Fritz und die Fledermäuse

...blogged wie der Wind...

27.12.04

Jólin jólin

Unaðsleg jól að baki, undirbúningur fyrir nýárskomuna í gangi. Jólin voru afskaplega traditional að vanda, síðustu rjúpurnar borðaðar, sérrýfrómassinn sem ég hef aldrei diggað var víst betri en nokkru sinni fyrr og grafni laxinn var grafnari en venjulega og extragóður. Fjölskyldan breytti hinsvegar útaf venjulegum sið að því leyti að við skelltum okkur öll saman í messu í stað þess að hlusta á hana í útvarpinu. And what a messa it was! Jafnaðist alveg á við gott djamm.

Byrjaði á því að ég hitti Guggu vinkonu Vigdísar í klósettröðinni í Laugarneskirkju og update-uðum við stöðuna. Svo hófst messann og ákveðinn latecomer sem settist mér við hlið á kirkjubekknum var enginn annar en fyrrverandi crush úr menntó... sem ég hafði fyrr í sumar lent í höstlaðstöðu með á sirkus og úr því varð date sem aldrei varð. Þannig að ég spennti greipar mjög pennt og setti upp holier than thou svip og reyndi að sýna drengnum mitt kristilega í staðin fyrir mitt drukkna sjálf. Bræðurnir sungu svo hátt og snjallt "sjá Hildi opna hlið", sem er árlegur jólakirkjudjókur hjá þeim... Hildur var ekki viðstödd... ég hinsvegar opnaði ekki fyrir söngröddina því ég er með krákurödd og meikaði ekki að fríka fyrrverandi höstlið út... fæ þó punkta fyrir að hafa munað bróðurpartinn af trúarjátningunni og farið glæsilega með faðirvorið.

Svo kom prestsræðan sem var nú bara nokkuð góð og fjallaði um allt stressið í hinu daglega lífi, og var því líkt við það stress sem grey María og Jósef þurftu að díla við á sínum tíma. Og upphófst systkynafíflagangurinn. "Og öll þekkjum við ástarraunir", þá fékk ég sterkt pot í síðuna , "og sum okkar eru í þann mund að stofna fjölskyldur, fæða af sér nýtt líf", þá fékk Þórhallur sterkt pot í síðuna, "og gleymum ekki skapraunum", þá fékk Eyþór samtímis pot frá sitthvorri hliðinni. Og þá voru Laugateigssystkynin komin í fimmára gírinn. Enda komið að meiri söng. Og var það halelúja og amen söngurinn. Nema hvað í hvert sinn sem kórinn söng "halelúja" þá baulaði Þórhallur djúprödduðu "halelúja" í eyrað á Eyþóri sem fljótlega fór að missa sig... ég missti mig svo þegar Eyþór var orðin falskur af því að reyna að missa sig ekki. Þá hófu englaraddirnar að ekkóa við kórinn og þá misstum við okkur þrjú endanlega og ég var farin að gráta úr hlátri í orðsins fyllstu en allan tímann að reyna að fela það fyrir fyrrverandi crushinu mér við hlið sem var farin að líta undarlega oft til hliðar. Undir lokin kom svo gífurlegt organistasóló sem var svo sterkt og djúpt að þegar því lauk þá fóru nokkrir að klappa! Magnað! Það bætti svo ekki úr skák þegar ég frétti fimm mínútum eftir messuna að fyrrverandi crushið mér við hlið er bróðir prestsins sem ég vanvirrti með hlátrasköllum.

En hei, þetta var bara súpergaman og þar sem trúin á ekki að vera stöðnuð og leiðinlegt þá hlýtur að vera í lagi að taka þessu létt.

Svo var farið heim í mat og gjafir opnaðar. Arnar kom svo seinni partinn og fjölskyldaðist með okkur. Ég var gífurlega fengsæl þetta árið og fékk meðal annars örbylgjuofn með grilli, ryksugu, dúk pottaleppa og svuntu með öndum (allt hlutir sem fara í geymslu þar til ég flyt heim), strigaskó, ilmvatn, vatnsheldar klósettbókmenntir (því sumir tóku mig á orðinu þegar ég talaði um að koma upp klósettbókmenntum á blogginu :) ), persónulega uppskriftabók, Eivör, Fjólublágrámann og allt. Ég held ég hafi ekki fengið svona mikið af gjöfum síðan ég var 10 ára.

Svo vorum við eins og VR fjölskyldan sem fékk ekki umsamda hvíldardaga um jólin í auglýsingunni og hreinlega drápumst úr þreytu og lögðumst til hvílu án þess að hafa opnað jólakortin.

Allt í allt frábær jól:)

23.12.04

Vestfirsk skata

Þá hef ég í fyrsta skiptið á ævinni smakkað skötu. Og ekki neina designerskötu heldur hardcore vestfirska skötu hjá Súðavíkurclaninu... alvöru Vestfirðingar, alvöru skata. Skata lítur út eins og blaut úrsérgengin tuska í tægjum. Hún bragðast eins. Ég óð cirka 7 metra af skötufílu að borðinu þar sem heita blauta tuskan með hlandbragðinu beið mín. Ég kom niður tveimur bitum. Þetta var svosum ekki slæmt, en ég fann það á mér að þetta yrði ekki betra. Ég starði í korter á systkyni pabba japla á henni með sælusvip og rifja upp löngu gleymd skötumóment í Álftafirðinum. Ég gafst upp þegar ég þurfti að fara á klósettið og gekk á skötufíluvegginn hjá eldhúsinu. Kvaddi pent og fór í Kringluna að versla jólagjafir og mig sveið í augun lengi á eftir.

Þar sem ég hef haft cirkabout 4 klukkutíma til þess að versla jólagjafir síðan ég kom heim, vegna vinnu og veikinda, þá er ég ekki undir það búin að einhverjir aðrir en stórfjölskyldan splæsi á mig pakka. Þannig að ef þú sem vinur minn hefur eytt í mig monný þessi jól, þá verður jólagjöf mín til þín frí gisting og félagsskapur in Londres á næstu sex mánuðum... ég er excellent tourguide:)

Annars er af vinnumálum það að frétta að ég mun flytjast búferlum til London í byrjun janúar, fyrsti vinnudagur í High Holborn er 10. jan. Ef einhver þekkir einhvern sem veit um herbergi eða íbúð innan w1 eða w2 á þokkalegu verði þá má sá hinn sami eeeendilega hafa samband....

16.12.04

jólahlaðborð

Næstsíðasti dagurinn minn í London Baby. Vaknaði veik og alein í dýrustu borg í heimi, fór í varabirgðarnaríurnar vegna þess að ég bjóst ekki við að vera hérna lengur en í viku. Það er g-strengur, það er ekki gott. Dröslaðist aum í undergroundinu uppí vinnu og bjóst við að jakkafatagaurarnir myndu að breskum sið og þekktri kurteisi segja mér að fara heim og jafna mig og þakka mér fyrir dvölina og vonast til að ég yrði ekki veik yfir jólin. En ó nei... enda er ég að vinna að deadline verkefni...sem ég var að klára... veik ! Hah... enda sagði Stuart við mig minnst fimm sinnum í dag "Steinunn, you're a star" (lesist stahhhh).
Allavegana...jólahlaðborð með liðinu á eftir og ég fékk engan tíma til að skitpa um föt,þannig að ég verð eins og meðlimur í lesbíska pólóliðinu í kvöld... eina sem gefur til kynna að ég sé kvennkyns er guðdómlega fagur vöxtur minn. Allt annað er crap, crapcrapcrap.
En ætli maður fari ekki samt ... kynnist markaðsliðinu kannski aðeins.... þar sem ég er nú að fara að flytja hingað mun vinna, lifa, borða og skíta innan um þetta fólk næstu sex mánuðina... drullast heim á hótelið og skipti um föt og spreyja uppí nefið á mér og drullast svo niðureftir.... hahmha

14.12.04

London London

Skór og yfirhafnir eru þeir tveir hlutir sem ég á erfiðast með að versla mér. Mér finnst svo mikil skuldbinding fólgin í þessum tveimur hlutum.... svipaður fílingur og með karlmenn. Skór, yfirhafnir og karlmenn...my breaking points. Og hví? Ég tel þetta tengjast æsku minni á gamla Íslandi áður en tískukóngurinn Jón Ásgeir Jóhannesson gerði fataverð svo lágt að nú er hægt að skipta um skó eins og nærbuxur. Áður fyrr, þegar maður keypti sér ofangreinda hluti þá þurfti maður að skuldbindast þeim til eins, tveggja ára minnst. Og tough luck ef að mamma þín kom heim frá útlöndum með eiturgræna púffpúff úlpu... þú varðst bara að ganga í þessu þangað til fyllingin lak út á minnst fjórum stöðum og amma þín gat ekki stoppað í það lengur.
Þannig að ef ég finn skó eða yfirhöfn sem mér líður vel í.... þá geng ég í þeim/henni... og bara þeim/henni í allt uppí tvö ár og kvíði þeirri stund þegar ég þarf að skipta eða kaupa nýtt... líki skilnaðarferlinu við ... skilnaðarferli við karlmann.... tadarara... og þessu lenti grey grey Bryndís í í dag, þar sem hún fór með mig þolinmóð og jákvæð í hverja einustu helvístis skóbúð í Covent Garden og Oxford Street. Ferlið byrjaði á að hún benti og benti og ég sagði "hmm tja" í fyrstu 10 skóbúðunum. Í skóbúð númer 11 var ég búin að vinna mig uppá "tilbúin að prófa" stigið og mátaði eins og eitt par. Nokkrum skóbúðum og nokkrum mátunum seinna kom climaxinn... I took a stand, made a desicion and bought a pair.... af nákvæmlega sömu skóm og Bryndís var í! En lofaði því að ég myndi aldrei mæta í þeim þegar hún myndi mæta í þeim svo við myndum ekki vera eins og Hlemmstvíburarnir.
Þannig að dagurinn í dag var first and foremost shopping. Skór á mig. Jólagjafir fyrir Bryndísarclanið. Voða stuð... langaði að kaupa alla Muchi (eða svipað nafn) búðina og fékk heiftarlega verki í eggjastokkana í barnafatadeild H&M. Tveggja ára frænka hennar Bryndísar verður ógisslega cool street style gella þessi jólin. Bryndís verður made by Top Shop á Aðfangadag og ég fann í annað skiptið á ævinni buxur á mig sem passa en þarf að stytta. Eins og að finna nál í heystakk!
Nú er ég búin að segja aðeins frá þessu skrítna hóteli á frábæra staðnum sem ég dvel á.... nema hvað... hótelið varð ennþá skrítnara þegar ég ákvað að fá mér nightcap eftir annasamann vinnudag. Panta ég mér bjór á barnum/morgunverðarsalnum og þurfti að velja á milli sex rússneskra bjórtegunda! Hugsa "nei en fyndið" og verður litið á barinn sjálfann, alsettan vodkaflöskum. Það voru tveir hlutir sem stungu í augun. a) allar babúskurnar milli vodkaflasknanna og b) risastór innrömuð mynd af Pútín á barborðinu!!! Rétt í þann mund sem ég var að contempleita hvað væri í gangi drundi rússnesk dance músikk yfir allan morgunverðarsalinn/barinn og í kjölfarið upphófu viðskiptavinirnir... allir rússar... upp mikinn söng!! Og bargellan var of course rússnesk... og eldspíturnar sem ég fékk rússneskar ... og kvalítetið eftir því!
Svo í kvöld rölti ég niður til að fá mér annað nightcap eftir annasaman shoppingdag, og hverju mæti ég???? Allur morgunverðarsalurinn var undirlagður rússnesku hringborði. Rússnesk karíókísöngmær í mjög svo þröngu, mjög svo glansandi zebra two-piece að syngja fyrir liðið ásamt sidekickinu sínu með casio hljómborðið ... og nýjar mjög svo glyðrulegar slavneskar gellur á barnum ... sem afgreiddu mig ekki af þeirri ástæðu einni að ég var ekki af slavnesku bergi brotin... en störðu á mig aðgerðarlausar af innlifun allar í kór... vinalega jafnaðarmanna-skandínava brosið dugði engan vegin til að bræða þær! En Don-inn þeirra afgreiddi mig, með ponsu kankvísu brosi... vitandi hversu mikið krækiber í helvíti ég var á þessum tímapunkti og þessum stað ;)
Forvitin að eðlisfari ákvað ég að komast að hinum stóra sannleika varðandi London Guards hótelið í Lancaster Gate og nappaði Indverjann í afreiðslunni á eintal þar sem hann var að tárast yfir laugardagsmyndinni "Nottin Hill". Hinn stóri sannleikur er sem sagt sá að morgunverðarstofan er leigð út til rússneskra aðila til næturklúbbareksturs á kvöldin. Et voilá... mystery solved.... verð samt að segja að rússneskar konur eru ekkert smá óvinalegur þjóðfélagshópur... og bara rússar in general virðast halda sig afskaplega mikið fyrir sig... ha... einhverjir fleiri átt svipaða upplifun af rússum???

8.12.04

Lady

Ein eftir á skrifstofunni í London... þetta er bara eins og heima. Ég á mér ekkert líf!!! Nja... ástæðan er sú að ég er að bíða eftir að Bryndís skríði uppúr sveittri túbunni mengunarblásin og fín svo við getum farið eitthvað að spísa...
Er bara búin að vera í vinnunni á daginn og komið svo heim á kvöldin og keypt mér eitthað ógurlega exótískt að borða. Ég er orðin uppáhaldsviðskiptavinur á líbönskum stað og indverjinn í afgreiðslunni á hótelinu elskar mig og kallar mig Lady.

Þeim fannst ég svo æðisleg gella hérna á skrifstofunni að þeir báðu mig um að framlengja dvöl mína um heila viku... og ég var ekki búin að gera neitt annað en hlusta tala og brosa... og smáreddingar. Ég er voðalega indifferent með allt saman hérna... er bara voðalega elskuleg við alla og roooosalega róleg og segi sæta útlendingahluti...

Svo fer ég auðvitað á jólahlaðborðið þeirra í næstu viku... svaka stuð... er samt pínu súr yfir að missa af jólahlaðborðinu sem ég skipulagði fyrir skrifstofuna heima... en kannski æla þau öll í bátnum á leiðinni heim og þá verð ég ekkert sorrý....

6.12.04

London Part II

Hehe.... þetta er húmor. Ég næ ekki á nokkurn hátt lengur að tengjast inná þráðlausa netið heima… en hvert sem ég fer annað er þetta pís of keik. Eins og núna...sit ég á einhverju hótelskrípi í London og er að pikka upp signöl í umvörpum. Reyndar fylgir ekkinetaðgangur hótelinu en eitthvað er að banka hjá mér... reyndar svo lágt signal að ég kemst ekki á netið og skrifa því þessa bloggfærslu og geymi til morguns...
Ferðin gekk stórkostlega fyrir sig og sigraði síðustu londonarreisu 10-0… enda var bara 1klst seinkun á fluginu versus 9 síðast. Svo hljóta að hafa verið einhverjir tónleikar í Reykjavík um helgina því vélin var stútfull af Londonarpoppurum og eitt stykki íslandpoppari… Biggi í Maus… Söngvarinn úr pönksveitinni gömlu sem ég man ekki hvað heitir en Bryndís veit hver er var að henda af sér heilu bandi… og svo var einn svaka sætur með grátt hár sem daðraði við mig með augunum í hvert skipti sem þau mættu mínum… vúhú.
Það var einungis einn hlutur sem tókst að fara í taugarnar á mér, en það var að ég fékk gluggasæti. Svo kem ég inní vélina og þá situr gaur í gluggasætinu mínu. Þá hugsaði ég að þetta væri grey grey útlendingur sem langaði að sjá hraunið í suddanum kveðjandi landið eftir a dirty weekend. Svo ég ákvað að láta ekki þjóðverjan í mér taka yfirhöndina. Nei, nei…. Þá er þetta bara keflvíkingur….. flugumferðarstjóri! Kommon… og hann heyrði mig segja við flugfreyjuna að ég ætti að vera í 1A en ég myndi bara setjast þarna. Dóni!
Anywhos… var komin uppá hótel um átta. Á þessum líka geggjaða stað! Hyde Park er bara hinu megin við götuna og Queensstreet í fimm mínútna göngufæri. Og svo miklu meira hómí en þetta Hilton sem ég var á síðast. Herbergið mitt er reyndar með skítugu teppi og allar skúffurnar í náttborðinu eru bilaðar, húnar brotnir og þar fram eftir götunum. En ég gef þessu hóteli tíu stjörnur fyrir 4 metra háa bogadregna gluggann og veggfóðrið með útbólgna blómamunstrinu. Sem er reyndar farið að flagna og detta af í öllum hornum. Og rósetturnar í loftinu og sturtuhengið sem er með blúndugardínu að framan. Og bleiki og guli klósettpappírinn. Og indverjarnir í móttökunni sem eru ekkert nema hógværðin og kurteisin uppmáluð.
Fór svo niðrá Queensstreet, neitaði að láta singulstatusinn minn senda mig á singul staði eins og Mcdonalds, Subway eða Starbucks og settist alalalein inná sushi staðinn Saki… og þegar þjónninn spurði mig hvað ég vildi þá opinberaði ég vankunnáttu mína á japöskum mat og sagði "well, what do you recommend"… og fékk FULLT af mat. Ein á borði innan um ekkert nema vini eða pör OG með prjóna… there is a culture I’ve never put my mind to learning…. en’etta var gott… og gaman… svo gaman að þegar 60 maður á leiðinni heim sýndi mér hnefann… þá nennti þjóðverjinn í mér ekki að hneykslast…
Og svo er ég að fara að vinna með fullt af hvítum stífum skyrtum á morgun sem spurja mig stanslaust hvernig mér líði... Ég á svo eftir að vera með brosharðsperrur annaðkvöld … ójájá

5.12.04

London Baby Part II

Ef einhver þarf að ná í mig í næstu viku þá verð ég í London. Sms-ið mér og ég mun hringja til baka... frá öðru gsm númeri. Verð til sunnudagsins næsta. Hef þegar pakkað kústskaftinum, corporate bithch outfittinu og lyfjaskápnum sem ég þarf til að hafa það gott út vikuna... wish me luck and I will break my leg....