Fritz und die Fledermäuse

...blogged wie der Wind...

13.3.05

Fritz Fílamaður

Er búin að sofa alla helgina... engin söfn, ekkert neitt að reyna að nýta tímann sem ég hef í London neitt...bara soooofa værum svefni. Fór á bjórkvöld með vinnunni á föstudaginn sem varð ansi skrautlegt. Ég Sarah, kærastinn hennar og Stephen enduðum á ölskralli ... þegar ég pæli í því þá enda ég alltaf ein með blessuðum Stephen í lokin á trúnói um hvað hann elski konuna sína mikið og um hvað ég sé endalaust sjálfstæð stelpa að mæta bara ein til Bretlands og redda öllu sjálf og allt það... sem mér finnst auðvitað bara sætt... Fyrir utan það að þá verður Stepehen afinn í laginu "Krakkar mínir, krakkar mínir, þegar ég var sjóari...."etc, því jafn litskrúðugt lífshlaup hef ég sjaldan ef aldrei á ævinni minni heyrt. Maðurinn byrjar í flughernum, verður svo næturklúbbaeigandi á Ibiza með öllu tilheyrandi og svo fullt fullt af sögum sem hann er stoltur af en ég kýs að ritskoða...

Víst að ég er búin að bitcha eins og bésevi um blessaðan Timminn að þá er kannski komin tími til að kynna aðra karaktera úr vinnunni til sögunnar...Vinnan mín skiptist í tvennt... það er tækniliðið sem ég vinn í og samanstendur af Stuart, Baldip, Stephen, Richard, Tim og mér. Allt eru þetta endalaust hamingjusamlega giftir menn (nema Tim, goes without saying) sem tala um hvað þeir eru ástfangnir af konunum sínum í tíma og ótíma... sem mér finnst eins og áður sagði endalaust sætt. Hinn helmingurinn af liðinu er markaðs og sölufólk sem vinnur og starfar á aðeins annan hátt en tæknigengið... allt frábært fólk þar á ferð ...

Og á meðan Tim kvartar og kveinar allan daginn, eins og áður hefur verið greint frá, þá er Stephen alltaf eins og Sergent Army General á frontlínunni í Persaflóanum, Baldip segir endalaust mikið af bröndurum... og er virkilega fyndinn... milli þess að segja "Steinunn, you don't know what my life is like"... sem er yfirborðskennt kvart um að það sé of mikið að gera. Stuart hinsvegar situr fastur í e-mail skriftum og ákvarðanatökum og ef maður þarf að fá athygli að þá verður maður að cirka út þessar fjórar millisekúndur sem hann er á milli e-mail skrifta og ákvarðanataka... og þá kemur hann af fjöllum þangað til hann áttar sig á að hann er á plánetu jörð og ég er mannvera af hans stofni að reyna að ná sambandi... Richard hinsvegar er alveg örugglega ein besta manneksja sem ég hef kynnst á ævinni... það er ekki til neitt illt í honum ... ávallt til í að hjálpa til, kryfja málin og koma verkefninu á réttan kjöl. Þegar ég sá hann fyrst, þá var hann að fara af skrifstofunni íklæddur James Bond 1960 og eitthvað jakkafötunum, með hattinn sinn, dagblaðið undir hendinni, skjalatöskuna og svo maður gleymi nú ekki regnhlífinni. Hann er aðeins afslappaðri núna. Og akkúrat vegna þess að hann er kurteisasti og siðprúðasti maður sem ég hef á ævinni kynnst, þá verð ég alltaf jafn hissa þegar hann segir hluti eins og "But that is just anal!!!"... bara einhvern veginn passar ekki! Þetta er semsagt tedrykkjuliðið sem ég vinn og hrærist með í daglegu amstri ...

Svo þegar ég var búin að sofa og sofa um helgina... kíkja með Bryndísi á "Birds eye view" kvikmyndahátíðina (themað: kvk leikstjórar) og borða mexíkanskann í Canary Wharf, sofa meira og meira, vakna í dag um þrjú og kíkja í búðir nirðí bæ, þá fór ég á ógeðslega góðan tælenskan stað og ákvað að labba uppí vinnu eftir það. Nema hvað, mæti ég uppí vinnu og fæ massívt kláðakast í andlitinu og lít núna út eins og fílamaðurinn! Sénsinn að ég geti farið svona í undergroundið... þannig að ég bara verð að sitja og bíða þangað til að andlitið á mér hjaðnar niður í eðlilega stærð! Skrítið, hef aldrei lent í þessu áður... hefur ábyggilega verið einhver forboðin jurt í Thai matnum góða....

9.3.05

bleh

Ég get svo svarið það að drengurinn er að verða jákvæðari by the minute. Ábyggilega illskulegu augnaráðinu sem ég gef honum að þakka. I smell his fear of me and thrive of it.... ótrúlegt hvernig mannleg samskipti virka, ef maður er leiðinlegur við einhvern verður hann ósjálfrátt endalaust næs við mann. Ef maður verður hrifinn af einhverjum þá hættir hann að vera hrifinn en ef maður hættir að verða hrifinn á undan að þá fær maður blóm og konfekt og einstakar játningar hvern einasta dag.

Sem segir manni að þetta gangi barasta allt út á balance .... og ég er balance auðvitað þar sem ég er vog. Eiginlega meira svona úr balance alltaf eða að sveiflast upp og niður. Veg, met og mæli alla daga. Veit ekki hvað ég er að gera í tölvubransanum því að ég held að ég þurfi starf með mælitækjum. Hefði átt að fara í landmælingar, radarmælingar eða bara unnið á vigtinni í hagkaup (þegar hún var og hét). Ég verð eins og pabbi með hitamæla alls staðar. Með central stöð of course. Ég er auðvitað með eina vog heima. Til að passa uppá að ég blási ekki út af bjór og pork pies í einhverri sjálfsblekkingu. Mín er með innbyggðri fitumælingargræju og ég þurfti að segja henni hvað ég væri gömul, há, skóstærð og sjúkrasögu áður en ég gat fengið svar um hvað ég væri þung. Og ekki nóg með það, í hvert skipti sem ég vigta mig þá segir hún mér hvað ég er gömul og ljót og löng fyrst áður en hún slengir því framan í mig að ég hafi fitnað líka. Svo þegar ég er rétt byrjuð að jafna mig birtir hún fituprósentu sem stenst engan vegin. Ósvífni!

Ég er farin að kynnast nágrönnum mínum... búin að mæta honum Pete sem býr við hliðina á mér tvisvar. Voða næs, töluðum um veðrið í fimm mínútur í morgun. Mér finnst samt að ég eigi að fá að rekast aðeins meira á sætu strákana sem búa beint á móti mér.... but have not had that luck síðan ég þurfti að fá dósaopnarann lánaðann um árið og sá hvílík beib þeir eru... kyssulegar varir og vel greitt hár... svo örugglega gay ... og ég þurfti að asnast til að fjárfesta í dósaopnara...

8.3.05

Óður um Tómas

Ég er afksaplega mannelsk fröken. Komment vinnufélaga um daginn "æj steinunn, þú ert svo góð þér líkar vel við alla" ætti að lýsa því vel. En þegar fólki tekst að fara yfir strikið hjá mér... (síðasta record fyrir 2 árum) að þá er það í fullri og algjörri ónáð hjá mér og á mjög erfitt með að ná fyrri virðingu og reisn í mínum augum. Þetta á sér stað akkúrat núna með vinnufélaga minn Tim. Elskann, á alla mína samúð skilið, það er illa farið með hann á sumum sviðum jájá.... en gefðu mér grið... við berum nú alveg einhverja ábyrgð á sjálfum okkur og ef við tökumst á við heiminn með sótsvartri neikvæðni að þá öskrar heimurinn til baka með tífaldri þeirri neikvæðni... á vissann hátt trúi ég á pollýönu eins væmin og hún er...

But anywhos... eftir að hafa í tvo mánuði fylgst með sömu rútínu sessunautar míns að þá hefur honum tekist að skríða yfir þröskuld þolinmæðinnar ... hann mætir í vinnuna, sest niður við skrifborðið og styyyyynur svo rosalega þungt. Segir síðan "Steinunn, I so really don't want to be here". Opnar svo póstin sinn og emjar "Ohhhh.... Gaaawd" við fyrsta e-mail. Endurtekur það fyrir öll e-mailin sem bíða hans. Í hádeginu fer hann út og kaupir sér kransæðastíflu í matinn og skolar henni niður með tonn af sykri. Uppúr hádegi að þá tekur hann iðulega sýningu þar sem hann legst frammá borðið eins og aðframkominn píslarvottur vinnu sinnar og stynur þungan. Ef einhver þarf á hans hjálp að halda og segir "heyrðu Tim, ég var að spá, er þetta hægt" að þá fylgir því fyrst hörð ræða um hvað hann sé yfirunninn (sem hann svosum er)... svo þegar vinnunni er "þröngvað" uppá hann, stynur hann "Oh gawd... how am I suppose to manage this... they just don't undrestand...." bladíbladíbla...

Upphaflega hafði ég mikla samúð með Tim.... en honum tókst að drepa þá samúð. Núna fer hann bara massíft í taugarnar á mér greyið. Þegar ég sé hann hreyfast, þá pirrast ég. Fyrst fór ég að mótmæla þessari tónlistarspilun hans með eyrnatöppum. Svo fór ég að mótmæla kvartinu hans, með eyrnatöppum. Sama hversu hátt og augljóst hann vældi... þá sá ég ekkert illt og heyrði ekkert illt. Og ég trúi því að hann hafi tekið eftir munstrinu því hann fór að tromma með pennum og fingrum í tölvu og borð ofan á tónlistarspilunina. Lét eins og ég sæi það ekki. Svo hægt og hægt fór pirrun mín að yfirgnæfa kurteisina og ég fór að segja að tónlistin sem hann væri að spila þá og þá stundina væri virkilega slæm. Ef hann ætlaði að blasta þetta yfir mig þá gjörsvovel eitthvað aðeins skárra en remix af DJ Bunnie and the Mastermixers. Svo fór ég að missa útúr mér hluti "alveg óvart" eins og einhvern daginn þegar hann fór að kvarta og kveina og ég sagði full af samúð að þetta óréttláta líf hans gerði mig þunglynda. Í gær missti ég út úr mér með umönnunarröddu "Voow Tim, you must be really having a great day, you haven't banged your head against the table once today!!!"

Ég held að hann sé farin að ná þessu....

1.3.05

Meira um túbur

Keypti mér bók sem listar allar túbustöðvarnar í London, með sagnfræðilegum bakgrunni og myndum. Fyndið að sjá að túbustöðin mín hefur ekki breyst síðan hún var gangsett 1902. Og ef manni finnst það langt aftur í tímann að þá skal ekki gleyma því að stöðvar eins og New Cross (þar sem Bryndís og Sólrún dvelja) var stofnuð 1884... þessi mannvirki virðast standast tímans tönn, annað en önnur mannvirki sem Bretar byggja.

Og það sem þessi mannvirki standast... mér finnst ég alltaf þurfa að stíga yfir eina ferska ælu á hverri stöð, pissupollir upp við veggi af og til, fjörugar rottur að leik á lestarteinunum, ávallt... og svo happ og glapp þvaglyktin inní lestunum. East-line túban lyktar af einhverjum ástæðum alltaf af hlandi. Með reglulegu millibili lyktar Central- línan eins og kattahland... og á þeim morgnum þá á ég mjög erfitt með að setjast í laust sæti...ef svo ólíklega vill til að ég nái í laust sæti. Ég fer alltaf að ímynda mér að þvaglyktin komi úr mínu sæti og að gallabuxurnar mínar séu hægt og rólega að soga í sig þvag einhverrar fyllibyttu sem ákvað að láta það gossa...smekklegt...

En utan túbunnar er það að frétta að Arnar kíkti til mín af leiðinni frá Lotus forritunarkennslu í Shropshire og áttum við góða daga í Lundúnarborg. Borðuðum mikið mikið af indverskum mat, kíktum á Sherlock Holmes safnið og týndumst inní stærstu bókabúð Londonar, ásamt því að kaupa okkur raftæki og ilmandi klósettpappír á helmingsverði á Mile End Road markaðnum. Besti prísinn er á Mile End:)

Annað markvert í fréttum er að ég er loksins komin með netið heim!!! Jibbífokkingjei:) Ég er búin að vera sjónvarps- og útvarpslaus í heila tvo mánuði, og það böggar mig lítið sem ekkert... bara búin að lesa fyrir svefninn í staðinn. Hinsvegar finn ég mikinn mun að geta opnað glugga útí umheiminn þegar ég kem heim á kvöldin. Mikinn mikinn mun:) Er reyndar búin að ákveða að kaupa mér ekki sjónvarp... hef ekkert við það að gera...

Svo komu Bryndís og Sólrún í mat í kvöld eftir vinnu til að flýja einhverja ólykt sem ríkir í híbýlum þeirra eftir kínverskt matarboð sem samsvarar íslenskri skötuveislu. Þannig að ég sér-eldaði fyrir þær (hitaði upp) brokkólíböku og spínatpizzu með salati og sósu... toppaði það svo með heitum súkkulaði möffins með jarðaberjum, bönunum og ís.... og svo american chocolate cookies líka því þær voru óseðjandi í sykrinum dömurnar....:) Er svo mikil Hustru...

Nenni engan vegin í vinnuna á morgun... but everyone has their devil to drag as we say in Iceland:)