Fritz und die Fledermäuse

...blogged wie der Wind...

15.3.11

Það vorkennir mér enginn á Íslandi

... þegar ég kvarta yfir kuldanum ...

Fyrir tveimur dögum sat ég inní eldhúsi í hlýrabol og stuttbuxum með viftuna í andlitið og kvartaði sáran yfir hitanum. Öll útí flugnabitum á höndunum og klæjaði svo mikið að ég var sjálf búin að valda marblettum. Það var rigning í aðsigi, djúp lægð og úti var skýjað og grátt. Ég þurfti ekki annað en að skipta um skoðun til að það dropaði af mér. Ég fabúleraði um mögulegt breytingarskeið og Helen horfði hálfglottandi á mig, dramadrottninguna við eldhúsborðið.

Ég grátbað um rigningu á netinu og fékk óskina uppfyllta seinna um daginn. Fyrst kom vindurinn svo að allir gluggar hristust til og frá í körmunum og ég beið spennt eftir að lúðrasveitin byrjaði ... en þrumurnar, eldingarnar og hitabeltisskúrinn komu ekki. Í staðin kom aumingjaleg íslensk rigning. Um kvöldið gekk ég svo út berleggjuð og brá við. Það orðið kalt. Peysu og sokkabuxnakalt. Ég fór á Íslendingahitting og við kvörtuðum öll yfir kuldanum.

Ég kvefaðist og frestaði bakpokaferðalaginu til Chile þar til það styttir upp í nefinu og verður heiðskýrt í hausnum aftur.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home