar

Í gær var á ég þönum að redda mér öllu sem ég þarf að redda fyrir roadtrippið mitt. Já, ég er farin í viku á vit ævintýranna eins míns liðs:)

Í þrjár vikur hef ég rölt borgina fram og tilbaka, komið mér fyrir og kynnst hinum og þessum, lesið, lært, sólað mig og komist í kynni við kynstrin öll af bakkelsi og ís. Þessa vikuna fylltist ég andlegu eirðarleysi og miklum fótapirringi. Mig langar að sjá þetta land! Mig langar reyndar að sjá allan heiminn ... eitt skref í einu ...

Þar sem ég á svo einstaklega hjálplega að hérna þá er ég bara komin með eitt heljarinnar túristaplan.Lítur út fyrir að ég fari á gaucho farm, á hestbak um sléttuna, læri á lasso og fleira fleira ... skeina mér með skeiljum kannski, hver veit...

Ferðinni er heitið til Mendoza og ég ætla að fara með rútunni. Þrettán tíma rútuferð takk fyrir! Ég myndi kvíða fyrir þessu ef það væri ekki fyrir það að argentínskar rútur eru á heimsmælikvarða, með þremur klössum og þjónustu um borð. Ég ákvað að vera grand á því og splæsa í dýrasta klassan þar sem ég fæ rúm, kodda og teppi og kvöldmáltíð. Auk þess verð ég á annarri hæð, þannig að ef það er útsýni, þá sé ég það:) Fyrir fyrsta klassa, 13 klukkutíma ferð borga ég ... dadaradara ... 12 þúsund kall!!! Vona að þetta sé eins spennandi og það hljómar.

Hasta luego ...

4 Comments:

  • At 6:48 PM, Anonymous Anonymous said…

    Þetta hljómar bara frábærlega vel. Við hugsuðum til þín s.l. þriðjudag þegar Amasónur hittust :) Góða skemmtun. Kv, María

     
  • At 5:04 PM, Anonymous Gyða said…

    Góða skemmtun hlakka til að sjá mynd :)

     
  • At 3:27 PM, Anonymous Rúnar said…

    Hvað eru skeiljar ?

     
  • At 8:59 PM, Blogger Fritz said…

    Þetta áttu að vera skeljar :)Svo bókstaflegur!

     

Post a Comment

<< Home