Fritz und die Fledermäuse

...blogged wie der Wind...

28.3.06

The Fens on Fire

Stórviðburðir handan við hvert horn hér á 91 Westland Avenue. Kem ég heim í kvöld og almenningsgarðurinn hinum megin við götuna er alelda. 3 metra hágresið logaði langar leiðir... því miður tókst þeim að slökkva bálið á sömu stundu og ég hljóp út með myndavélina... damn! En þetta gerist víst um tvisvar sinnum á ári. Reyndar varð ég nokkuð hvumsa þegar nágranni minn sagði mér frá óeirðunum sem urðu í götunni við hliðina á síðasta ári. Bílum velt, keyrt á fólk og læti... það er svona að búa í stúdentahverfi. Of mikið af hormónum sem flæða á þessum aldri.

Helgin var partýhelgi. Kiddi ákvað að skilja við mig og Steina í leðurblökuhellinum og halda heim á leið til að vinna fyrir Landsbankann. Hann lengi lifi! Ég á eftir að sakna hans:( Að sjálfsögðu drifum við okkur öll á barinn og drukkum hann heim á leið. Daginn eftir fórum við Kiddi, Steini og Rebekka á árshátíð Íslendingafélagsins. Met aðsókn, heilir 50 íslenskir hausar, góður matur, Bubbi var dinnertónlistin sem og nokkrir gamlir og góðir Eurovision slagarar. Svo var haldið happadrætti. Ég vann inneign í einhverri skandínavabúð í Auburn, sem ég hef ekki hugmynd um hvar er og 5 stykki Prins Póló. Ánægð með þann feng.

22.3.06

Kakkalakki á klósettinu

... og svo varð ég veik aftur. En þar sem ég nenni ekki að tala um liðin veikindi, kvölina og angistina að þá ætla ég bara að segja frá góðu hlutunum sem þetta leiddi af sér.

Ég missti 2,5 kíló

Maginn á mér minnkaði. Dæmi: borðaði beyglu klukkan 10 í gærmorgun og var ekki orðin svöng klukkan 3.

Mér var svo óglatt að ég hafði ekki lyst á að reykja í 3 daga og þá var ég komin of langt til að halda ekki áfram. 7 dagar komnir í dag:)

Ég fékk frí frá Diskóhraðlestinni (nota bene St. Patreksdagur um síðustu helgi) og náði góðum svefni

Tada. Ekki verða of bjartsýn á að ég sé hætt að reykja. Ég tók aldrei ákvörðun um að hætta þannig að þó að ég fái mér sígrettu þá væri ég ekki einu sinni að svindla.

Aðfaranótt sunnudags missti ég hjartað í buxurnar þegar ég sá í fyrsta skipti kakkalakka í mínum hýbílum. Á griðarstað mínum í veikindunum, baðherberginu. Ég gargaði eins og smástelpa, lokaði hurðinni og hringdi í afmælispartýi á 4 hæðinni. Afmælisbarnið (Alyssa) kom niður í fylgd karlmanns. Þau réðust inná bað, drekktu kvikindinu í klósettinu og settu hann svo í samlokupoka til að taka með sem sönnunargagn. Þetta síðasta var auðvitað afleiðing ástands þeirra. Ég var bara fegin að losna við kakkalakkan úr íbúðinni... hefði verið með martraðir um að hann kæmi skríðandi uppúr klósettinu aftur! Íbúðin mín verður svo troðfyllt af eiturefnum í kjölfarið.

Amber og Ryan eru formlega hætt saman. Mjög ánægð að það er komin niðurstaða. Fékk að sjá breakup bréfið sem hann sendi henni í dag. Farið hefur fé betra.

14.3.06

Síðasta helgi

Það er byrjað að vora. Skítakuldinn hvarf á braut og við tóku gráir hlýjir rigningadagar. Fuglarnir eru að komast á kreik sem og mýsnar... um leið og þær fara að spígspora um göturnar veit maður að það er að koma vor. Hinn óopinberi vorboði hér í landi.

Það hafa engin undur og stórmerki gerst síðan ég bloggaði síðast.. er í rauninni allt við það sama. Hjónaband mitt við ræktina hefur gengið vel, Amber og Ryan eru búin að hætta og byrja saman í þriðja sinn, Alyssa á ennþá við mörg vandamál að stríða, það er alltaf nóg að gera í vinnunni og Bandaríkjamenn setja ennþá jafn mikinn gervisykur í kaffið sitt.

Um helgina fór ég út á lífið með vinnunni, hitt Geff aftur og fór á Club Café, sem er annar mjög gay staður. Ég dreif mig svo heim en hann hélt afram á The Machine sem við fórum á síðast. Gaman að nefna það að efri hæðin á þeim stað heitir Ram Rod, en þangað fórum við líka á fyrrnefndu djammi.

Á laugardeginum tók ég því svo rólega þangað til um kvöldið, en þá fórum við Jón Árni og Díana (marketing directorinn í fyrirtækinu) til North-End (litla Ítalía). Þar voru allir staðir pakkaðir og með eins og hálfstíma bið, en það hjálpaði að segjast hafa verið sendur af Luigi á Strecca til að fá borð hjá Andrea á Strezza. Minnkaði biðina um hálftíma. Við enduðum samt á að dissa biðina og borða pasta á barnum hjá Strecca sem var skolað niður með eðalrauðvíni og samræðum um aldur sálanna. Mjög skemmtilegt og indælt kvöld í alla staði:)

Á sunnudeginum dreif ég mig svo á Sinatra live jazz brunch á Luckies Lounge með MIT og íslendingagrúppunni. Rebeca, sem er nú á vinnuflakki um heiminn, lét sjá sig með sænska kærastanum sínum Erik. Þau eru sem betur fer hætt öllu sambandaveseninu sem einkenndi þau í byrjun og farin að hafa það gott saman, eins og nýskotið par á að gera. Eftir það fór ég með Margréti á Vox þar sem við ræddum um munin á íslenskum og amerískum karlmönnum - íslenskum mönnum í hag - meðan við skoluðum niður einu hvítvínsglasi... og eftir það var það bara ræktin og þvottahúsið... mjög vel heppnað allt saman.

6.3.06

and the Oscar goes to....

Hér sit ég og horfi á Evróvision Bandaríkjamanna, Óskarinn. Það er búin að vera langur aðdragandi að þessari hátíð.. Golden Globes fyrir mánuði síðan var upphitun í klæðaburði fyrir fræga fólkið og gaf einnig forsmekkin að því hvaða myndir yrðu sigurstranglegar í ár.

Eftir þá verðlaunaafhendingu fóru slúðurfréttamenn í Hollywood að taka löng viðtöl við alla leikarana sem voru tilnefndir til að reyna að búa til drama fyrir kvöldið. Greyið fólkið þurfti að sýna nógu mikinn spenning yfir því að vera tilnefnt, hógværð yfir tilnefningunni sem og að þurfa að bera sig saman við hina sem hlutu sama heiður á smekklegan hátt. Kynnir hátíðarinnar, sem er nýr (Billy Crystal fékk loksins frí), hefur hlotið mikla umfjöllun síðustu vikur. Bókin hans er orðin Best-Seller, fær sér kynningarborð í öllum bókaverslun og það er búið að fara yfir lífshlaupið, sigra og sálufélaga og allt það.

Mér heyrist á öllu að það séu Óskar get-to-gether vítt og breytt um bæinn í kvöld. Kannski ekki beint sömu stuðpartýin og við höldum til heiðurs Júróvisjón, enda hefðu þeir ekki haldið keppnina á sunnudegi ef það væri svo.

Það var allavegana það sem mér heyrðist á bróður Amber þegar við fórum öll saman í brunch í dag í the Greenhouse í Cambridge, hinu megin við götuna frá Harvard. By the way að þá er Harvard ekki alveg eins impressive og hann var í hausnum á mér, bara nokkrar múrsteinsbyggingar. En ég var auðvitað svo ignorant áður en ég kom hingað að ég hélt að Harvard Háskóli væri í bænum Harvard ... einhversstaðar í Bandaríkjunum... ekki í Camebridge Boston. Ég var búin að ganga nokkrum sinnum framhjá honum þegar að einhver benti mér á að þetta væri málið!

Amm, eftir að hafa eytt allri síðustu viku í veikindi, þar á meðal tveimur dögum í svefndái í rúminu mínu, með ekkert nema nokkrar bækur til að hugga mig, er ég komin aftur á stjá. Ég eyddi helginni mestmegnis með Amber og (ennþá) kærasta hennar Ryan. Ég verð að segja að það er frekar taugatrekkjandi að hanga með fólki sem hefur hætt og byrjað saman tvisvar sinnum á síðustu tveimur vikum. Skot og ásakanir fljúga á milli þeirra hægri vinstri og vopnahlé eru ekki tekin þrátt fyrir gesti og gangandi. Í sitthvoru lagi eru þau blíð sem barnsrass, en samstíga fá þau hár mín til að standa á endum. Ég bið til guðs að það komist niðurstaða í þessu sambandi sem fyrst.

2.3.06

Merkingar

Las í mogganum um daginn grein um að Bretar hefðu hneykslast á umbúðarmerkingum mjólkurvara og hneta þegar bætt var við viðvörun um að þessi matvæli innihéldu mjólk og hnetur. Fannst Bretum þetta svo skondið að þeir létu frá sér yfirlýsingar að hver heilvita maður vissi að mjólk væri mjólk og hnetur hnetur og því væri þetta vanvirðing við greindarfar viðskiptavinanna.

Ég bý hinsvegar í USA þar sem að lögfræðingar ráða ríkjum og heilbrigð skynsemi er ekki viðukennd. Fólk afneitar conceptinu um heilbrigða skynsemi ef það sér fram á gróðavon án hennar. Minnumst fitubollanna sem fóru í mál við McDonalds vegna þess að þeir trúðu statt og stöðugt að þeir væru að borða heilbrigðan mat og ekki rann á þá efasemdargríma þar sem þeir fikruðu sig rólega en örugglega í átt að 300 kílóunum!
Eða krakkanna sem héldu að mjólkin kæmi úr verksmiðjunni. Eða konunnar sem setti köttin sinn í örbylgjuna til að hlýja honum

Lögfræðingarnir eru þeir sem standa vörð um hagsmuni fólksins hér og fyrirtæki hafa komist að því að þeir geta ekki treyst á heilbrigða skynsemi notanda. Þannig, til að fara ekki á hausinn að þá er allt merkt í bak og fyrir.

Hingað til hef ég séð fyrrnefndar merkingar á mjólkurvörum og hnetum. Ég hef einnig séð:

1. Merkingar á plastpoka um að ekki megi setja hann á höfuðið og halda fyrir
2. Merkingar á hárblásara um að ekki megi henda honum í baðkar á meðan hann er í notkun
3. Merkingu á botni sælgætisdósar um að ég sé að halda á henni á hvolfi og ætti ekki að gera það ef hún er full.
4. Að öll lyf geti leitt mig til dauða
5. Þegar við keyrðum upp Mt. Washington fengum við geisladisk um hvernig ætti að keyra upp og niður brekkur.

og fleira og fleira. Eiginlega ætti ég að taka myndir af þessu og safna saman:)

Annars er ég veik heima núna, búhú. Reyni að hrista þetta af mér fyrir helgina því það gæti verið að ég fari með Finnunum tveimur úr vinnunni til Niagra Falls. Bara pæling, er ekki alveg viss hvort ég meiki 20 tíma í bíl með gaurum sem ég á nánast ekkert nema samnorræna menningu sameiginlega með. Ég gæti krufið múmínálfana með þeim... annar þeirra lítur út eins og múmínálfur anywho, á meðan hinn lítur út eins og rassálfur úr Ronju Ræningjadóttur.