Fritz und die Fledermäuse

...blogged wie der Wind...

3.6.06

Laugardagsdemba

Ég elska vínrauða sófann minn. Hann smellur svo vel saman við mig að það mætti halda að hann hafi verið framleiddur bara handa mér. Ólíkt karlmönnum, enda heldur pabbi því fram að það hafi ekki verið framleiddur einn slíkur pour moi. Ég held að vandamálið sé frekar að það hafi verið framleiddir of margir og þar sem þau hafi getið mig í vogarmerkinu þá eigi ég erfitt með að taka ákvörðun.

Það er mígandi rigning úti og verður alla helgina. Íbúðin mín er öll í drasli og hvítu sumarbuxurnar mínar eru útataðar barbeque blettum. Var að klára risastóran (small) barbeque kjúklinga sub. Held að barbeque æðið mitt sé að renna sitt skeið, átti erfitt með síðustu bitana. Og þetta var ein af ástæðunum fyrir því af hverju maður á ekki að kaupa hvítar buxur.

Í gær fluttum við skrifstofuna frá Newburystreet niður á St. James. Fyrir mig þýðir þetta 10 mínútna lengra labb í vinnuna og nú mun ég sitja frammi með öllum hinum en ekki í öðru aðskildu herbergi, hefur sína kosti og galla. Minni friður sem leiðir af sér minni framleiðni.... en hei, ég er að hætta og á þennan hátt get ég notið vinnufélaga minna mun betur. Og þar sem það þurfti að aftengja allar tölvur fyrir tólf að hádegi á flutningsdeginum fengum við frí það sem eftir lifði dags:)

Ég var að fatta að ég er að flytja heim eftir 2 og hálfan mánuð um það bil!!! Manni finnst þetta allt svo langt í burtu, en það er ansi stutt í þetta:) Ég er orðin soldið spennt og farin að hanga mikið á ikea.is:) Er búin að fá útlandasprautu sem mun duga mér í dáldinn tíma áður en ég ríf mig upp aftur og flyt af landi brott.

Og hvað á maður að gera af sér í dag? Ég held ég fari í búðarrölt og svo í ræktina, púli dáldið og leggist svo í heita pottinn. Svo er það partý hjá sænska Eric, sem er kærasti Rebekku. Hann eyðir hálftíma í að greiða á sér hárið og gel-bera. Sem er fyndið því greiðslan hans er Adolf Hitler hairdo. Held hann fatti það ekki!