Fritz und die Fledermäuse

...blogged wie der Wind...

24.2.11

Nokkrir hlutir sem eru öðruvísi hérna ...

Hér eru flækingshundar út um allt, töltandi um göturnar. Ég hef alltaf haldið að villihundar hlytu að vera hættulegar skepnum, því það þyrfti að þjálfa hund til að vera vinur mannsins annars fylgdu þeir úlfaeðli. Veit ekki hvaðan ég hef þetta, en svo virðist ekki vera. Þetta eru vænstu grey sem vappa einir um göturnar, allar stærðir og gerðir. Borða væntanlega rusl og drekka úr pollum og brunnum býst ég við. Og enginn pælir í þessu fyrr en þeim er bent á þetta af evrópskum túristum.

Hér sér maður enga ketti.Einu kettirnir sem ég hef séð eru flækingskettirnir í grasagarðinum og Recoleta kirkjugarðinum

Hér má maður ekki alltaf henda klósettpappírnum í klósettið. ÓNEI!!! hugsaði ég fyrst og mundi eftir sögu af einhverjum skiptinemum í háskóla heima sem þurfti að tala við útaf því þau hentu alltaf klósettpappírnum í ruslið.Þótti viðkæmt mál.Og við hlógum að grey útlendingunum sem kunnu ekki að fara á klósettið. Nú hlæ ég ekki lengur heldur hendi helvítis pappírnum í ruslið þegar það á við. Það á við í byggingum með gamlar pípulagnir sem stíflast auðveldlega. Í Mendoza var þetta á öllum stöðum,gömlum sem nýjum,svo að þetta getur að öllum líkindum líka tengst vatnsnotkun.

Hér drekka fáir kaffi og almennt er kaffi vont, nema á einstaka kaffihúsum. Drekka bara sitt Mate sem er auðvitað miklu hollara.

Hér borðar fólk kvölmat milli tíu og tólf á kvöldin. Og fer að sofa seint að nóttu, en vaknar samt snemma og tekur sér ekki siestu. Skil það ekki.

Hérna leggjast karlmenn líka undir hnífinn og ég hef séð mann með fyllingu í kynnum og vorum og ég vona að það hafi ekki verið meira.

Hér þarf að gera dauðaleit að kókosmjólk og kakói.Virðist bara varla vera flutt inn.

Það eru fleiri svertingjar heima á Íslandi en í Buenos Aires. Einvher sagði að þessi minnihluti hafi verið til en hann var allur sendur í fremstu línu á vígstöðvarnar í nokkrum stríðum og þurrkaðist því út. Sel það ekki dýrara en ég keypti það og bið um leiðréttingar.

Skiptimynt er af skornum skammti þannig að maður má alls ekki gefa hana betlurum. Annars kemst maður ekki í strætó. Þá er bara betra að vera bara grand við betlarann og gefonum í seðlum (60 kr seðilinn til dæmis).

Óstaðfestar heimildir herma að það sé mun fleira af konum en körlum í þessari borg. Sem ýtir enn frekar undir machoismann og kærustufjöldann per mann.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home