Fritz und die Fledermäuse

...blogged wie der Wind...

28.6.05

PastelFritz

Það býr japönsk óperuspíra við hliðina á mér. Held ég. Dæmi það af því að hún tekur af og til aríur með mjög skrækri röddu milli þess sem hún og kærastinn hennar (gef mér) horfa á amerískar farsamyndir og skríkja eins og smástelpur í tvo klukkutíma. Tala ekki hvort við annað, skríkja bara. Guð sé lof fyrir að hún er ekki sjónvarpsfíkill því þegar ég heyri í henni (stofan við hliðina á svefnherberginu mínu)þá er veggurinn bara afsökun.
Annars er ég með skærbleikar táneglur núna... eða kannski meira svona hot pink tánegglur. Barnsleg ákvörðun manneskju sem fór í fyrsta skipti í fótsnyrtingu í dag með stelpunum úr vinnunni. Næst ætla ég að fá mér conneticut apple red eins og Bonnie... mér finnst hot pink aðeins of takkí og engan vegin passa við skóna mína... eða tærnar mínar...eða persónuleika minn. Held ég sé meira föl bleik. Það fer dáldið í taugarnar á mér að þurfa að viðurkenna að ég sé pastel manneskja.

27.6.05

RoadTrip II

mmmm.... helgar eins og þessar! Það var strönd, og það var sól, það var steikjandi hiti og við sleiktum sólina á Cape Cod. Sumir vildu vera karlmenn og neituðu sólavörn, létu þar af leiðandi sólina sleikja sig aðeins of mikið. Jamm, bílstjórinn okkar Miriam breyttist úr því að vera síðhærður miðaldra maður í að vera humar. Rauður sem humar. En humar er einmitt eitt af því sem Cape Cod er frægt fyrir!

Cape Cod er einnig frægt fyrir strandbæinn Provincetown, sem var gististaður okkar um nóttina. Bærinn á sér stóra og mikla sögu og er markverðast að þetta er fyrsti landnámsstaður pílagrímanna frá evrópu í hinum svokallaða "nýja" heimi. Núna er Provincetown þó helst þekktur fyrir að vera by far mest gay staður Massachussets og alveg örugglega samkynhneigðasti staður BNA. Hvert sumar flykkjast þangað samkynhneigðir alls staðar að úr heiminum og vorum við í æpandi minnihluta í bænum. Maður þurfti ekkert að velta því fyrir sér hvort einn eða neinn væri metró... meira hver væri karl og hver væri kona (ekki bara útaf öllu draginu heldur líka trukkalessunum) og hverjir í öllum þessum fjölda væru hugsanlega straight. Við litum ekkert sérstaklega straight út sjálf. Ég og Miriam deilandi rúmi í Randall's house sem flaggaði öllum regnbogafánunum og humarinn okkar íklæddur hvítum buxum og skærbleikum bol. Þetta var magnaður staður með frábæra sjávarréttarstaði, unaðsstrendur, yndislegt fólk og skemmtilega örðuvísi búðarnöfn eins og "spank the monkey" (art gallery, who would have thunk it!) og Burger Queen. Við ætlum þangað aftur, alveg bókað.

25.6.05

Þorskhöfði um helgina

Komin með Kapal. Komin með rúmgjörð. Rúmsamansetjararnir reyndu við mig allan tíman á meðan þrátt fyrir að ég hefði búið til kærasta og blómstrandi langtímasamband. Undir lokin var ég orðin smeik, því annar þeirra - sem bauðst til að sýna mér "Boston" - býr handan við hornið. Tveimur tímum seinna kom kapalgaurinn. Hann var skrítinn. Mér skilst að það sé lenska og hafi meira að segja verið innblásturinn í heila kvikmynd. Hann lá á gólfinu hjá mér, hætti að vinna og talaði um að hann hataði Bush... ábyggilega vegna þess að ég er evrópsk. Nú vantar bara sófann og verður gaman að sjá hvers konar freak of nature mætir á svæðið með hann....

Fer í Roadtrip II á morgun með Miriam og Jóni til Cape Cod, perfect því að það á að vera suðupottur um helgina og við verðum í mildri sjávargolunni í bikiníunum á ströndinni:) Bjútifúl!

19.6.05

Gay Haiku

Ég held ég sé búin að finna sófann minn og rúmumgjörðina. En ef svo er að þá verður litla stúdíóið mitt afskaplega fjólublátt... ef ég kem þessum blessaða sófa fyrir...hmmm. Fyrir utan rúmið er ég komin með einn stól sem ég skemmti mér í heilan klukkutíma að setja saman og skrúfann svo allan í sundur og setjann aftur saman... mitt annað húsgagn...(unaðsstuna)

Helgin hefur farið í framtíðarplön, markmiðasetningar og húsgagnaleit. Ég er komin með markmiðin, er að vinna í framtíðarplaninu og er búin að finna húsgögnin, og búin að panta mér kapal og internettengingu. Neitaði 250 stöðva gagnvirka TV-inu þar sem ég gat tekið upp þætti hægri vinstri, spólað fram og tilbaka og basically gerst heiladauð amerísk kartafla... fór svo og skoðaði gym nr 2(tengist markmiði 1) og gerðist Barnes&Noble félagi, keypti mér orðabók og smásögur á spænksu (markmið nr. 5 á listanum) og ... ogogog það besta .... bókina "Gay Haiku" eftir Joel Defner, sem í kjölfar erfiðs skilnaðar við kærasta sinn ákvað að tjá tilfinningar sínar með Haiku forminu. Ég læt hér nokkrar uppáhalds fylgja:

You were perfection.
Then you misspelled "embarrassed."
Don't call me again.

See the eight-year-old
Knitting mittens on the bus.
Does his mother know?

I'm not judgemental.
It's just that I have standards
You will never meet.

Þessi síðasta minnir mig svo innilega á einhverja ónefnda vini mína.... hmmm... hmmmm.... :)

15.6.05

Brrr....

Og allt í einu varð bara kalt! Eða ekki alveg kalt á íslenskan mælikvarða, meira svona mildur íslenskur sumardagur. Nema hvað.... komumst við ekki að því að það er slökkt á hitanum í byggingunni á sumrin. Þannig að núna sitjum við öll uppdúðuð og skjálfum inná skrifstofu...og já það er heitara úti en inni....og þess vegna er ég að blogga vegna þess að heilinn á mér er svo frosin að ég get ekki unnið...

Brrr.... ég verð að fara að kaupa mér húsgögn í stúdíóið.... þetta er aðeins of minimalískt eitthvað.... og það er ennþá málningarlykt inní íbúðinni og ég er ekki einu sinni búin að hengja upp sturtuhengið...

Þetta er mjög svo örugglega stúdentagata sem ég bý í... ekkert nema ungt fólk út um allt....ogogog alternativ staðir. Eins og súpermarkaðurinn í mínu hverfi "Wholefoods" sem býður uppá endalausar tegundir af nýrnabaunum og gulrótarsafa. Fann Yogi-tein mín þar og alls konar umhverfisvæna uppþvottalegi og miso súpuduft. Keypti mér jarðaber og kirsuber og te...Ég held ég muni ekkert elda hérna....spurning um að kaupa sér blender og prófa alla grænmetismixtúrurnar hennar Dr. Gilligan. Þá get ég hafa sagst drukkið gúrku....

Það var sölufundur hérna á mánudag og þriðjudag.... og í tilefni af því fórum við öll sömul á hafnaboltaleik...minn fyrsta:) Mér leið eins og ég sæti í bíómynd, náði ekki reglunum alveg og mistókst að finna dansandi lukkudýrið.... þetta var þrælgaman ...

En jæja já... ég er ekki ennþá komin með heimasíma...og býst ekki við að ég fái mér einn slíkan... þannig að, ef einvhern langar að spjalla að þá er ég steinunnmaria á skype og er með gemsann 001-703 624 6784. Auk þess vil ég taka það fram að Bandaríkin og Bretland eru á nákvæmlega sama mínútugjaldi hjá símanum... þannig að þó að ég sé lengra í burtu að þá er ekki erfiðara eða dýrara að ná í mig (veit að það hljómar lógískt þó)...nema útaf tímamun of course

14.6.05

Cosmopolitan

Ég er með bankareikninga í 3 löndum. Ég er með húsnæði í 2 löndum. Ég er svo mikill heimsborgari að ég má varla við meiru.

11.6.05

Brunarúst

Svo að við Miriam fórum til NY, og ég bætti tveimur eða þremur fleiri ríkjum í ríkjasafnið. Reglurnar eru líbó, ég þarf ekki að kyssa grund eða snerta, ég þarf bara að vera í einhverju sem framlengir mig við ríkið. Þannig að öll farartæki önnur en flugvélar teljast með. Rútuferðalagið var ansi skrautlegt þar sem það sprakk dekk klukkutíma fyrir NY og kínverjinn sem keyrði kunni enga ensku og sagði okkur ekki eitt eða neitt. Stöðvaði rútuna fimm sinnum, hljóp út, sparkaði í dekkið, hljóp inn hljóp út etc og bölvaði á kínversku á milljón....

MaxWax var lífsreynsla ... svipuð þeirri sem Carrie í Beðmálunum fékk þegar hafði ekkert betra að gera í Los Angeles ... og svo fer ég ekki meira útí þá sálma. En á leiðnni úr vaxinu komum við M. við í Sleepy's og lögðumst uppí hvert rúmið á fætur öðru, tókum skopputest og styrkleikatest þangað til ég hreinlega gat ekki hreyft mig úr tempur pedic rúminu og lét platast af sölumanninum sem sagði að "bara vegna þess hvað hann sæji hversu vel ég og rúmið næðum saman myndi hann hringja í yfirmann sinn og fá 30% afslátt". Það er nú eitt við ameríku að maður getur alltaf fengið díl....

Dreif mig svo í double decker strætótúr um NY og sat í 2 og hálfan tíma á efra dekki í steikjandi hita og brælu og skaðbrann. Svo að ég slökkti í brunanum um kvöldið með engu öðru en hvítvínsglasi í Regnbogasalnum í Rockerfeller center með alveg hreint stórkostlegt útsýni yfir borgina sem brenndi mig svo illa að ég sit núna viku seinna og slít af mér heilu húðlögin.

Flutti inní litlu stúdíóíbúðina mína, tempur rúmið er mitt eina húsgagn, ískápurinn minn er tómur og sturtuhengið er ekki komið upp. Stefnan er að finna sér sófa og stóran spegil, og þá held ég að þetta dugi barastasta...

Annað í fréttum er að Arnar minn hefur ákveðið að setjast aftur á skólabekk og taka Masterinn. Hann flytur úr íbúðinni minni um næstu mánaðarmót og inn flytur eitthvað ungt par með barn .... ef ég hefði ekki keypt mér þetta tempur rúm að þá svæfi ég ekki yfir áhyggjum af nýja fína parketinu mínu! Hefði betur spurt spákonuna í gær um það hahmha! Við M. spanderuðum 15 dollurum í lygalaup af spákonu að vera sem sagði mér að ég myndi finna ástina í lok árs (klassískt), mitt síðasta romance hefði ekki verið sá rétti (klassískt), ég myndi eignast stóra fjölskyldu (klassískt)og allir myndu öfunda mig frammí rauðan dauðan því ég er svo sæt og klár og sterk og stór gæti og flogið á eyrunum ef ég vildi....aha!

Allavegana ég á víst að vera í einhverju barbekjúi núna...en ég þori ekki útaf skrifstofunni því það er illa heitt úti en hérna inni er sweet sweet loftkæling:)

2.6.05

NY um helgina

Lífið gengur fínt fyrir sig hér fyrir utan kvef á mjög svo heitum degi. Ég fer til New York yfir helgina með Miriam. Planið er að taka rútuna annað kvöld, mæta svo í vax (er ekki búin að ákveða hvernig) á MaxWax vöxunarstofunni sem daman stundar - sjá . Ég býst við að ég fari svo frekar hárlaus í skoðunarferð um NY borg á meðan Miriam pakkar. Hvítvín er einnig á dagskránni auk þess sem ég er boðin með fjölskyldu hennar á veitingastað á sunnudagskvöldið. Ég er mjög spennt fyrir að hitta familíuna hennar... forvitin mjög að vita hvort þau séu steypt í sama mót. Ef svo er mun ég sitja eins og Gúllíver í puttalandi innan um New Jersey gyðingafjölskyldu sem hljómar öll eins og Frannie the Nanny. Og lýtur svipuð út.

Meira um gyðinga.... það er voða næs drengur hérna af askinasi-uppruna í vinnunni sem er búinn að hjálpa mér við íbúðar og pappíramál. Við fórum saman og fengum okkur salat í hádeginu í gær... og mér tókst á einhvern óskiljanlegan hátt að spurja hann hvort ekki væri hægt að líkja þjóðarmorði nasista á gyðingum á einhvern hátt við ástandið í palestínu í dag. Og þetta var eftir að hann sagði mér að hann ætti ísraelska móður og heilt fjölskyldutré í Ísrael. Það var ekki meinigin að vera svona takkí, I was just making conversation.