Fritz und die Fledermäuse

...blogged wie der Wind...

27.7.05

Papa Flo

Ég á amerískan pabba. Hann heitir Flo og gætir anddyrissins milli þrjú og ellefu á kvöldin. Hann er sjálfskipaður yfirmaður hinna dyravarðanna og getur flautað hvaða lag sem er með útvarpinu.

Þegar ég flutti inn passaði ég mig vel á því að heilsa öllum dyravörðunum með handabandi og kynna mig og mitt íbúðarnúmer fyrir þeim. Þar sem þeir eru allir svartir og á svipuðum aldri taldi ég mig hafa tekið í spaðann á línunni. Þannig var ég búin að ganga nokkrum sinnum framhjá Flo og nikka þegar að hann stoppar mig af eitt kvöldið eins og skólastjóri og segir "Unga dama, við höfum ekki verið kynnt". Svo að ég varð sauðaleg og 7 ára og afsakaði mig fyrir ókurteisina. Sem hann fyrirgaf. Svo las hann yfir mér pistil um hverjir væru dyraverðir hér í húsinu, hvert væri þeirra hlutverk, hvaða þjónustu væri að finna í nánasta umhverfi og svo harðbannaði hann mér að vera væflast um garðinn hinu megin við götuna eftir að sólin væri sest. Það væri ekki öruggur staður fyrir stúlkur eins og mig eða nokkurn annan og væri almenn vitneskja meðal borgarbúa. Hann sagðist svo hafa tekið eftir því að ég hefði verið á þönum inn og út, berandi upp nauðsynjar í nýju íbúðina og spurði hvort ég hefði nokkuð borðað. Sem ég svaraði neitandi. Svo að hann sendi mig á veitingastaðinn Woody's handan við hornið og skipaði mér að kaupa mér regnhlíf í sjoppunni á leiðinni því það væri helldemba úti. Það er vel hugsað um mann:-)

23.7.05

Blindur maður á tröppunum

Kem ég heim í gær og ákveð að fá mér rettu á tröppunum fyrir svefninn. Situr á hinum endanum sætur strákur. Ég er ekki fyrr sest niður en hann startar samræðum, með spurningunni: "Hvað heitirðu?"...sem samræðuljón eins og ég sjálf vita að er ekki besta leiðin til að kynnast fólki, nema að þú sért sex ára á róló. Betri leið er einfaldlega að leiða samræðurnar að veðrinu og svo í beinu framhaldi, hvað þú hafir verið að gera í þessu veðri í dag(take notes!). Svo að ég svara, vitandi að hann á aldrei eftir að geta borið nafnið fram eða munað það. Nema hvað, kemur næsta spurning: "Býrðu hérna" sem ég svara játandi. Þar strax á eftir kemur: "Hvað ertu gömul"... og ég tek eftir slikjunni á augunum á honum. Hugsa að hann sé annað hvort virkilega freðin að fá hvítuna eða skitsó á geðlyfjum. Hugsa einnig að ef hann spyr næst um íbúðarnúmerið mitt og hvort ég búi ein að þá sé mín besta vörn að hlaupa æpandi fyrir næsta bíl. Er alveg að fara að dömpa rettunni og tilkynna dyraverðinum að það sé sykkópat á tröppunum þegar hann segir "ég sé þig ekki svo vel, þú fyrirgefur, ég er hálfblindur".... sem ég svara svo virkilega inappropriately "ahh...ok, það útskýrir margt". Gefið að skilja hrekkur maðurinn í baklás og ég redda mér naumlega með útskýringunni að hann hefði ekki spurt mig um aldur ef hann hefði séð mig almennilega. Eftir það áttum ég og Billy góðar samræður um heima og geima og næst þegar að ég sé hann en hann ekki mig, á ég að kalla "Hey Billy, tall blond and icelandic female walking your way..." :)

21.7.05

Ógnir sumarsins

Það er sama hvað mogginn segir daginn í dag vera "besta dag sumarsins", eða lýsir því yfir að "ungir sem aldnir fækki fötum í nauthólsvík" eða klassísku lygina "Besta veðrið er á Akureyri". Það er alltaf betra veður hér! Það er ekki hægt að keppa við "33 gráður og 80% raki", og lúseralegt að reyna það.

Hér áður fyrr var ég blind og vissi ekki hvað almennilegur sumarhiti var. Nú, þegar ég svitna milli rasskinnanna á stuttu labbi mínu í vinnuna skil ég það. Þrátt fyrir að hitinn leiði mig inní áður hulinn heim kálfabuxna, tank-toppa og þar af leiðandi strapless brjóstarhaldara að ég talni nú ekki um þá nýju merkingu sem g-strengir hafa fengið í huga mínum að þá verður að taka það fram að þetta er ekki allt dans á rósum. Það er um 10 gráðu hitasveifla milli innanhúss og utanhúss hita, það er því mikil list að klæða sig svo báðum hitastigum sæmi. Svart dregur í sig hita og hvítt er fætt til að skitna út á hálfum degi. Hundaskítur á götum úti er mun hættulegri opnum skóm en lokuðum. Maður þarf að velja toppa eftir þeirri brúnkulínu sem maður sættir sig við. Heitir drykkir eru útilokaðir og hefur kaffilatte-inu verið sagt upp. Karlmenn hrópa á eftir fáklæddum konum...ekki bara fallegir karlmenn. Svitalyktaeyðir endist ekki alltaf í auglýsta 24 tíma. Matur myglar mjööög hratt á eldhúsborðinu. Áður óséð (af mér) skordýr rölta niður götuna (því þau eru stór og ljót og löt) og hræða úr sumum líftóruna, sérstaklega þegar sumir er í opnum skóm.

Þannig að þó að það sé alltaf betra veður hjá mér og ég sprangi um fáklædd í ameríkunni, þá er hér mun fleira sem ber að varast og taka tillit til. Því skal ekki öfunda mig eða hugsa illa til mín vegna þessa heldur senda mér góða strauma þar sem ég berst við áður óreyndar aðstæður og ógnir. Takk fyrir.

16.7.05

amríka á sólardegi

Settist útá tröppur áðan. Á ljósunum voru tveir bílar. Annar var með ameríska fánann í glugganum. Hinn var pikkup-trukkur með Coke-sjálfssala á pallnum. Yfir þessu öllu flaug svo lítil rella með risastóra McDonalds auglýsingu aftan úr sér! Það er ekki spurning, ég er komin heim til Boston:) Bilað lið, stórbilað lið:) Enda er ég ekki nema 16% ameríkani. Ég er í prósentum talið þó ennþá minni Breti komst ég að... á 5 mánuðum. Hinsvegar, þótt þetta kóksvelgjandi, sykurviðbætandi, byssueigandalið sé stórbilað séð með augum manneskju sem ætti að vera frekar í Kaíró... að þá fíla ég það í botn:)

Ég er búin að vera hérna í rúman mánuð og er komin á spjalllistann hjá um 10 manns í húsinu. Ég man ekki hvað neinn af þeim heitir, en allavegana 4 af þessum vita hvað ég heiti og hvað við vorum að tala um síðast þegar við spjölluðu! Stórbilað lið. Ef ég ber þetta saman við Bretland að þá spjallaði ég við nágrannann við hliðina á mér, Pete, en hina eingöngu þegar þeir voru búnir að fá sér nægilega margar pintur. Annars var það bara afskaplega kurteist hæ á stigaganginum í þau fáu skipti sem vegir okkar mættust.

En nóg um blogg... blogga betur seinna þegar veðrið er ekki svona stórglæsilegt. En nú þarf ég að hlaupa niðrí vinnu, restarta drasli og svo til James, sem er gyðingurinn sem ég spurði um þjóðarmorðin, því að hann er búin að bjóða mér að sóla mig á sundlaugarbakkanum hjá sér... ójáójá

3.7.05

finding myself on a sunday

Your Daddy Is Darth Vader


What You Call Him: Big Daddy
Why You Love Him: He takes you to church





You Are 16% American
You're as American as Key Lime Tofu Pie
Otherwise known as un-American!
You belong in Cairo or Paris...
Get out fast - before you end up in Gitmo!



Innri Evrópubúinn minn er spænskur, brasilíska nafnið mitt er Ana Beatriz Rodrigues, ef ég væri ís þá væri ég súkkulaðiís, ég mun leita að lífsförunautinum mínum þar til ég finn þann rétta og ég hegða mér eins og 25 ára mannsveskja! Þá vitiði það...