Fritz und die Fledermäuse

...blogged wie der Wind...

5.2.11

Öreigarnir

Hver einasta stórborg á sína fátæku, heimilislausu og ólánsömu. Hér er slatti af þeim. Ég veit ekki hvort ástandið á götunni er verra en það var fyrir 2001 þegar Argentína gekk í gegnum sitt síðasta hrun. Argentína hefur reyndar ekki gengið í gegnum bara þetta eina, held þau telji þrjú. Það er því stórt hlutfall fólks em hefur misst aleiguna, vinnuna og ævisparnaðinn þrisvar, ímyndið ykkur það!

Einn af þeim býr hérna í kommúnunni á Entre Ríos. Louis, yndislegur maður sem barðist meðal annars í Falklandseyjarstríðinu,missti allt 2001 og býr núna við mjög knappan kost meðan hann vinnur að því hörðum höndum að ná sér aftur í sæmandi lífskilyrði fyrir mann á hans aldri. Við ræðum mikið saman um hverfulleika lífsins. Það er, hann talar hægt og rólega og kennir mér spænsku í leiðinni og ég reyni á barnamáli að útskýra hverfulleikan frá minni hlið.

Skiljanlega eftir allt sem á undan er gengið í landinu er tiltrú á pólitíkusa í lágmarki. Pólitíkusa og banka. Spænskukennarinn minn kemst ekki í gegnum einn tíma án þess að taka fram að ekki sé til "neinn, ekki einn" heiðarlegur pólitíkus.

Gott dæmi um óheiðarlegan pólitíkus var kona hverrar helsta baráttumál var að hreinsa upp höfnina hjá La Boca fátækrarhverfinu sem er ill lyktandi drullupollur. Þegar heitt er í veðri berst fnykurinn yfir allt hverfið. Hún fékk peninginn og í staðinn fyrir að hreinsa höfnina keypti hún sér lúxusíbúð í New York. Mér skilst að tekist hafi að dæma hana fyrir spillingu.

En já, það er nóg um heimilislausa. Þeir sofa á götunum,á bekkjunum, upp við byggingarnar og í stórum gluggakistum opinberra bygginga, umvafnir teppum og dýnum og hundum. Á kvöldin róta þeir svo í rulsinu sem fyrrirtæki og veitingahús skilja eftir fyrir utan hjá sér.Fyrst hélt ég að þeir væru að leita sér að mat, en svo var ég upplýst um það að þeir sjá í rauninni um endurvinnsluna í borginni. Þeir fara gegnum ruslið og sortera út það sem er endurvinnsluhæfti eins og til dæmis pappa. Þeir eru svo með stór a mannhæðarhápoka sem þeir festa á kerrur og fylla.Svo ýta þeir þessu á undan sér í umferðinni og inní hverfin og upp að næstu central stöð, sem aðrir í sömu stöðu hafa komið upp, þar sem bíður vörubíll sem tekur þetta svo áfram. Fyrir þetta fá þeir eitthvað smoterí.

Ég missti hökuna niðrá gagnstéttarrendurnar og fékk kökk í hálsinn um daginn þegar framhjá fór maður í mikilli umferð, ýtandi á undan sér einni slíkri risa kerru. Ber að ofan að svitna í sólinni og efst upp á pappírsstaflanum í kerrunni sat lítil tveggja ára dúlla, með skítarendur í framan, í þvældum kjól, saug snuðið sitt og horfði allan tímann á akkerið sitt, pabbann. Og mér varð hugsað til tvíburfrænka minna á svipuðum aldri.

Maður verður að þakka fyrir hvað maður er heppinn!

Fyrir framan hæstarétt voru ungar konur með börnin sín innan um ruslasafnið:

Þessi lá sofandi undir skugganum á tré á umferðareyju:

Þessi hafði búið sér til fleti á stoppistöð:



0 Comments:

Post a Comment

<< Home