Fritz und die Fledermäuse

...blogged wie der Wind...

9.12.05

Ugly naked guy

Svo búin, svo búin. Vinnan er brjáluð og ég er að fara yfirum á stressi. Svo eru það jólainnkaupin. Þau eru brjáluð. Og jólaballið er á morgun og ég fattaði of seint að allar stelpurnar ætla að mæta í kjólum. Og ég byrjaði auðvitað of seint að versla jólagjafir... og á ekki jólakjól og fer að öllum líkindum í jólaköttinn.

Fór með brjálaðri konu í Galleria Mall í gær(Rebekka). Hún ætlaði að kaupa eitt snyrtiveski en endaði á að kaupa 15 og kom út með 3 risastóra poka sem hömluðu restina af leiðangrinum. Mér fannst hún biluð. Afgreiðslufólkinu fannst hún biluð líka. En hún lánaði mér jólakjól:) Næstu daga mun ég fá endalaust af heimsendum pökkum... og með hverjum pakka stressast ég meir og meir á því að ég verði tekin í tollinum heima og engin muni eiga gleðilega ódýr jól! Ég held ég sé í fyrsta skipti bitin af jólastressi!

Ég sem ætlaði að vera svo skipulögð og for once senda öllum dúlluleg jólakort. Einmitt! Ég skal senda ykkur jólahugskeyti í staðin!

En jæja... á öðrum nótum. Síðasta föstudag sá ég sjón sem ég vona að ég sjái ekki aftur. The Ugly naked guy. Við mættum í vinnuna og einhver, sem var greinilega ekki bissí, varð litið út um gluggan rak augum í feitan nakinn mann í íbúðinni beint á móti. Hann sat allan daginn við eldhúsborðið sitt nakinn og feitur og hárugur. Hvernig getur maður hætt að stara þótt það valdi manni viðbjóði. Ég starði of mikið og var vitni að því þegar hann stóð upp og sneri sér í hring! Full frontal og já hann var lítill... en hann veit ábyggilega ekki af því því hann er svo feitur. Ástæðan fyrir því að við vissum ekki af þessum feita nakta nágranna er sú að tréð fyrir framan gluggan hans var blómstrandi laufum í sumar. En ekki lengur:)

Ég hlakka til að sjá ykkur öll um jólin... kem heim um næstu helgi:)