Fritz und die Fledermäuse

...blogged wie der Wind...

5.2.11

Rauðu tangóskórnir og Milonga

Mér var sent blogg sem fjallaði um að á löngum ferðalögum er erfitt að sanka að sér minnigabrotum í materíalísku formi til að taka með sér heim. Farangurinn er af skornum skammti og fyrir hvern hlut sem bætist við þarf einhver annar að fara.

Það er eins hér með mig. Ég tók með mér fáa hluti og hluti sem ég mun koma til með að nota út allt ferðalagið. Vonandi geta hent þeim eftir það. Ég mun ekki geta tekið nein fatainnkaup því ég a) hef ekki pláss fyrir það og b) ef ég kaupi mér eitthvað eins og föt mun ég lítið getað notað þau heima. Þannig að ég mun ekki koma heim fullhlaðin gjöfum handa vinum og ættingjum, því á endanum hef ég 20 kíló og mér skilst að það kosti formúgu að senda hluti heim í kassa.

En,maður verður að koma með einhverja minningagripi með sér heim. Hér fyrir neðan er minn. Tangóskór sem ég fékk sérhannaða fyrir mig því tangókennarinn hannar og selur eigin línu af tangó (raun spari) skóm. Fékk að velja útlitið, hælinn og lét breyta þeim í lokaða skó í stað opinna.Og þegar rauðu fiskroðstangóskórnir mínir loksins komu og smellpössuðu upp á millimeter, þá var ég komin með minningu til að taka með mér heim:



Hér er svo linkur á skóna hennar Helenar ... veit að einhverjir af casual skónum fást í Kraum:

http://www.facebook.com/pages/La-Vikinga-Shoes/39513879494

Þessir voru ekki komnir um daginn þegar ég fór á mína fyrstu Milongu. Ég hafði enga löngun til að reyna að nota þessi örfáu spor sem ég kunni og var áhugasömust um að sjá hvernig Milonga gengur fyrir sig. Í þetta sinn var þetta einnig afmæli danskennara, þannig að það voru þarna einhver nöfn í geiranum virtist vera. Engin einföld spor í gangi, allir í sýningargír.

Og það var yndislegt að sitja og fylgjast með hvernig pörin liðu um salinn... og ef maður hlustaði vel heyrðist skrjáfið þegar skórnir struku gólfið yfir tónlistina.

Ég verð samt að segja að eftir að hafa fylgst með dönsurunum og þá sérstaklega eldri dömunum, tók ég eftir að þær voru óeðlilega strekktar í framan og allar með fylltar varir. Einstaka hárlína var komin afar langt upp. Mér finnst þetta svo scary look að ég vona að konur fari að taka sönsum og líta aðeins náttúrulegri út því hliðarsvipurinn sem þær fá er eins og neanderdalsmaður sem getur ekki lokað munninum.

Eldumst með reisn.

2 Comments:

  • At 2:45 PM, Anonymous Anonymous said…

    vá, flottir skór!
    Kveðja, Ásta

     
  • At 11:02 PM, Anonymous Anonymous said…

    Var í fyrsta skipti inn á blogginu þínu (í staðinn fyrir að sofa síestan!!) og mjög gaman að lesa lýsingarnar á La Vikingaskónum og tangóstaðnum, jajaja, við eldumst við reisn, vinkona, eða alla vega ég, þú ert nú bara barnið, snúllan mín!

     

Post a Comment

<< Home