Fritz und die Fledermäuse

...blogged wie der Wind...

24.2.05

Túban

Þetta er bara orðin rútína! Ég vakna á morgnana, morgunverðast og sturtast, hendist nirðí túbuna, fer með hálftómri District línu uppá Mile End. Hleyp upp stiga og niður stiga og treðst inní Central línuna, stend svo þar eins og sardína í dós, nær 100 ókunnum manneskjum heldur en ég hefði nokkurn tíman kosið að vera, með hárið á einhverjum í nefinu og handakrikann á öðrum í andlitinu. Svo hangir maður á annarri hendinni í 10 - 15 mínútur og um leið og við komum á Holborn... þá fyrst hrúgast allir út!!! (sem sagt ekki mjög heppin með staðsetningu) og það myndast deadlock stemmning í litla stiganum sem leiðir uppað rúllustigunum. Á slæmum dögum tekur það 5 mínútur að ganga upp 15 tröppur!!! Svo hleyp ég vinstra megin upp rúllustigann því ég er auðvitað svo ógisslega bissí bissnessstelpa, kem við í Pret og kaupi mér Latte, dríf mig í vinnnuna sem er við hliðina.... segi svo "góðan daginn hvernig hefurðu það" við alla.... og svo bara vinnivinnivinn fram á kvöld....

Svo á leiðinni heim, þá tek ég upp bók í túbunni og les alla leiðina heim, held meira að segja áfram á meðan ég er að skipta. Það lesa ALLIR í túbunni. Svolítið magnað finnst mér, að sitja og lesa með 20 öðrum... það myndaðist ekki svona einbeitt stemmning í grunnskóla. Og þegar ég segi allir að þá meina ég að róninn og pönkarinn og heilalausu blondínubeibin (úps) og allir þar á milli mæta með eitthvað hámenningarlegt að lesa í túbuni.

Ég má alveg kalla þær heilalaus blondínubeib! Eða ungar stúlkur afvegaleiddar frá allri heilbrigðri skynsemi. Það eru til stelpur heima á klakanum sem mæta í nælonsokkabuxunum og pínupilsinu og þunna jakkanum í frosti og snjó á skemmtistaði. En þessi blondínubeib hérna... þær eru svona alltaf, á virkum dögum jafnt sem um helgar. Það virðist vera í tísku hjá þessum þjóðflokki núna að ganga ekki í yfirhöfnum, heldur bara peysunni/bolnum einum sér. Og þótt London sé sunnar en Reykjavík, þá er þetta nú enginn miðbaugsfílingur. Fyrir utan að það er vetur. Svo skjálfa þær á beinunum í biðröðum hálf bláar í framan greyin.

Annar þjóðflokkur sem mér finnst doldið skondinn eru gettógaurarnir í mínu hverfi. Þar sem ég bý í hverfi sem eitt sinn var pínu slömm og hefur þ.a.l. orðspor á sér sem slíkt...en er í raun núna skipt í slömm/millistéttarfólk (Er East Ender by the way) að þá er svona pínu rough neighborhood fílingur í gangi stundum...og held ég að það þyki pínu töff að vera gettógaur. Hinsvegar eru þessi svokölluðu gettógaurar brunandi um á Yaris og KA um götur East End blastandi Nelly úr græjunum yfir alla!!! Hvernig geturðu verið röff og mín ef þú virkilega fílar Nelly og vilt deila því með öllum heiminum??? Hinsvegar finnst mér þeir sem blasta Punjabi rappi þó hafa klassa...

Anywhos...best að drífa sig heim undir sæng áður en allar samgöngur detta niður og deyja klukkan tólf:)

21.2.05

long time no hear

Scheisse...næstum kominn heill mánuður síðan ég bloggaði!!! Slæmt! En hef verið svo á haus í vinnu að ég hef svosum afsökun.. ef þess þyrfti. Er samt með samviskubit eftir að hafi dregið höfuðið uppúr sandinum - sem ég hef verið föst í síðan ónefnt fyrirtæki með nóga peninga og mjög svo óljósar kröfur sem breyttust að meðaltali þrisvar á dag ákvað að nota okkur sem vinnudýr.

Eftir stanslausan þvottavélarsnúning í þrjár vikur voru allir sem að verkefninu komu orðnir svo pirraðir að það þurfti ekki nema að ropa til að rjúfa balansinn. Ég var orðin næstum jafn neikvæð og Tim sem situr mér við hlið ... og það er full langt gengið því maðurinn ber hausnum í borðið og vælir eins og smástrákur á hverjum einasta degi. Og pirrar mann svo þegar maður er að reyna að einbeita sér með því að blasta græjurnar sínar... og berja fingrum og pennum í borðið í leiðinni.
Sem er akkúrat ástæðan fyrir því að ég tók a mæta með eyrnatappa í vinnuna, gaf Stephen par, sérpantaði silikoneyrnatappana góðu frá Íslandi og fjárfesti mér svo í iPod um helgina...jibbíjei

Svo kom helgin... og ekki hafði heyrst í fyrirtækinu góða í heilan dag. Og þá loksins byrjuðu vöðvarnir að slakna, hárið tók að aframagnast og geðveikisglampinn í augunum að hverfa. Ég detoxaði svo um helgina með því að far í British Museum og kaupa mér hljóðtúr um Parthenon, skoðaði líka risavaxnar egypskar styttur og fór svo í sjoppingtúr á Oxfordstreet. Endaði ferðina með því að fara í risastóra þriggja (ef ekki fjögurra)hæða bókabúð og sat á gólfinu milli bókarekka og las mér til um allt og ekkert. Ég keypti mér svo humongus Yogabók og aðra bók sem heitir "You are what you eat" og fjallar mikið til um það hvernig maður á að borða allt sem hrátt og grænt er, detoxa, þekkja veikir með því að skoða í sér tunguna... og svo er einhver kafli líka um stólpípur í tengslum við detox. En ég ætla að sleppa honum.

Á sunnudeginum hékk ég svo heima, drakk þykka græna safa sem innihalda blue-green algea (eða eitthvað), sem samkvæmt tunguskoðun vantar nauðsynlega í mig, borðaði ávexti, drakk te... hrundi svo í súkkulaðikökur sem ég átti eftir inní skáp og gerði svo fullt fullt af Jógaæfingum og fór í háttinn klukkan tíu.

Og í morgun mættum við Stephen svo bæði brosandi og úthvíld í vinnunna og heilsuðum hvort öðru innilega og dásömuðum það hvað allt væri hljótt (Tim reyndar veikur) og lífið bjart (fyrirtækið ekki búið að hafa samband). Svo snjóaði (blaut rigning) og allir voru voða spenntir....

Ef það snjóar í nótt þá skilst mér að ég muni ekki komast til vinnu á morgun:)